Vikan - 30.05.1968, Blaðsíða 34
ÞER SPARID
MEDÁSKRIFT
ÞÉR SPARIÐ TÍU KRONUR Á HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVT AÐ VERA
ÁSKRlFANDI AÐ VIKUNNI
VXKAMT EU IIEIMILISnLAD OG í I>VÍ F.RU GREINAR OG F.FNI FYRIR ALLA Á IIEIMILINU, — UNGA OG
GAIYILA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓDLEIKUR, FASTIR PÆTTIR O. FL., O. FL.
----KLIPÞIÐ HÉR-:-.-KLIPPIÐ HER-
□ 3 MÁNUDIR - 13 tölubl. - Kr. 400,00. Hvert bloa ó kr. 30,77.
□ 6 MÁNUDIR - 26 lölubl. - Kr. 750,00. Hvert bluS á kr. 28,85.
Gialddagar: 1. febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvember.
fjvinsamlegast sendið mér Vikuna í áskritt
I
I
I
SK3IFJÐ GREINILEGA
1
I
9
REYKJAVÍK
HILMIR HF.
VIKAN
PÖSTHÓLF 533
STMAR:
36720 - 35320]
SXIPHOLTI 33
festa okkur.
Lengi eftir að ég hafði lokað
hurðinni á eftir henni og séð
hana hverfa út í hríðina, hugs-
aði ég um það, sem hún hafði
sagt. Einhver grunur vaknaði
hjá mér, en ég ákvað að hugsa
ekki um hann frekar í kvöld.
Þegar ég kom aftur upp í íbúð
mína, var bíliinn horfinn.
—o—
Það var hætt að snjóa, þegar
Cartwell hringdi til mín á skrif-
stofuna klukkan hálf ellefu
næsta dag.
En borgin var á kafi í snjó og
helmingur starfsfólksins var enn
ekki kominn til vinnu. í hópi
þeirra voru Warner og Constan-
ce.
— Ég fann konuna mína, sagði
Cartwell.
Ég tók fast um tólið og vissi
ekki, hvort ég ætti að vera
hræddur eða feginn.
— Það var eins og mig grun-
aði. Hún hafði hitt vinkonu
sína og þær höfðu setið á barn-
um og spjallað saman.
Síðan fór hann að tala um
málefni blaðsins.
— Hefurðu nægilegt starfs-
fólk til að koma blaðinu út.?
Ég játti því.
Síðan héll hann áfram:
— Constance er hér hjá mér.
Ég bað hana að vera hér í nótt.
Ég þurfti að biðja hana að skrifa
nokkur áríðandi bréf fyrir mig
og óttaðist að hún kæmist ekki
hingað í dag.
Constance Sable hafði sem sagt
ekki verið með Benjamin Warn-
er í njósnaleiðangrinum.
Cartwell hélt áfram:
— Og Benjamin fer til New
York í dag, ef það verður flogið.
Það er fyrirfæki þar, sem ekki
hefur staðið við gerða samninga.
— Allt í lagi, sagði ég.
— Er ekki annars allt með
felldu?
Jújú.
— Þá þurfum við ekki að
hittast fyrr en á mánudag.
Ég beið í klukkutíma, en
hringdi þá á Hótel Chamberlain
og spúrði eftir frú Cartwell. Hún
svaraði þegar í stað.
— Ég hélt að þú svæfir.
Nei, mér hefur ekki komið
dúr á auga í alla nótt. Ég hef
verið að hugsa. Þegar göturnar
hafa verið ruddar og aftur er
orðið fært, ætla ég að fara upp
í sumarbústað. Ég ætla að fara
frá Cartwell.
Og mér líka?
— Nei, ekki þér. En þú mátt
ekki heimsækja mig í sumarbú-
staðinn. Ég vil vera þar ein og
hugsa.
— Allt í lagi. En það er fleira
athyglisvert, sagði ég. Constance
Sable svaf heima hjá þér í nótt.
Hún er þar enn.
Laura þagði.
— Það er eitthvað í sambandi
við blaðið, býst ég við, sagði ég.
— Já, en hvað, spurði Laura
lágri röddu.
Síðan var skellt á og ég starði
undrandi á símtólið. Mig dauð-
langaði til að hringja aftur og
spyrja Lauru, hvers vegna hún
hefði skellt á mig, en gerði það
ekki. Var Laura óróleg yfir því,
að Constance Sable og maður
hennar voru að draga sig sam-
an? Laura elskaði mig, en ekki
manninn sinn - eða var ekki
svo?
