Vikan


Vikan - 05.06.1969, Blaðsíða 26

Vikan - 05.06.1969, Blaðsíða 26
r GAGNRÝNIOKKAR REINIST AÐ KERFINU í HEILD örgen Ingi Hansen heitir hann, hvatlegur maður ungur og létt- ur í máli og eldrauður á skegg eins og Ásaþór. Ég sá honum fyrir nokkrum vikum bregða fyrir í Myndlistarskólanum við Mímisveg, þar sem hann hnoðaði í leir manns- myndir ótrúlega langar og teygðar, llkt og Giacometli gerir, en miklu mýkri I áferð. Þá geislaði Jörgen af sæld, talaði bjartsýnn um inn- flutning á pólskum listaverkum og var með ístruvott. En þegar ég rabb- aði við hann vikum síðar niðri í Breiðfirðingabúð, var velferðarútlit- inu ekki lengur fyrir að fara. Það er og sannast mála að Jörgen hefur mátt stríða í ströngu undanfarið. Hann er nefnilega einn þeirra, sem nú síðla í vetur fitjuðu upp á þeirri nýbreytni að koma upp næturklúbb- um I Reykjavík og hafa mátt þola fyrir það ýmis áföll, eins og gjarn- an fer fyrir þeim, sem innleiða nýja siði. Jörgen er tæplega þrítugur að aldri, fæddur hernámsárið 1940. — Ég er, segir hann sonur Jörgens Hansen, sem var sonur Jörgens Hansen og svo framvegis. Lang- afi minn var danskur. Ég lærði tré- smíði hér heima og fór síðan til Danmerkur að stúdera bygginga- tæknifræði með það fyrir augum að verða arkitekt. En við það hætti ég áður námi væri lokið og fór að starfa við heildverzlun, og rak um tima heildverzlun sjálfur. Og s.l. fjögur ár eða þar um bil hef ég starfað að veitingamálum, unnið í veitingahúsi hér í bænum og lagt hönd að flestu, sem gert er á þeim stöðum. Upp úr þessu spannst það að ég fór út í það með fleirum að taka þetta hús hér á leigu. Ætlunin til að byrja með var að stofna hér diskótek fyrir unglinga, en þegar Lídó tók til starfa hættum við við það í bráðina, vildum sjá til fyrst. Við stofnuðum þá hlutafélag hér um húsið, vorum jafnvel svo stór- huga að hugsa um almenn- ingshlutafélag um veitinga- og hótelrekstur. Hlutafélagið var pen- Næturklúbbarnir hafa veriS mikið umræðuefni manna á meðal undanfarið, og enn mun ekki út- séð hvernig því máli lýkur. í eftirfarandi viðtali segir Jörgen Ingi Hansen, framkvæmdastjóri Club de Paris, sína sögu úr átökum þessum. Hann segir frá rekstri klúbbsins, heimsóknum lögregl- unnar ásamt húsrannsókn og handtökum, fang- elsisvist á Skólavörðustíg 9, minnisverðum kvöld- verði ásamt meintu hrossakjötsáti á Röðli, dular- fullum listfræðingi tollyfirvaldanna, sem setti madonnur í flokk með auglýsingamyndum og mörgu fleira. Myndir: Kristján Magnússon Texti: Dagur Þorleifsson. 26 VIKAN 23- tbl- Örn Clausen hrl., einn af lögfræS- ingum þeirra klúbbmanna, ræðir við lögreglumenn á verði fyrir framan Club de Paris. Þeir Oddur Ólafsson, blaðamaður á Tímanum, og Stefán Jónsson, listmálari frá Möðrudal, hlýða á fullir eftirvæntingar. Úr salnum í Club de Paris. Veggirnir eru skreyttir nektarmyndum frá Viktoríutímanum, siðavandaðasta tímabili mannkynssögunnar. Fyrir innan dyr þessa staðar, sem nú er farið að kalla Club 9, máttu Jörgen og kollegar hans sitja í viku tæpa. ingalftið, og kom þá fram sú ídea frá einum hluthafanna að við stofnuðum