Vikan


Vikan - 05.06.1969, Blaðsíða 2

Vikan - 05.06.1969, Blaðsíða 2
t Á sama skipinu Varalitir, 12 fallegir tízkuliti MAKE-UP, 3 fallegir litir. Pressað púður, 4 fallegir beige li' Cleansing Lotion, hreinsar betur en s er mildara en krer Astrigent Tonic. Andlitsvatn fyrir þi feita húð. COVER GIRL snyi eru viðurkenndar um vandlátu. COVER GIRL fæst í öllum snyrtivöru /erzlunum. Heildsölubirgðir: FRIÐRIK BERTELSEN Laufásvegi 12 - Sími 36620. NOXZEMA NÍ1X7FMI i.nFnnnRANT DEODORANT, IIUAlLIYII rULUUuimn i 4 SVITAEYÐIR. REYNIÐ OG ÞÉR MUNUÐ SANN- FÆRAST UM AÐ BETRI SVITAEYÐI FÁIÐ ÞÉR EKKI. Á aldarfjórðungs afmæli ís- lenzka lýðveldisins, sem hald- ið verður hátíðlegt 17. júní næstkomandi, gefst tilefni til að vega og meta, hversu okk- ur hefur tekizt að ráða mál- um okkar sem sjálfstæðri þjóð. Á öðrum stað hér í blað- inu láta nokkrir stjórnmála- menn úr öllum flokkum, bæði ungir og gamlir, í ljós skoðun sína á því, hvað bezt hafi tek- izt og hvað lakast, síðan lýð- veldið var stofnað. — Svör þeirra eru fróðleg hvert með sínu móti, en ekki væri síður athyglisvert að heyra dóm al- mennings í þessum efnum. Þegar hugað er að því, sem miður hefur farið, hlýtur at- hyglin að beinast að innbyrð- is ósamkomulagi, illvígum flokkadráttum og tíðum verk- föllum, — dýrkeyptu karpi um kaupgjald og krónutölu. í ræðu, sem fyrsti forseti landsins, Sveinn Björnsson, flutti á svölum alþingishúss- ins 18. júní 1944, sagði hann m. a.: „Menn skipa sér í stéttir og flokka um sameiginleg hugð- armál. Svo hefur verið og svo mun verða. Barátta milli stétta og flokka virðist óum- flýjanleg. En þá baráttu verð- ur að heyja þannig, að menn missi aldrei sjónar á því, að þegar allt kemur til alls erum vér allir á sama skipinu. Til þess að sigla því heilu í höfn, verðum vér að læra þá list að setja öryggi þjóðarheildarinn- ar ofar öðru.“ Þessi orð eru tímabær á- minning enn í dag. í þeim er fólgin sú undirstaða, sem öll tilvera okkar sem sjálfstæðr- ar þjóðar byggist á. G. Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.