Vikan


Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 5
Viðleitni SÞ Aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, U Thant, hefur nýlega rætt um nýjar leiðir til að veita skiptum þjóðum, eins og Þýzka- landi, inngöngu í samtökin. Er ráðagerð „frænda" á þann veg að bæði Austur- og Vestur- Þýzkaland fái inngöngu en sem neðan mitti“. Hefur þetta dýr vakið mikla athygli að vonum, og nú þegar tapírinn hefur eign- ast afkvæmi hefur athyglin auk- izt að miklum mun, því unginn er ekkert annað en röndóttur, sem sjá má af myndinni. ein þjóð er hafi tvö atkvæði. Vandamálið er það að Bonn- stjórnin, sem á áheyrnarfulltrúa á Allsherjarþinginu, neitar að viðurkenna þessa hugmynd fyrr en Ulbricht lofar að vera al- merinilegri við þegna sína og leyfir þeim að rápa á milli lands- hluta. ☆ Þetta minnir okkur á söguna af zebradýrshjónunum, sem voru þannig, að hún var langröndótt og hann þverröndóttur og þegar þau juku við kyn sitt urðu zebrabörnin köflótt! ☆ Færri B-52 Helztu drápstæki Bandaríkj- anna í Viet-Nam hafa verið flug- vélar af gerðinni B-52, en þær eru með stærstu sprengjuflug- vélum sem til eru. Nú er svo komið að aðeins eru 42 slíkar vélar eftir í Indó-Kína og eru þær allar staðsettar í Thailandi, en áður skiptu þessar vélar hundruðum og voru um allt það iandsvæði. Engar árásarferðir eru lengur farnar frá Okinawa og Guam, því þær vélar sem voru á Okinawa eru farnar og þær 11 sem enn eru á Guam eru ein- göngu ætlaðar til að fleygia kiarnorkusprengium yfir íbúa heimsins þegar þar að kemur. Má geta þess að brezkt vikublað gerði nýlega könnun um trú fólks á kiarnorkustyriöldum, og kom í Þós að yngri lesendurnir, þ.e. þeir sem eru yngri en 35 ára, eru nær allir vissir um að 3. heimsstyrjöldin verði skollin á fyrir árslok árið 1972. Tilbreyting Kissingers Helzti ráðgjafi Nixons Banda- ríkjaforseta er Henry Kissinger, og þykir hann, af skoðanbræðr- um sínum pólitískum, hafa stað- ið sig vel í stöðu sinni. Það sem Henry þessi gerir skemmtilegast er að sitja í skrifstofu sinni 16 tíma á dag og þrælast í gegnum utanríkisvandamál, en það er hans „deild“. En nýlega gerði hann sér dagamun og skrapp til Los Angeles, til að njóta þar kvölds með leikkonunni Jill St. John, sem er með honum á myndinni. En daginn eftir var Henry, sem kallar sjálfan sig „Washington’s secret swinger“, kominn aftur í Hvíta húsið og farinn að fást við sína einu og sönnu ást: Utanríkisstefnu Bandaríkjanna. ☆ Zebratapír Venjulegir tapírar eru svartir, en í dýragarðinum í Kaupmanna- höfn hefur til skamms tíma ver- ið einn sem er tvílitur, þ.e. svart- ur að framan en hvítur „fyrir # vísur vikunnar Dans Margt í leyni má hér sjá, mest af glingri og prjáli. Meyjar sveinum anza á ásta fingramáli. Aumast alls Eitt er það sem mæðir mest mig í velgengninni; það er að eiga engan prest í ættatölu minni. Kristján N. Júlíus. 48. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.