Vikan - 05.06.1969, Blaðsíða 22
Svo hallaði hann sér nær og bætti við í lágurn hljóðum á Sardínískri
mállýzku, sem Peyrac skildi. - Það er nauðsynlegt að ég komi með
þér, þú meistari minn og faðir, því komi ég ekki, hver mun þá vara
þig við þeim ógnum sem yíir þér vofa? Því ég er mitt á milli sírenu og
albatross, og ég get séð ósýnilegar örvar, sem bíða þín í þessum skóg-
um. Ef ég kynni að biðja myndi ég dvelja hér við ströndina og biðja
fyrir þér. En ég er slakur í bænunum, því ég trúi meira á djöfulinn
en Madonnuna. Svo þú sérð að ég get ekki annað en komið með þér.
Og hnífurinn minn verður alltaf nógu fljótur þér til varnar.
Peyrac brosti, þegar liann horfði á litla, hörundsbrúna manninn, sem
nú var orðin ögn eldri, en harður af sér og ákafur, meira en nokkru
sinni fyrr. Hann lyfti höfðinu og leit fast á hann, eins og hann hafði
gert tiu árum aður, á sólbjörtum kajanum í Valetta. Hann svaraði á
itöisku:
— Allt í iagi. Komdu þá. Ég þarfnast þín.
Og þó hafði iiann sýnt Angelique tortryggni, allt síðan um borð i
Gouldsboro, hann hafði starað hörkulega, jafnvel iilúðlega á eftir henni,
muldrað beiskar athugasemdir og viðhaft ófagurt orðbragð, svo lítið
bar á. Og það var hann, sem hafði látið í ljósi meiri afbrýðisemi, en
nokkur annar, þvi hann óttaðist, að ástríða húsbónda hans í garð þess-
arar konu kynni að breyta þeirri hugmynd, sem Enrico hafði gert sér
um hann. Hann hafði aldrei vitað þann mann, sem ekki hafði gert sig
að minni manni, þegar hann var trölltekinn af einhverri konu. Fram
til þessa hafði hann enga konu séð buga greifann, en þessi var öðru-
vísi, hann fylgdist kvíðafullur með henni, tilbúinn að túlka eftir eigin
höfði allt það, sem hún kynni að segja eða gera. Það hafði verið að
hluta til að hafa auga með henni, að hann hafði óskað að fylgja þeim
inn í skóginn, en að öðru leyti var það til að vernda Honorine litlu,
sem hinn sikileyski vinur hans um borð í Gouldsboro haíði trúað honum
fyrir á banastundinni með merki, sem fór ekki framhjá Enrico.
Angelique komst að þessu meðan á ferðinni stóð, þegar E'nrico var
seint og snemma að birtast, eins úr heiðskíru lofti, engu líkari en píslar-
votti, sem verður að uppí'ylla heilaga skyldu sína, til þess að hjálpa
henni og Honorine, með því að ná þeim í vatn eða gera sitt bezta til
að hafa ofan af fyrir litiu stúlkunni og uppfylla duttlunga hennar. I
fyrstu var Angelique undrandi yfir þessu, því hún vissi að Enrico gazt
ekki að henni, svo skildi hún að lokum að væntumþykja hennar til hans
kviknaði. Hann fyrir sitt leyti komst að þvi, að þessi íurðulega kona
þekkti höfnina í Valetta mjög vel og að stórmeistari Mölturiddaranna
hafði tekið á móti henni þar, að hún hafði meira að segja komizt alla
leið til Krítar, að hún hafði flækzt töluvert um Miðjarðarhafið. Hann
fór að skilja hvað það var i fari hennar, sem laðaði húsbóndann að
henni, hann gat getið sér til um þau bönd, sem tengdu þau saman.
Angelique hafði auga með honum, því hann var ekki við góða heilsu. I
bitrum kuldum fékk hann einkennilegan grænan fölva og þurrt loftið
átti svo illa við slímhúð skilningsvita hans, sem var svo vön röku lofti
frá sjávarsíðunni, að Iiann var sihóstandi og þjáðist af blóðnösum. Þessi
fima vera, að hálfu maður að hálfu fiskur, sem flækzt hafði lengst inn
í skóg, með dökkt hörund og gríðarstór ómælisdjúp augu, sem komu
honum til að sýnast eldri en hann var i raun og veru, var vafalítið
þjálfaðastur og vinnusamastur allra manna Peyracs. Hann var ótrú-
lega leikinn í að hnýta hnúta og fara með reipi á annan hátt, eins og
allir sæfarendur. Hann óf körfur og reið net, og undir stjórn Elois
Macollet, tók hann nú að búa til snjóskó. Þetta gerði hann á kvöldin, í
félagi við trésmiðinn Jacques Vignot og dumba Englendinginn. Hver
maður átti að fá tvenna skó, aðra til vara. Þegar þá þraut kaðla not-
uðu þeir dýragarnir, eins og Indíánarnir. Joffrey de Peyrac notaði sér
einnig Enrico á verkstæðinu við að blanda saman efnum. Þegar hann
var barn heima á Möltu hafði þvílíkt alltaf heillað hann. Valetta var
22 VTICAN 23- tbl-
full af arabiskum vísindamönnum og óhreinir smástrákarnir höfð'u
fyrir leik, að klifra upp að gluggagrindunum og fylgjast með þeim,
þar sem þeir unnu í rannsóknarstofum sínum, fullum af flöskum og
krukkum, þar sem þeir bjuggu til sprengiefni sitt og eldíimar mixtúrur.
