Vikan


Vikan - 26.09.1968, Síða 2

Vikan - 26.09.1968, Síða 2
r \ COVER GíRL fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. Heildsölubirgðir: FRIÐRIK BERTELSEN Laufásvegi 12 - Sími 36620. MAKE-UP, 3 fallegir litir. Pressað púður, 4 fallegir beige litir. Cleansing Loticn hreinsar betur en sápa og er mildara en krem. Astrigent Tonic. Andlitsvatn fyrir þurra og feita húð. COVER GIRL snyrtivörur eru viðurkenndar af hin- um vandlátu. Varalitir, 12 fallegir tlzkulitir. V NOXZEMA 24 HOUR PROTECTI0M HRIES ON CONTACT ■ji.iiiim.ju NOXZEMA - DEODOIANT SVITAEYÐiR. REYNIÐ OG ÞÉR MUNUÐ SANN- FÆRAST UM AÐ BETRI SVITAEYÐIR FÁIÐ ÞÉR EKKI. V. í ágætum útvarpsþætti síð- ast í ágúst bar stúlkurödd fram þá kenningu, að hjóna- bönd væru úrelt fyrirbrigði. Hún rökstuddi það með því, að fjölkvæni og fjölveri tíðk- aðist eða hefði tíðkazt hjá ýmsum frumstæðum þjóð- flokkum. í stað þeirra gamaldags hjónabanda, stakk hún upp á einhvers lags „Komm- únum“, sem mér virðist vera hóphjónabönd, þar sem marg- ir beggja kynja búa saman og þrífa hver til annars eftir því hvernig stendur í bæl- ið hjá þeim hverju sinni. Með þeirri skilgreiningu stúlku- kornsins, að ást væri ekki annað en uppstöfluð kynþörf, sem ekki fengi gagnlega út- rás nema með fjölbreytni í félagsskap, átti hóphjónaband að vera patentlausn á þjóðfé- lagsvanda og koma í veg fyr- ir mislukkuð hjónabönd. Mig uggir, að svona fyrir- komulag myndi seiní bless- ast. Afbrýðisemi myndi fljót- lega loga innan hópsins, nema aðilarnir væru dauð- yfli eða sljóir eiturlyfjaneyt- endur. Þar að auki kæmi framfærsla hópfjölskyldunn- ar ranglátlega niður. Hitt er svo annað mál, að svona raddir hafa heyrzt um aldir og munu heyrast — frá ungu fólki, ekki hvað sízt kvenfólki. Það er líka stað- reynd, að margar þeirra stúlkna, sem helzt tala á þennan hátt, rekast á ágæta menn og fá þá mikla kyn- þörf (ef kynþörf er sama og ást) ásamt með tilheyrandi eignarþörf og afbrýðisemi á gamla mátann, og verða hin- ar beztu eiginkonur í ein- kvæni og einveri — meira að segja kvenna viðskota- verstar, ef eiginmanninum verður á að hrasa, þótt ekki sé nema á annað hnéð. Við getum því verið fylli- lega róleg. Ef veröld ekki steypist, munu börn okkar ganga í hjónaband eftir gamla mátanum og þeirra börn líka. S.H. V_________________________J 2 VIKAN 38- tbl'

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.