Vikan - 05.06.1969, Blaðsíða 33
Mentol sigarettan sem hefur
hreint og hressandi bragð.
HjálpaSu mér Díana
Framhald af bls. 12
eftir sér. Móðir hans var vinkona
móður hennar, og þegar faðir
hennar dó, fyrir nokkrum árum
fluttist hún með móður sinni frá
Torwood til fæðingarbæjar
hennar, Hipton-on-Sea.
James var hljóðlátur og ósköp
venjulegur piltur, alltaf eins,
með rauðleitt hár, hægfara í
hreyfingum og talsmáta. Hún
gat ekki hugsað sér James sem
elskhuga. Hann hafði einu sinni
kysst hana, undir eplatrénu, og
hún varð reið og skammaði hann.
Hvað átti hún að segja við hann,
ef hann tæki nú upp á því að
biðja hennar?
Hún heyrði í bjöllunni við af-
greiðsluborðið, og flýtti sér
þangað, en Elma var þá ein.
— Hvers vegna hringdir þú?
Það er ekki sál hér.
— Út með það. Hvað gerðirðu
á laugardagskvöldið?
Penelope kyngdi. — Ég var á
symf óníuhl j ómleikum.
Hún brosti, þegar hún sá hve
vonsvikin Elma varð. — Það var
leikin mjög erfið symfónía eftir
einhvern Rússa, en á eftir var
yndislegur píanókonsert eftir ...
Elma raðaði spjöldum og lagði
þau í stafla. — Jæja, ég trúi þér.
Persónulega hlusta ég heldur á
popmúsik. Með hverjum varstu?
Það komu nokkrir inn til að
fá lánaðar bækur, og Penelope
fékk nóg að gera. Hana langaði
til að segja nafnið hans, kalla
það út um allan heiminn, gæla við
hljóminn af því. Hana langaði
til að tala um hann frá morgni
til kvölds. En samt hikaði hún
við að ljóstra upp leyndarmáli
sínu.
Hún hafði auðvitað sagt móð-
ur sinni frá því, og hún starði á
hana, án þess að trúa sínum eig-
in eyrum. Var móðir hennar
undrandi yfir því að hún, hin
kyrrláta Penelope hafði upplif-
að slíkt? Móðir hennar hafði
alltaf tekið það sem gefið að
Daphne, sem var svo vel vaxin
og falleg, fengi glæsilegt gjaf-
orð, og að Júlía, sem var svo
greind og skemmtileg, næði sér
í einhvern glæsilegan mennta-
mann. En Penelope. . . .
Hún afgreiddi og tók á móti
bókum, stimplaði, fyllti út spjöld
og raðaði í spjaldskrá. Svo var
Elma komin til hennar aftur.
— Nú, með hverjum varstu?
— Peter Marston.
Elma glennti upp augun. Tor-
tryggin, undrandi. — En Peter
Marston er eftirsóttasti pipar-
sveinninn í bænum. Hann er
stórkostlegur. Hann er formaður
í tennisklúbbnum, hann á segl-
bát og hefur oft tekið þátt í
kappsiglingum. Hefurðu séð bíl-
inn hans? Og hann dansar guð-
dómlega. . . . Elma saup hveljur.
— Hefurðu dansað við hann?
Elma gretti sig. — Einu sinni,
þegar hljómsveitin spilaði „kokk-
inn“. Hvernig hefur þú farið að
þessu, Penelope?
Hvernig hafði hún farið að
því? Þetta var sama spurningin
sem Penelope hafði lagt fyrir
sjálfa sig, síðan þarna um kvöld-
ið á kaffihúsinu. Hún hafði set-
ið við gluggaborð og horft á
rigninguna, sem rann í lækjum
eftir rúðunum, þegar hún kom
auga á hann, og mundi eftir að
hann hafði verið svo stríðnisleg-
ur á svipinn, einu sinni þegar
hún hafði misst stafla af bókum
á gólfið, og hann hafði hjálpað
henni til að taka bækurnar upp.
Andartaki síðar mættust augu
þeirra og hann nam staðar. Hún
hafði sízt af öllu búizt við hon-
um á þessu kaffihúsi og ennþá
síður búizt við að hann kæmi að
borðinu til hennar. Hann spurði
hvort hann mætti setjast við
borðið.
Þótt hún yrði hundrað ára
myndi hún aldrei gleyma hve
æst hún varð, þegar hann settist
og brosti til hennar, eins og þau
hefðu þekkzt alla ævi.
Burtséð frá James, sem hún
áleit eins konar stóra bróður, var
hún algerlega óvön að umgang-
ast karlmenn, og minningin um
það að hafa setið við borð með
Peter Marston, talað við hann
um alla heima og geima, var
nánast ótrúleg.
Hann spurði hvað hún héti.
— Penelope? Er það ekki
grískt? Kona Odysseifs, ef ég
man rétt?
— Einmitt. Faðir minn kenndi
grísku og latínu. Það er hræði-
legt að dragast með slíkt nafn
alla ævi.
— O, nei. Það er ljómandi fal-
legt. Og það á svo vel við stóru,
bláu augun þín.
Og allt í einu var öll feimni
rokin burt, klukkutíminn var
líka fljótur að líða. Hann ók
henni heim, í litla sportbílnum
sínum. Þegar þau námu staðar
fyrir utan hliðið heima hjá
henni, spurði hann hvort hún
vildi koma á hljómleika á laug-
ardaginn.
Þegar hún sat við hlið hans í
hljómleikasalnum, fannst henni
tónarnir á einhvern hátt auka á
hrifninguna á honum, og henni
var ljóst að hún var ástfangin.
Hvað höfðu þau sagt og gert?
Þau höfðu grett sig hvort fram-
an í annað yfir hinni háværu,
rússnesku tónlist, hlegið að litla
23. tbi. VIKAN 33