klúbb, fyrir hluthafana. Ákveðið var að klúbburinn skyldi fá efri hæðirnar, en neðstu hæðinni skyldi breytt í vínveitingahús, og jafnvel hluta af kjallaranum. En þar eð efri hæðirnar voru enn ekki nothæfar, var klúbburinn á neðstu hæðinni, þangað til lögreglustjóri tók að sér að stöðva rekstur hans. — Hvernig var rekstrinum hátt- að? — í upphafi var það þannig að meðlimirnir komu með sitt eigið vín, en síðan tókum við, sem vorum f bráðabirgðastjórn klúbbsins, að okkur að kaupa vín fyrir meðlimina, fyrir peninga sem þeir létu okkur hafa, og síðarmeir fyrir sameigin- legan sjóð, sem klúbbmeðlimir áttu. Þeir eiga alla peninga sem inn koma sameiginlega, því að klúbb- urinn er rekinn gróðalaust. Nú, en svo var þetta allt í einu talið ólög- legt, þótt ekki væri hægt að finna lagagrein, sem skæri úr um það, og þessvegna var það vfst að svo lengi dróst að stöðva þetta og fara í mál út af því. — Hvenær opnuðuð þið klúbb- inn? — Mig minnir það vera tuttug- asta og sjötta marz, eða þar um bil. Síðan leið eitthvað mánuður unz við vorum fangelsaðir. Við ætluðum fyrst að hafa opið síðdegis, en það gafst ekki vel; flestir virtust vilja koma um og eftir tólf. Varð þá að ráði að opna klukkan tólf og hafa opið til fjögur, fyrripart viku, en til fimm, seinnipart viku. Á þeim tfma virtust meðlimirnir helzt vilja hafa klúbbinn opinn. — Hve margir voru meðlimirnir? — Þegar lögreglan gerði razziuna voru meðlimirnir tvö hundruð, en síðan razzian var gerð höfum við varla haft við að skrifa niður menn sem vilja gerast meðlimir. Það er greinilegt að mörgum finnast þessar aðgerðir harkalegar og vilja sýna okkur stuðning. Við skrifum þessa menn niður, en höfum ekki viljað gera þá að meðlimum, til að þeir færu ekki að borga meðlimagjald í klúbb, sem kannski fær ekki að starfa. — En úr því hefur ekki verið skorið enn. — Nei, enda fæ ég ekki séð á hvaða lagagreinum ætti að byggja bann við starfsemi klúbbanna. Álíka klúbbar hafa verið starfræktir hér áratugum saman og látið átölulaust. Enda hefur hvorki sakadómari eða neinn, sem dómsvald hefur, tekið ákvörðun um hvort höfðað skuli mál á okkur. Hinsvegar hefur lögreglu- stjóri að því er virðist tekið sér dómsvald í málinu, ekki til að loka klúbbunum að því er hans fulltrúi segir, heldur til að hindra meðlimi í því að fara inn.' Það hátterni geng- ur okkur vitaskuld erfiðlega að skilja. — Hefur lögreglustjóri ekki gefið ykkur neina skýringu á ráðstöfun þessari? Fundarbann á Alliance Francaise — Ég hef aðeins fengið á þessu eina skýringu sem vit var (, þótt lítið væri. Hana gaf mér fulltrúi lög- reglustjóra. Hann sagði að sannar- lega hefðu fleiri en tólf manns neytt hér víns saman eftir miðnætti. Mér skilst að þetta sé bannað í lögreglu- samþykkt Reykjavlkur. Lögreglu- varðstjórarnir hafa sagt mér að þeir hafi skipun um að hleypa engum inn í húsið, og einnig að brjótast inn í húsin og taka menn þaðan út með valdi, ef þeir sjái ástæðu til. Þetta finnst mér ákaflega skrýtið. Klúbb- urinn hefur ekki verið starfræktur Framhald á bls. 47.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.