Á föstudaginn fór aftur að
iifna yfir borginni. Göturnar
voru ruddar, og ég fékk að vita,
að Benjamin Warner hafði tekið
síðdegisvélina til New York. —
Constance Sable kom á skrifstof-
una klukkan fjögur, en yrti ekki
á mig. Hún gekk béint að skrif-
boi’ði sínu og byrjaði að vinna.
Ég var að hugsa um að hringja
aftur á hótelið, en hætti við það.
Helgin var Jöng og tilbreyting-
arlaus hjá mér. Ég var áhyggju-
fullur og reyndi að gera mér í
hugarlund, hvaða þvingunum
Warner mundi beita okkur
Lauru, ef hann vissi um sam-
bandið milli okkar. Ég var sann-
færður um, að Constance var
ekki viðriðin málið, nema hvað
hún var hrifin af Cartwell. Ég
huggaði mig við þá staðreynd,
að líklega hafði Laura rétt fyrir
sér: Ef Cartwell grunaði eitt-
hvað, mundi hann snúa sér til
lögfræðings eða leynilögreglu-
manns, en ekki biðja Benjamin
Warner að hjálpa sér.
Ég ók lil Cartwells síðdegis á
mánudag. Hann var einn heima
ásamt þjónustufólkinu. Konan
hans hafði farið upp í sumarbú-
slað og ætlaði að vera þar í eina
viku. Hann sagði, að Warner
væri væntanlegur aftur á þriðju-
dag.
Ég hitti Warner á skrifstof-
unni þann dag. Hann veifaði lil
mín og glotti einkennilega fram-
an í mig, en lalaði ekkerl við
mig.
Með síðdegispóstinum næsta
íöstudag fékk ég bréf, nafnlaust.
í þessu bréfi var mér og Lauru
Cartwell skipað að greiða þrjá-
tíu þúsund dollara í reiðufé. Að
öðrum kosti yrði komið upp um
ástarsamband okkar. Einnig stóð
í bréfinu, að til væru tvær seg-
ulbandsspólur, sem teknar hefðu
verið upp í sumarbústaðnum
tvær helgar, sem við Laura vor-
um þar. Upphæðina á að greiða
á föstudag, stóð í bréfinu. Þér
fáið nánari tilmæli um stund og
stað.
Laura gekk fram og aftur í
vistlegri stofu sumarbústaðar-
ins og reykli hverja sígarettuna
á fætur annarri. Hún var eld-
rjóð i framan. Hún stanzaði, las
bréfið enn einu sinni, fleygði
því síðan á sófaborðið og tók að
ganga aftur um gólf.
— Það getur ekki verið frá
Cartwell, sagði hún. — Það er
ekkert vil í fjárkúgun, ef. . . .
— En Benjamin Warner, greip
ég fram í fyrir henni. Þú
gleymir honum.
Ég gekk að glugganum og leit
út. Nóttin var björt og kyrr.
Mánaskinið glilraði í snjónum.
— Ef það er Benjamin, sagði
Laura fyrir aftan mig. ■—- Hvern-
ig hefur hann þá komizt hingað
inn og falið segulbandstæki hér?
Sumarbústaðurinn er læstur,
þegar enginn er hér. Og læsing-
arnar eru öruggar.
— Hann hefur kannski útveg-
að sér lykil, eða kannski hefur
einhver glugginn verið opinn.
— En við höfum velrið svo
varkár, Matt. Við....
-— Það gagnar ekkert úr því
sem komið er, sagði ég og sneri
mér við. Laura stóð og starði í
arineldipn.
Hún hrisli höfuðið.
- Ég get ekki að því gert, en
einhvern véginn finnst mér þrátt
fyrir allt, að Cartwell standi
sjálfur á bak við þetta, sagði hún
lágt. — Hann hefur lykil. Ilann
gæti komið hingað hvenær sem
er. Við vitum ekki hvað hefur
verið tekið upp á bandiö, né
hvenær það hefur verið gert. Það
gæli hafa vérið gert síðastliðið
sumar.
Við erum komin í klípu,
Laura.
— Já, ef við neitum öllu, Matt.
Elskarðu mig í raun og veru? l
— Þú þarft ekki að spyrja um
það. *
— Þá erum við heldur ekki
komin í neina klípu. Við viður-
Vs.
Uati^iíafhiítíif
IMWI
íi T I
BÍLSKÚRS
HIJRÐIR
%hí- & 'Útihurtir h □
VILHJAUM5SON
RÁNARGDTU 1 ?. S5IMI 19669
34 VIKAN 21 •tbl-