Vikan


Vikan - 26.09.1968, Síða 29

Vikan - 26.09.1968, Síða 29
'tstt' Á. þessum árum snerust draumar mínir fyrst og fremst um kvenfólk, peninga og föt. I rnörg ár dreymdi mig um það eitt að eignast 100 pund. Eg hélt, að þá gæti ég keypt mér hús, gítar og bíl.“ Þótt Paul hafi slegið slöku við námið síðustu árin, stóðst hann öll próf með sæmilegum vitnisburði. 1953 fékk hann til dæmis verðlaun fyrir ritgerð. Verðlauna- bókin hét „Seven Queens of England“ og Paul á hana enn. H ann var álitinn bezt ritfær skólabræðra sinna og var alltaf hæstur í ritgerð. „Þeir slógust oft bræðurnir,“ segir Jim. „Þó býst ég við, að samkomulagið milli þeirra hali ekkert verið verra en gengur og gerist um bræður. Michael stríddi Paul og kallaði liann „fituklump“. Paul var óvenjulega fallegt barn, með stór augu og löng augnhár. Hann verður einhvern tíma kvennagull þessi, sögðu margir. Hann ófríkkaði á gelgjuskeiðinu, en lríkkaði síðar aftur, eins og algengt er.“ Þegar Paul var þrettán ára, hætti móðir hans Ijós- móðurstörfum og fór aftur að vinna á skrifstofunni. Þau urðu því að flytja frá Ardwick og bjuggu upp frá því í húsinu númer 20 við Forthlin Road i Allerton. Þetta var bæjarhús, að vísu lítið og ósjálegt, en hreint og notalegt. Þau höfðu ekki búið nema í tæpt ár í Fortlin Road, þegar móðir Pauls fór að finna til sársauka í brjósti. Hún fékk slæma verki alltaf öðru hverju í þrjár vik- ur. Ilún var 45 ára og áleit, að verkirnir stöfuðu af breytingaskeiði konunnar. Hún leitaði til nokkurra lækna og þeir voru sömu skoðunar og hún sjálf og sögðu, að þetta hlyti að lagast með tímanum. En verkirnir ágerðust stöðugt. Dag nokkurn, þegar Michael kom heim, var móðir hans grátandi. Hann hélt fyrst, að þeir Paid hefðu nú gert eitthvað af sér rétt einu sinni. Hann spurði einskis og hún sagði ekkert. En daginn eftir ákvað luin að leita lil sérfræðings. Að rannsókn lokinni kom í Ijós, að hún var með krabbamein. Ilún gekkst undir upp- skurð, en lézt á skurðarborðinu. Þá var ekki nema rúmur mánuður frá því að hún hafði kennt sér meins fyrst. „Eg var lamaður af skelfingu,“ segir Jim. „Eg gat ekki skilið þetta. Hvað mundi verða um drengina? Michael var ekki nema tólf ára og mjög hændur að móður sinni. Það var eins og þeir áttuðu sig ekki á þessu í fyrstu. En smátt og smátt varð þeim ljóst, hvað hafði gerzt.“ „Eg man ekki í smáatriðum hvað gerðist daginn, sem okkur var sagt, að mamma væri dáin,“ segir Michael. „Eg man aðeins, að annar okkar sagði heimskulegan brandara, og við iðruðumst þess sáran lengi á eftir.“ „Það var ég sein sagði hann,“ segir Paul. „Pabbi sagði okkur, að hún væri látin og ég sagði: „Hvernig förum við að lii'a án peninganna hennar?“ “ En um nóttina grétu þeir báðir sárt og lengi. í marga daga bað Paul til guðs, að hún kæmi aftur til þeirra. „Eg reyndi að semja við guð,“ segir Paul. „Ég lofa að vera alltaf góður, ef hún kemur aftur, bað ég á hverju kvöldi. Upp frá þessu bað ég aldrei. Mér fannst þetta vera sönnun þess, hve trúarbrögð væru heimskuleg og bænir gagnslausar.“ Drengirnir fengu ekki að vera við jarðarförina. Þeir dvöldust hjá Jinny frænku í nokkra daga. „Ég býst við, að pabbi hali ekki viljað láta okkur sjá hve sorgbitinn hann væri,“ segir Paul. „Okkur dauðleiddist hjá Jinny frænku. Við urðum að sofa báðir í sama rúmi.“ Jim var sannarlega í vanda staddur. Hann hafði aldrei hjálpað til við heimilisstörfin og kunni ekkert til sh'kra verka. Konan hans hafði séð urn allt slíkt. Nú stóð hann einn uppi 53 ára gamall og þurfti að annast bæði heimilið og uppeldi drengjanna, sem vorjli á erfiðasta aldursskeiði, 12 og 14 ára. Auk þess voru tekjur lians rýrar og fjárhagurinn því afar örðugur. Þegar konan hans var ljósmóðir, hafði liún haft meiri tekjur en hann, eins og Paul hafði svo grimmilega haft orð á. Systur hans tvær voru honum mjög hjálplegar. Milly írænka kom til þeirra einu sinni í viku til að þvo þvott, skúra gólfin og vinna erfiðustu húsverkin. Og Jinny frænka leit oft inn til þeirra og rétti þeim hjálparhönd. „Veturnir voru erfiðastir,“ segir Jim. „Þegar strák- arnir komu úr skólanum var ég í vinnunni. Þeir urðu að kveikja upp sjálfir og bíða þangað til ég kæmi heim til að elda matinn. En erfiðast var þó að ákveða hvernig ég ætti að hegða mér gagnvart strákunum mínum. Þegar konan ’mín var á lífi, hafði ég verið hinn strangi uppalandi, en hún blíð og eftirlát. Nú varð ég að ákveða, hvort ég ætti að vera laðir þeirra eða móðir eða reyna að vera hvort tveggja. Eða átti ég að treysta þeim og um- gangást þá scm vini? Það gckk á ýmsu hjá okkur, en þetta bjargaðist allt furðanlega. Strákarnir stóðu sig vel. En ég saknaði konu minnar ákafl — og sakna hennar enn i dag.“ Michael segist ekki skilja, hvernig faðir þeirra hafi getað afborið þetta hjálparlaust. „Við vorum tillits- lausir og ódælir. Við gerðum honum allt til miska. Við megum svo sannarlega vera honum þakklátir.“ Jim er að eðlisfari geðfelldur maður, kurteis, nærgæt- inn og þolinmóður. Ef þessara góðu kosta hans hefði ekki notið við, hefði líf sona hans sem hægast getað farið úr skorðum, þegar móðir þeirra féll frá. Paul x irðist hafa erft dugnað og áræði móður sinnar. Hann er einn af þeim mönnum, sem geta gert hvað sem er, ef þeir vilja það sjálfir. Þótt hann slægi slöku við námið síðustu skólaár sín, var hann aldrei vandræðabarn á sama hátt og John Lennon. Hann var aldrei í algerri andstöðu við um- hverfi sitt. Hann virti alltaf reglur skólans og náði öllum prófum. Móðurmissirinn hafði djúp áhrif á Paul. Michael bróðir hans segir: „Hann byrjaði ekki að spila á gítarinn sinn að neinu verulegu marki, fyrr en við misstum móður okkar. Það varð að áráttu hjá honum að spila daginn út og 38. tbi. yiKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.