Vikan


Vikan - 05.06.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 05.06.1969, Blaðsíða 8
VIKAN brá sér á eina af samkomunum, sem haldnar voru í Tónabæ á liðnu vori fyrir aldrað fólk í höfuðstaðnum. Hér var um að ræða upphaf að skipulegri félags- og tómstundastarfsemi, eins ogtíðkast víða í nágrannalöndum okkar. Gamla fólkið undi sér vel og var þakklátt fyrir það, sem fyrir það var gert, eins og sjá má af svipmyndunum á þessum síðum. s viKAX 23 tbl- Á LIÐNU VORI hófst skipu- leg félags- og tómstundastarf- semi fyrir aldrað fólk í Reykjavík. Haldnar voru fjórar kynningarsamkomur í Tónabæ fyrir troðfullu húsi. Sitthvað var gert gamla fólk- inu til skemmtunar, á meðan það sat yfir kaffidrvkkju; kunnir andans menn fluttu ávörp, Sigurður Nordal, Tómas Guðmundsson og GuðmundTir Hagalín; Lárus Ingólfsson söng gamlar gam- anvísur og strengjakvartett úr Tónlistarskólanum lék. Undirtektir gamla fólksins sýndu þegar. að hér hafði verið hrundið í framkvæmd þörfu málefni. Margur hefur óskað þess, þegar árin færast yfir, að lífs- skeið hans hefði mátt vera öfugt: að hann hefði fæðzt. gamall. en endað ævidaga sína í blóma æskunnar. Ef til vill er bróunarskeið fiðr- ildisins æskilegast, eins og Sigurður Nordal drap á í ávarpi sínu: Fvrst er það púpa. síðan lirfa, en síðast litríkt fiðrildi, sem getur flögrað sviflétt meðal blóma. Sú kvnslóð, sem nú er kom- in á ellilaunaaldur, hefur sann- arlega ástæðu til slíkrar ósk- hyggiu. Hún hefur lifað örara breytingaskeið á flestum svið- um en nokkur önnur. Á ald-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.