Enrico hafði gert ýmsar gerðir af grískum eldi með greifanum, eftir
uppskriftum, sem hann hafði stolið sjálfur. Hér í Wapassou voru þeir
einnig að reyna að koma sér upp aðferð til aðbúa til reykskerm, sem
herdeild gæti falizt bak við eða einhverskonar táragas. Hann áleit að
brennisteinninn sem þeir notuðu væri elcki eins góður og sá sem fyndist
á eyjunni Vulcano i Tyrreniahafi, milli Sikileyjar og Napólí. Þessar til-
raunir settu næstum óstöðvandi hósfa að þeim, en þeir héldu áfram
engu að síður.
Sá sem Angelique óttaðist mest um í harðrétti vetrarins var góði,
gamli Kouassi-Ba.
En KouasSi-Ba hafði boðið öllu byrginn. Hann fór langt fram úr
beztu vonum, varðandi kynþátt sinn og líferni allt. Hann var heiðið
goð á gullköplinum, laut með sitt svarta andlit yfir ilát með beinöskju,
þar sem bráðið gull glitraði. Leyndarmál jarðarinnar bjuggu í honum
sjálfum og fátt skipti máli annað en þetta merkilega starf, sem hafði
sett mark á hann, þegar sem barn, djúpt, djúpt ofan í gullnámunum í
Súdan, sem hann hafði farið ofan í með því annarsvegar að þrýsta
bakinu að veggjum ganganna, en iljunum hinsvegar og fikra sig þannig
niður fet eftir fet, ferð sem aldrei virtist ætla að taka enda. 1 hans
landi var gull notað til að bliðka d.jöfulinn, tryggð hans við iður jarðar
og gull var nátengd tryggð hans við húsbónda sinn, Að hjálpa honum,
að bjarga honum, að Þjóna honum, að vaka yfir sonum hans, var i
augum gamla svertingjans, óaðskiljanlegt frá því að vinna gull. Hann
var einlægur, sterkur, rólegur, barnalegur og vitur.
Hann vissi drjúgmikið um málma og námur. Hann hafði lært það
allt undir handleiðslu Peyracs, tileinkaði sér það allt og blandaði það
því meðfædda innsæi, sem hann bjó yfir sem sonur jarðariðra. Hann
hafði djúp áhrif á hvita menn, sem unnu með honum. Hann hafði
haldið fyrirlestra í háskólunum í Palermo og Saleh í Marokkó og miklir
prófessorar í skikkjum úr loðskinnum og lærðir Arabar höfðu hlustað
með djúpri lotningu á þennan svarta þræl. E'kkert raskaði ró hans.
Hin einlæga og fullkomna viðurkenning hans á öflum náttúrunnar var
það eina sem gerði hann líkan öðrum sonum Hams. Ilár hans var nú
orðið mjallahvítt og djúpar hrukkurnar á andlitinu sýndu afrískan upp-
runa hans, því í raun og veru var hann mörgum árum yngri en greif-
inn, en synir Hams verða gamlir mjög snemma. Ekkert hafði áhrif á
hann, en samt var hann næmur fyrir öllu. Angelique var mikil bót að
nærveru hans og þegar hann settist framan við eldinn fannst henni, að
meðal þeirra væri vitur og góður maður, maður, sem hafði mikið mann-
gildi, maður, sem með návist sinni færði samfélagi þeirra einhvern vott
af ævafornum og frumstæðum einfaldleik. Andstæð öfl róuðust, líkt og
þegar vatn kemur ofanyfir flúðir og teygir sig út á lygnum lónum,
rósamt undir mjúklega svignandi pálmatrjám.
í garð fleiri kenndi Angelique vináttu, sem engin varfærni fylgdi;
einn þessara manna var Porguani og Lymon White, dumbi Englending-
urinn, sem þau vissu raunar ekkert um, en sem þeim fannst að þau
gætu reitt sig á, ásamt Octave Malaprade, matsveini frá Bordeaux. Hún
og Malaprade höfðu þegar i stað fundið sin sameiginlegu áhugamál,
eins og títt er um starfsfélaga, ekki hvað sízt í greinum eins og matar-
gerð og veitingahúsarekstri. Þvi hún hafði eitt sinn rekið krána Rauðu
'Grímuna og síðan súkkulaðistofu í Gaubourg Saint-Honoré. Reynsla hans
var í réttu hlutfalli og staðfesting á öllu því, sem hann sagði. Og hún
var ekki í neinum vafa um, að þessi skipsmatsveinn í slitna írakkanum,
sem hún hafði séð hafa matargerðalistina svo vel á valdi sínu um borð
i Gouldsboro meðal dansandi og dettandi potta, með saltgusurnar skvett-