Vikan


Vikan - 31.07.1969, Page 11

Vikan - 31.07.1969, Page 11
heldur tilbreytingalaust líf. Ég les jú blöð- in, og hlusta töluvert á útvarp, en sjónvarp sé ég sjaldan, enda fæ ég illt í augun ef ég horfi lengi á það.“ Kúnnunum var farið að fjölga á „núll- inu“, svo ég fór að hugsa mér til hreyfings, og eftir íburðarmikla myndatöku þakkaði ég fyrir og kvaddi með kurt og pí. Það var hætt að rigna, en ennþá var sami næðingurinn og mér varð hrollkalt um leið og ég kom upp á „yfirborðið“, svo ég ákvað að gera smá-hlé á „góðviðrisrabbinu" og hverfa aftur upp á VIKU. Þegar ég fór svo aftur á stjá nokkrum dögum síðar, var ég í mikið betra skapi, enda skein sólin í heiði, og bærðist varla hár á höfði. Leiðin lá beint niður í miðbæ, og lét ég alveg eiga sig að ferðast með ófreskjustrætó. Ég get ekki ímyndað mér að neitt sé skemmtilegra en að labba um mið- bæinn í góðu veðri á vorin, því þá er eins og allar fallegustu stúlkur í heimi séu komn- ar í pínupilsin og spóki sig í góða veðrinu. Það voru fleiri að spóka sig í góða veðr- inu þennan dag en stúlkur í pínupilsum. Við Útvegsbankann stóð lágvaxinn maður í hermannaskikkju, eða einhverju svoleiðis, og bauð vegfarendum frímerki til sölu. Það var enginn annar en nærri-því-þjóðsagna- persónan Pétur Hoffmann Salómonsson, riddari af Stóru Selsvör með meiru. É'g áræddi að ávarpa mikilmennið, og spyrja hvernig gengi. „Jú, elskan mín, það gengur ágætlega en ég verð aldrei milljóneri á þessu. En ef ég hefði nokkrar milljónir, þá væri ég sko ekki í vandræðum. Það er svo margt sem ég myndi gera, að þig myndi aldrei óra fyrir því. Það er sko stóriðja, sem ég er að tala um, væni minn. Og álarækt- Ég veit allt um það, enda gaf ég út bækl- ing um álarækt fyrir fáum árum. Já, það er ekki fyrir neina aumingja sem eru komnir af kaghýddum þrælum í 39 ættliði, að standa í svoleiðis. Svoleiðis fuglar eru þessir menn hér, sem ætla nú að fara að rækta mink, sem er ein skaðræðisskepna, og sem ætla að fara að hefja saltnám á Reykjanesi. Vita þessir draumóramenn og aumingjar ekki að það gæti gosið þarna út af Reykjanesinu hvenær sem er. Nei, það er sko álaræktin Framhald á bls. 34. Sessilíus: Búinn að vera við höfnina í 54 ár. Pétur Hoffmann, sjóræningi úr Selsvör: „Ekki fyrir neina aumingja komna af kaghýddum þrælum í 39 ættliði.“ „Ég flutti nú aðallega í bæinn fyrir drengina,“ sagði Jóhannes Guðjónsson. Jason á Hallærisplaninu vildi ekki lejda myndatöku. Jakob er ánægður með lífið og nýju hljómsveitina. 31 tbi. vikan II

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.