Vikan


Vikan - 05.06.1969, Blaðsíða 14

Vikan - 05.06.1969, Blaðsíða 14
 Úrdráttur úr skáldsögu Johns Galsworthys 9. HLUTI - Ef þú tilbiður sólina, sagði Adrian, - þá er það mikil lífs- reynsla að vera þar sem sólin aidrei skín .... — Ég 'nef ekki gert neitt við hann, Em frænka. — Jæja, þá það. Gefið mér gulræturnar mína, Blore. Ætlarðu ekki að giftast honum? Ég veit að hann á ágætis framtíð fjo-ir hönd- um. Hann kemur til mín til að tjá sig, hann er ástfanginn af þér, Dinny. Dinny fann að Clare starði á hana, hún leit niður og lék sér með gaffalinn. — Ef þú hefir ekki augun hjá þér, þá gæti hann verið sendur til Kína og kvænzt dóttur bryta á einhverju skipinu. Þeir segja að Hong Kong sé full af þeim. Ó, Dinny, pelargoníurnar mínar eru dauðar. Boswell og Johnson vökvuðu þær með áburðarvatni sem þær þoldu ekki. Ætlar þú að giftast, Clare? — Auðvitað ekki, Em frænka. — Hversvegna ætlarðu ekki að giftast? Hefirðu ekki tíma til þess? Ég er ekkert hrifin af gulrótum, þær eru dálítið leiðigjarnar. Lawrence er alltaf að verða fjörugri, ég þarf að taka það til at- hugunar. Ég veit ekki hversvegna karlmenn verða svona fjörugir á þessum aldri. Hann ætti að vera kominn yfir það. — Það er hann líka, frænka, Lawrence frændi er orðinn sextíu og níu ára, manstu það ekki? — Hann ber það ekki með sér ennþá. Blore! — Já, frú mín. — Farið burt! — Já, frú mín. — Það eru hlutir sem maður getur ekki talað um þegar Blore er viðstaddur, sagði lafði Mont, — til dæmis takmörkun barnsfæðinga og Lawrence, og vesalings kisa. Hún stóð upp og lét köttinn út í blómabeð fyrir utan gluggann. — En hve Blore er einstaklega ljúfur við hana, tautaði Dinny. — Þeir hlaupa út undan sér þegar þeir eru fjörutíu og fimm, og aftur þegar þeir eru sextíu og fimm, en hvenær kemur að því veit ég ekki. Ég hefi aldrei hlaupið út undan mér. En ég er að hugsa um þetta viðvíkjandi prestinum okkar. — Er hann ekki einmana núna, frænka? — Nei, sagði lafði Mont, — hann nýtur lífsins. Hann kemur heil- mikið hingað. — Það væri dýrlegt, frænka, ef þú lentir í svolitlu hneyksli. — Dinny! — Lawrence frændi myndi skemmta sér vel. Lafði Mont virtist falla í mók. — Hvar er Blore? sagði hún, — mig langar í þessar pönnukökur. — Þú sendir hann burt. — Já, það er rétt. Blore! — Já, frú mín. 14 VIKAN 23- tbl- — Gefið okkur kaffið í forsalnum, hjá tígrisuýrinu. Sódavatnið mitt. Þegar hún hafði drukkið sódavatnið, stóðu þær allar upp. — Þetta er dýrlegt, hvíslaði Clare að Dinny. — Hvað ætlið þið að gera með Hubert? sagði lafði Mont, þegar þær voru setztar við arininn. — Við erum öll angistarfull, frænka. — Ég sagði Wiimet að tala um þetta við Hen, hún þekkir það konunglega, eins og þið vitið. Hann kann að fljúga, gæti hann ekki flogið eitthvert? — Lawrence frændi setti tryggingu fyrir hann. — Hann gerir það með glöðu geði. Við gætum sem bezt verið án James, hann er líka með nefkirtla, og við gætum líka látið okkur nægja einn garðyrkjumann, í staðinn fyrir Boswell og Johnson. — Hubert gæti ekki afborið það. — Mér þykir vænt um Hubert, og svo er hann líka kvæntur. Þarna fór hún að snökta. James kom með viðarbúta á eldinn'og lafði Mont hóf sína venju- legu athöfn í máltíðarlok, að laga kaffi. — Hvernig stendur á því frænka að þú býrð til betra kaffi en nokkur annar? — Það veit ég ekki, en ég viðurkenni það, sagði frænka hennar. — Hvernig var það með vesalings Ferse, ég var feginn að hann skyldi ekki bíta af ykkur höfuðin. Nú hlýtur Adrian að fá hana. Það er notaleg tilhugsun. — Það verður ekki strax, Adrian frændi er að fara til Ameríku. — En hversvegna? — Okkur fannst það öllum vera réttast. Hann var meira að segja sammála sjálfur. — Þegar hann fer til himnaríkis, þá verður einhver að fylgja honum, annars hefir hann ekki rænu á að koma sér inn, sagði lafði Mont. — O, honum er eflaust ætlað pláss þar. — Það er aldrei að vita. Presturinn var að tala um himnaríki á sunnudaginn var. — Heldur hann góðar ræður? — Nokkuð notalegar. — Ég er viss um að Jean hefir skrifað ræðurnar hans. — Já, þær voru betri. Hann kom hingað til hádegisverðar. — Og fékk mikið og gott að borða. — Já. — Hve þungur er hann? — Eg veit ekki hve þungur hann er án fata. — En í fötum? — Ó, einhver ósköp. Hann ætlar að skrifa bók.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.