Vikan


Vikan - 26.09.1968, Side 24

Vikan - 26.09.1968, Side 24
Eg vissi ekki hvernig ég átti að hegða mér; hvað ég ætti að segja eða hvað ég ætti að gera. Eg hafði aldrei þurft að vera sorgbitinn frammi fyrir öðrum áður. Eg fór þess vegna beint upp í herbergið mitt. Skömmu seinna kom Lelia frænka mín upp til mín. Eg fór að gantast við hana og við hlógum og hlógum. Eg blygð- aðist mín sárlega á eftir.“ Maður kemur í manns stað, segir máltækið. Þegar Georg frændi var fallinn frá, tók önnur persóna að hafa æ meiri áhrif á líf Johns. Það var móðir hans, Júlía. Hún hafði haft stöðugt samband við Mimi, þótt Mimi léti John ekki vita um það. Stuttu eftir að hann hóf nám í Quarry, var hún stundum á gangi í nágrenni við skólann í von um að hitta John á leiðinni heim úr skól- anum. Hana langaði augsýnilega ákaft til að fylgjast með honum; sjá hann vaxa og þroskast og verða full- orðinn. Hún átti tvær dætur með manninum, sem hún bjó með. Hún skikli aldrei löglega við Ered Lennon. „Júlía gaf mér fyrstu mislitu skyrtuna mína,“ segir John: „Eg tók að heimsækja hana nokkuð oft. Eg kynntist þessum manni, sem hún bjó með, en þótti lítið til hans koma. En það var svo sem ekkert út á hann að setja í rauninni. Júlía var mér sem ung frænka eða eldri systir mín. Samkomulagið milli mín og Mimi versnaði jafnt og þétt. Við vorum alltaf að rífast. Eg hljóp hvað eftir annað að heiman og bjó þá hjá Júlíu, stundum yfir helgi, en stund- um jafnvel í nokkrar vikur.“ Bæði Pete Shotton og Ivan Vaughan, sem voru trygg- ir vinir Johns, muna eftir því, þegar hann tók að um- gangast móður sína og hver áhrif það hafði á líf hans. Pete heyrði fyrst minnzt á Júlíu, þegar þeir voru í öðrum bekk. Það var sýknt og heilagt verið að vara þá við spillingunni í lífinu. Það var eins og allir óttuðust, að þeir mundu lenda á glapstigum. En þeir skelltu skolla- eyrum við slíku hjali. Þeim var þess vegna kærkomið að kynnast hinni léttlyndu Júlíu. Ilún hló með þeim að kennurunum, foreldrum þeirra og hverju sem var. „Hún var stórkostIeg,“ segir Pete. „Okkur þótti mjög vænt um hana. Hún var alveg eins og við. Hún sagði frá því, sem okkur fýsti að heyra. Ilún tók Hfinu létt, gerði að gamni sínu og hló. Það kunnum við vel að meta.“ Þeir heimsóttu hana oft á leiðinni heim úr skólanum. Og stundum heimsótti hún þá. „Einu sinni hittum við hana úti á götu,“ segir Pete. „Hún var með nærbuxur á höfðinu í staðinn fyrir klút. Hún kvaðst ekkert skilja í því, af hverju allir væru að glápa á hana! Við ætluðum að springa úr hlátri.“ Tvan álítur, að Júlía hafi örvað ])á hæfileika, sem John bjó vfir. Hann var uppreisnargjarn og hún hvatti hann til að vera það. Hún hló að öllu sem liann sagði og gerði. Mimi hafði verið ströng við hann, en ekkert, meir en gengur og gerist með foreldra yfirleitt. TTún reyndi að koma í veg fyrir, að hann færi að reykja og drekka. Júlía gerði aftur á móti hið gagnstæða. ITún hvatti hann til að skemmta sér og njóta lífsins eins ríkulega og kostur væri á. Mimi varð að láta undan til að þess að John færi ekki frá henni að fullu og öllu og flytti til Júlíu. Júlía hafði verið svarti sauðurinn í siðavandri fjölskyjdu sinni. Hún vildi, að hlutskipti Johns yrði hið sama. John var nú kominn í fjórða bekk, en hafði verið fluttur niður í lélegasta bekkinn. „Eg skammaðist mín fyrir að vera innan um alla heimskingjana,“ segir John. „Það hafði einmitt verið ágætt að vera í næstbezta bekknum. T þeim bezta vildi ég alls ekki vera. Þar voru Jjessir penpíulegu súkkulaðidrengir, sem ég gat ekki þol- að. Eg reyndi stundum að svindla á prófunum til þess að fá hærri einkunnir. En svo komst ég að raun um, að það var einskis virði að standa sig vel í lélegasta bekknum.“ Við Iokapróf i fjórða bekk varð John tuttugasti í röð- inni, — neðstur í lélegasta bekknum. Fimmta árið tók nýr maður við stjórn skólans, hr. Pobjoy. Hann sá strax, að John Lennon og Pete Shotton voru vandræðabörnin í skólanum. Það voru ævinlega þeir, sem stofnuðu til óláta og áfloga. En hann virðist. hafa haft nánara samband við John en fyrirrennari hans og flestir kennararnir. Hr. Probjoy varð mjög leiður og undrandi, þegar John féll á lokaprófi í fimmta bekk. „Eg hélt, að hann hlyti að ná prófinu,“ segir hann. „ En mér var kunnugt. um, að hann var góður í teikningu og hafði áhuga á listum. Þess vegna kom ég því í kring, að hann færi í listaskóla. Mér fannst réttlátt að hann fengi að spreyta sig á því sviði/ Mimi gekk á fund skólastjórans til þess að ræða við hann um framtíð Johns. „Skólastjórinn spurði mig, hvað ég ætlaði að gera við strákinn,“ segir hún. „Eg spurði á móti hvað hann ætlaði að gera við hann. Þið eruð búnir að hafa hann hér í fimm ár, sagði ég.“ Mimi leizt vel á þá hugmynd, að harin færi í lista- skóla, þót hún gerði sér ekki Ijóst, að það var einmitt það, sem hann hafði sjálfan alltaf dreymt um. „Eg vildi, að hann yrði fær um að vinna fyrir sér á venjulegan hátt. Eg vildi, að eitthvað yrði úr honum. Eg gat ekki varizt að hugsa um, hvernig farið hafði fyrir föður hans. En auðvitað hafði ég ekki orð á því.“ John segist ekki iðrast neins, begar hann minnist skóla- ára sinna. „Eg hafði rétt fyrir mér,“ segir hann. „Þeir höfðu á röngu að standa. Þessir kennarar voru allir heimskingjar, nema kannski einn eða tveir. Aðeins einn þeirra kunni að meta teikningarnar mínar. Hann tók þær oft heim með sér. Auðvitað eiga kennarar að reyna að koma auga á hæfileika nemenda sinna og hvetja þá til að leggja stund á það sem þeir hafa áhuga á. Ég hafði alltaf haft áhuga á listum og hafði fengið góðar einkunnir í öllum fögum á því sviði. En enginn veitti því eftirtekt. Ég hafði ekki hugmynd um, að maður þyrfti ekki að vera nema fjórtán ára til þess að fá inngöngu i listaskóla. En þegar allt kemur til alls hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ég var hamingjusamur alla bernslíu mína þrátt fyrir allt.“ 9.4 VIKAN 38- tbl'

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.