Vikan


Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 32

Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 32
HEYRA MÁ Cþó tægra látíj OMAR VALDIMARSSON Jimi Hendrix: Átti þá ósk heitasta að sérstök tegund tónlistar, sem hann ætlaði að skapa sjálf- ur, yrði kennd við hann. Ó A1 „blinda uglan“ Wilson: Barðist fyrir verndun alls gróðurs og náttúruverðmæta. Dó í svefn- poka í trjágarði. Brian Jones: Hætti í Stones til að fara sínar eigin leiðir. Honum tókst það. ♦ Janis Joplin: Síðasta kvöldiS sem hún lifSi söng hún lagið „Buried Alive“ inn á nýja LP-plötu, og hefur það nú verið ákvcðinn tltill á þá plötu. Janis var „grafin lifandi". Brian Jones, Jimi Hendrix, Janis Joplin og Al Wilson eru öll dáin. Við höfum hrokkið illilega við í hvert skipti sem við höfum heyrt þessar fregnir og ekki að ástæðu- lausu, því öll voru þau með áhrifa- mestu einstaklingum poppheimsins. Brian Jones var með Rolling Stones frá byrjun og þar til í fyrrasumar, er hann hætti rétt fyrir dauða sinn. Jimi Hendrix var einn villtasti og bezti gítarleikari sem uppi hefur verið. Janis Joplin var blues-söng- kona, af mörgum talin eina hvíta manneskjan sem nokkru sinni gat sungið blues með tilfinningu, hinni réttu blues-tilfinningu. Al Wilson var gítarleikari Canned Heat og helzta tónskáld þeirra. Hann samdi og söng tvö þeirra laga sem hljóm- sveit hans gerði vinsæl, „Going up the country" og „On the road again". Dánarorsök þeirra allra var sú sama: Þau drápu sig á eiturlyfjum öll fyrir misgáning. Öll fíkni- og eiturlyf eru misgáningur, hvað sem þau heita. Öll fjögur voru dáð og hafin upp til skýjanna. Janis Joplin lýsti því vel er hún sagði: „Eg held að fólk ætlist til þess að ég eyðileggi sjálfa mig. Ef fólk nýtur þess betur að hlusta á mig á meðan ég er að því þá er mér sama." Ljóðið hér á eftir er eftir Jónas Friðrik, og er bæn aðstandenda eit- urlyfjaneytandans. Það heitir „Tár í tómið" og var á plötu Ríó-tríósins sem út kom í sumar. Bárur þér fleygja um bölsins haf, brotið hvert skip sem þér lífið gaf. Unz eiturbylgjan við auðnarland að endingu grefur þitt lík í sand. Og öll mín tár, til einskis þau í tómið renna. Mín ör og sár, til einskis svíða þau og brenna En verst er þó að vita ei hverju er um að kenna. Við áttum drauma og ást og trú, en eitthvað brást og þú reikar nú um villustræti, um voðans borg, það er verra en dauði og þyngra en sorg. Og öll mín tár . . . Þú grætur oft en ég get svo fátt. Ég gaf þér allt — það var samt of smátt. Eitrið þig bindur í báða skó og blóð þitt hrópar, fær aldrei ró. Og öll mín tár . . . Þeir hirða þig stundum og hringja í mig og heimta að ég komi að sækja þig. Þúr ert örvita af kvölum, og allt mitt þor, mín orka og líf fer í þessi spor. Og öll mín tár . . . Á sjúkrahús fórst og er send varst heim, þeir sögðu þig fríska, við trúðum þeim. Þú hlóst og söngst, en þú hlærð ei meir — það hryggir ei neitt eins og von sem deyr. Og öll mín tár . . . Bárur þér fleygja um bölsins haf, brotið hvert skip sem þér lífið gaf. Unz eiturbylgjan við auðnarland að endingu grefur þitt í sand. Öll mín tár, til einskis þau í tómið renna. Mín ör og sár, til einskis svíða þau og brenna. En verst er þó að vita ei hverju er um að kenna. 32 VIK'AN 48. tbi. TÁR í TÓMIÐ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.