Vikan


Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 21

Vikan - 26.09.1968, Blaðsíða 21
 TAm. / smygli á heimsmarkaði smyglara. Þrjár þeirra eru staðsettar í Li- banon, eitt félagið sendir gullið til Austurlanda, og þar starfaði Monica. Saga hennar hefst 5. marz 1967: Ég var í sumarfríi við Mið- jarðarhafið. Ég var samferða góðum vini mínum, sem heitir Steve, í flugvél frá Aþenu til Istanbul, og þaðan ætlaði ég að fara til Stockholms, þar sem ég vann á skrifstofu. En einn far- þeganna í véhnni átti eftir að hafa áhrif á líf mitt. Hann hét Jimmy Abela. Hann kom til mín og kynnti sig, sagðist vera flug- kapteinn. Við töluðum um alla heima og geima, mest um ferðalög. Hann spurði mig hvort ég hefði aldrei komið til Austurlanda fjær. — Nei, ég hefi ekki ráð á því. — Langar þig til að fara þang- að? Ég starði undrandi á hann, svo hló ég og sagði: — Já, mjög gjarnan. Jimmy leit á mig, alvarlegur í bragði. — Þá hefi ég tillögu fram að færa. Ég á góðan vin sem getur séð þér fyrir fari til Hongkong. Þú færð líka vasapeninga. En þú verður að gera honum smágreiða í staðinn. Ég varð strax tortryggin og spurði, mjög undrandi: — Hverskonar greiða? — O, — það er ekki svo hættu- legt. Þú átt bara að hafa með þér svolítið meiri gjaldeyri, meira en leyfilegt er. Ég lofaði því að hugsa um þetta. Jimmy kinkaði kolli og bauð okkur Steve að heimsækja vin hans í Beirut, svo við héldum beint áfram, frá Istanbul til Bei- rut. Jimmy ók okkur í bíl frá flugstöðinni, og eftir stundarkorn vorum við komin heim til vinar hans. Hann hét Raymond Nash, og hann var hreykinn á svipinn, þegar hann kynnti sig: — Ég er sniðugasti gullsmygl- ari í heimi! MAGABELTIÐ RÚMAÐI 30 STENGUR, ÞAR AF 8 UM HVORT LÆRI. Þegar ég hafði búið í tvo daga í skrautlegri villu Raymonds, gekkst ég inn á að verða ein af hjálparstúlkum hans. Það kom á daginn að. gjaldeyririnn sem ég átti að flytja frá Libanon var gull. Fyrsta hlutverk mitt var að koma 25 kílóum af gulli til Hong- kong. Gullið átti ég að fela í þar til gerðu magabelti. Það náði nið- ur á læri og upp að brjóstum og rúmaði 30 stengur, sem hver var eitt kíló, átta stengur um hvort læri og afgangurinn um mittið. í fimm klukkutíma varð ég að æfa mig í því að hreyfa mig eðlilega, með þessa byrði innan- klæða. Ég var alveg uppgefin, en mér fannst þetta gæti ekki verið svo hættulegt. Sá sem af- henti mér gullið hét Mamoun Takieddine. Ég fékk kenninafn- ið Eva. Síðdegis einn þriðjudaginn fór ég frá Beirut með Pan-Am-flug- vél. Eftir nokkra klukkutíma fór gullið að þyngja á mér. Ég hafði varla þrek til að standa upp. En Framhald á bls. 48. Oyrnar voru læstar. Ég var lokuð inni á flugvellinum í Formósu. Ég leit við og sá toll- vörðinn koma á móti mér. Ég vissi að nú hlaut ég að vera komin í klemmu. Það hlutu allir að sjá að ég var með 30 kíló af gulli innan klæða. Mér fannst það óskiljanlegt að ég skyldi hafa sloppið fram til þessa. Ég varð því bæði undrandi og hissa, þegar tollvörðurinn sagði í afsakandi róm, að hurðin hefði farið í baklás, en hann gat opn- að hana, og hleypti mér út. Einu sinni ennþá hafði mér tekizt að smygla gulli frá Libanon. Einu sinni ennþá hafði mér tekiz að leyna því fyrir tollvörðum að ég var smyglari. Stúlkan sem segir þannig frá, heitir Monica Petterson og er frá Sodertalja í Svíþjóð. í heilt ár starfaði hún sem sendiboði fyrir alþjóðlegan hring gullsmyglara í Libanon. Hún komst með gull fyrir 30 milljónir til Austurlanda fjær. Það eru fimm félagasamsteyp- ur sem hafa yfirtökin í gull- 38. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.