Vikan


Vikan - 30.05.1968, Blaðsíða 12

Vikan - 30.05.1968, Blaðsíða 12
"Þegar hundraS dagar voru liðnir frá því að bílslysið varð, úrskurðuðu læknarnir, að H. D. Cartwell mundi ekki geta stigið í fæturna í marga mánuði, og þegar hann kæmist loks á fætur, yrði hann að styðjast við hækj- ur í nokkurn tíma. Hann hafði boðað okkur á fund sinn á sama hátt og hús- bóndi kallar á hundana sína. Við stóðum þögul í hálfhring um- hverfis rúm hans á sjúkrastof- unni. Hann sat uppi og hafði púða við bakið. Hann var náföl- ur, en andlitsdrættirnir voru ákveðnir. Stálgrá augu hans voru eins og ævinlega skær og fögur. Okkur var Ijóst, að þrátt fyrir slysið var hann andlega hress; iðaði allur af tífi og starfsorku, þeim dugnaði, sem hafði gert hann að bezta blaðaútgefanda bæjarins. Hann var fjörutíu og þriggja ára gamall og þeir ein- ir gátu unnið í hans þjónustu, sem honum geðjaðist að og beygðu sig undir vilja hans. Hann bankaði með vísifingri á fæturna og sagði: 12 VIKAN 21tbl ■— Það er engin tilfinning í þeim. Ég get ekki hreyft þá. En ég fer samt heim á morgun —- í hjólastól. Vinstra megin við mig stóð Benjamín Warner. Hann var piparsveinn og sérfræðingur í auglýsingastarfsemi. Hægra meg. in stóð hin ljóshærða, íturvaxna Constance Sable. Hún hafði byrjað á blaðinu sem skrifstofu- stúlka í smáauglýsingadeildinni. En á tíu mánuðum hafði henni tekizt að vinna sig í álit hjá hús- bónda sínum og var nú orðin einkaritari hans. í hvarfi á bak við eggjandi vöxt einkaritarans sat Laura, sem hafði verið eigin- kona Cartwells í tuttugu ár. — Matt, sagði Cartwell. — Þú tekur við stjórn blaðsins. Þínum skipunum verða allir að hlýða. Þú þarft ekki að vera ábyrgur gagnvart neinum — nema mér. Ég kinkaði kolli. Næst leit hann brosandi til einkaritara síns: —- Connie, taktu skilaboð til bókhatdsdeildarinnar. Matt á að fá sextíu dollara kauphækkun á viku, frá og með þeim degi, sem ég lenti í bílslysinu. — Já, sagði hún og skrifaði athugasemd í blokk, sem hún hélt á. Ég virti andlit hans vel fyrir mér til þess að sjá, hvort merkja mætti nokkur viðbrögð við þeim biturleika, sem Constance hafði tekizt að lýsa með rödd sinni. þótt hún segði ekki nema eitt lítið „já“. En ég varð einskis var. Hann leit yfir hópinn og sagði: — Þið eruð ötl hægri hönd mín hvert um sig. Ég vona að þið gerið ykkar bezta á hverjum degi, þótt ég sé ekki viðstaddur. Vill nokkur spyrja einhvers? Enginn svaraði. — Gott, sagði hann. — Við hittumst annað kvöld heima hjá mér klukkan átta. Ég hef hugs- að mér að ræða við hvert ykkar einu sinni á dag. Við finnum hentugan tíma fyrir hvern og einn smátt og smátt, unz þetta er komið í fastar skorður. Það var þá ekki fleira í dag. — Herra Cartwell, skaut Con- stance inn í. Það varð þögn and- artak og loftið þrungið spennu, unz hún hélt áfram: — Mig tekur það sárt. Þú.... ■— Gleymdu því, greip Cart- well fram í fyrir henni. Ég get huggað mig við, að ég skuli ekki vera dauður. Einhver óskar þess, að ég væri það.... Constance var eins og álfur út úr hót, Benjamín andvarpaði og ég stóð eins og negldur við gólf- ið. Loks reis Laura Cartwell á fætur og gekk há og tignarleg að rúmi manns síns. Hún strauk hárið frá enni hans, þrýsti á það kossi og sagði: — Reyndu nú að sofna. Ég kem aftur í kvöld. Hann veifaði okkur í kveðju- skyni. Constance herpti saman

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.