Vikan - 05.06.1969, Blaðsíða 39
eldri. Þar sem gert er ráð l'yr-
ir, að menn hætti störfum
sínum um sjötugt, skapast
miklar tómstundir hjá þessu
fólki. Hin nýja félagsstarfsemi
aldraðra hefur farið myndar-
lega af stað, og vonandi verð-
ur hún til þess, að æ fleira
gamalt fólk getur tekið und-
ir meo Steingrími Thorsteins-
syni:
„Elli, þú ert eklci þung . . .“
G.Gr.
Framhald af bls. 23
að grípa hnífinn og ætlaði að spretta höfuðleðrinu af Clovis. E'n hann
róaðist, þegar >hann sá þann svarta liggja á jörðinni.
Skothvellurinn kallaði alla út. Að þessu sinni var erfitt að þegja
y.fir því, sem gerzt hafði. Greifinn kom hlaupandi og sneri sér beint
að járnsmiðnum.
— Hvað gerðist? spurði hann Clovis, sem var að rísa á fætur,
náfölur og óstyrkur.
— Hún .... reyndi að drepa mig, stamaði hann og benti á Angeli-
que. — Það munaði ekki nema hársbreidd að hún skyti úr mér heilann.
—• Það versta var að ég skyldi ekki gera það, sagði Angelique og hló.
— Ég reyndi ekki að drepa þig, fíflið þitt. Ég reyndi aðeins að koma
í veg fyrir að þú fremdir heimskupar, sem hefði kostað þig lífið.
Heldurðu að þú hefðir getað komizt undan hnífi Indiánans, ef þú
hefðir slegið hann? Ég miðaði á lurkinn, en ekki á þig. Og það er nóg
af lurkunum. Ef ég 'hefði ætlað að drepa þig, hefði ég sannarlega gert
það.
En Clovis hristi höíuðið. Andlit hans, alsett örum eftir bólur, var
náfölt undir svörtu skegginu, hann hafði orðið ærið skelkaður og
var viss um, að Angelique ætlaði að drepa hann og það væri aðeins
heppnin ein, að hann var enn lífs. Hann hafði verið fullviss um það
langa hríð, að þessi hræðilega kona myndi örugglega drepa hann,
annaðhvort með lækningatólum sinum eða með göldrum. En með
pístólu, því hafði hann ekki átt von á!
— Ég trúi þér ekki, muldraði hann. — Þú miðaðir bara ekkí almenni-
iega, konur kunna ekki að skjóta ....
— Fíflið þitt, sagði greifinn reiðilega. — Viltu endurtaka Þetta til
að ganga úr skugga um að ef Madame la Comtesse hefði í raun og
væru ætlað að hitta þig værirðu núna steindauður. Svona nú. Taktu
lurkinn og reiddu hann upp og þá skaltu sjá, að það sem þér var
sagt um skytteriið við Sakoos vaðið var rétt eða ekki. Lyftu lurknum!
Járnsmiðurinn neitaði því ákveðið, en Bretoninn Yann bauðst þeg-
ar í stað til þess, hann hafði staðið við hlið Angelique, þegar hún stöðv-
aói Pont-Briand. Hann lyfti lurki og Angelique, sem hafði tekið sér
stöðu við húsdyrnar skaut og lurkurinn fór i tvennt. Það urðu mikil
fagnaðarlæti og hún var beðin um að gera þetta einu sinni enn, Don
Alvarez vaknaði af dvala sínum og bað um að fá að sjá hann handleika
múskettu. Hún lyfti þungu vopninu án minnstu erfiðismuna og þeii
fundu til stolts yfir því að hafa hana meðal sín.
46. KAFLI
Þegar það var svona kalt í Wapassou, hvernig gátu þau þá gert sér
í hugarlund hvernig kuldinn var i borgunum, sem lágu lengra norð-
urfrá.
Þrjár borgir ...... Þrjár, litlar borgir, í auðninni á bökkum
St. Lawrence. Skipin komust ekki til þeirra fyrr en með vorinu. Is-
veggur umlukti þau og gerði þau að föngum hvítra gresja, föngum
þagnar, föngum víðáttumikillar hvítrar auðnar.
Þetta voru Montreal, á eyjunni við rætur hins litla útkulnaða eld-
fjalls. Þetta var Trois-Rivieres, gaddfreðið, innan varnarmúra sins
ísi Þakta þríhyrnings.
Og drottning þeirra allra Quebec á klettinum. Þrjár borgir. krýndar
hvítum reykjarskuplum, sem risu án afláts i löngum, hægum lopum,
upp úr reykháfunum, upp i ísbleikan morgun og kvöldhimin.
Þrjár týndar borgir.
En eldar snörkuðu í örnunum og björguðu fólkinu frá dauða!
Eldarnir loguðu svo glatt að fólkið gleymdi dauða, þögn og auðn.
Borgirnar voru krökkar af fólki, sem þvaðraði, ráðlagði, sat á svik-
ráðum hvert við annað og barðist allan veturinn á enda, með tung-
unum, í slaðurstofunum með stólum á börunum, ofsalega, leynilega
og hjartanlega meðal vina og frænda, fólksins i Kanada.
Og það baðst líka mikið fyrir. Skriftaði endalaust, þenkti heims-
spekilega og lét sig dreyma, meðan það horfði til ótrúlegra blárra fjalla,
eða út í skógi þakinn sjóndeildarhringinn i suðri.
JACOB’S
Meira en 100 ára reynsla og lcunnátta í
að framleiða Jacob's Cream Crackers,
er ástæðan fyrir bragði og gœðum
þessarar afbragðs vöru. Kaupið pakka
af Jacob‘s Cream Craclcers og þér
sannfœrizt um bragð og gæði.
Made in England by
W 4 R Jacob & Co (L'pool) Lld. Liverpoo! England
Englísh
Cream
Crackers
NET WEIGHT iVl OZ • 213 g
lngr*dipnti: Wþaat Flour, Vagatabla Sl ortening, Malt, Salt, BaWng Powder 4Yaa»t. aiso.mnna.o»t.aaa.
$acob s Crtam Crackcrs fæst i nœsíu búð. THcsí sclda kcxið á markaðinum
23. tbi. vnvAN 39