Vikan


Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 33
Axel Einarsson og Pétur Pétursson: Tekst þeim að koma Tilveru af staS á ný? HVAÐ VERÐUR UM TILVERU? Um þessar mundir á að koma út fyrsta tveggja laga platan með Til- veru, en eins og lesendur muna fór hljómsveitin til Danmerkur í sumar og hljóðritaði 6 lög þar í landi. Lög- in á þessari fyrstu plötu heita „Kalli sæti" og „Ferðin"; bæði hafa heyrzt hérlendis áður — i sjónvarpsþáttum. Þá er ætlunin að koma annarri plötu út fyrir jól og þeirri þriðju einhvern- tíma eftir áramót, og fór Axel Ein- arsson, gítarleikari og tónskáld hljómsveitarinnar til Kaupmanna- hafnar fyrst í mánuðinum til að ganga frá endanlegri „mixingu" á upptökunni, en í sumar gafst ekki næugr tími til þess. Þeir félagar buðu mér að hlusta á upptökuna fyrir nokkrum vikum síðan og til að segja alveg eins og er, þá er ég stórhrifinn. Að vísu háði það nokkuð ánægjumöguleik- um að umrædd mixing var heldur misheppnuð, en ef litið er yfir „bráðabirgðagallana", þá má mjög vel við una. Öll eru þessi lög eftir Axel, og hefur hann nú sannað og sýnt í eitt skipti fyrir öll að hann er mjög liðtækur lagasmiður, gítarleikari og söngvari, og ég vil ráðleggja fóiki að leggja mjög vel við hlustirnar þegar þar að kem- ur, því hann getur líka sungið eins og engill. Hann er svolítið sér- kennilegt tónskáld: lög hans hafa öll yfir sér sérstakan blæ og út- setningar sömuleiðis. I einu laganna, á 2. plötunni, er notast við stálgítar, og er það enginn annar en gítarleik- arinn úr Savage Rose, sem þar er að verki. I öðrum útsetningum ber vitaskuld töluvert á gítar, og þar kemur mjög greinilega í Ijós hvern- ig gítarleikari Axel er: „Sound" hans er málmkennt og á stundum virkar leikur hans á mann eins og víraflækja. Þetta á þó alls ekki að vera niðrandi, þvert á móti. Ljóð- skáld er hann aftur á móti ekki stór- kostlegt. Hvað hljómsveitina sjálfa varðar, þ.e. Tilveru, þá er ekki enn útséð um örlög hennar. Þrátt fyrir að Olaf- ur Garðarsson, trommuleikari hafi lýst því yfir í sumar, eins og les- endur muna, að hann væri mjög ánægður í Tilveru, hætti hann innan tíðar og aekk í Trúbrot. Það er tæp- lega hægt að lá honum það og I Trúbroti nýtur hann sín vel. En eftir að hann fór voru þeir aðeins þrír. Gunnar Jökull var lífið að gera þessa dagana og því æfði hann með þeim bar til hann fór til Svíþjóðar, en þegar þetta er ritað er hann nýlega kominn aftur, og leizt ekki á Sví- þjóð. Og eftir að Gunnar fór hætti Jó- hann Kristinsson, bassaleikari, gafst hreinlega upp á þessu brasi öllu og sneri sér að Tónlistarskólanum af fullum krafti. Þar með voru þeir Axel og Pétur Pétursson, orgelleik- ari aðeins tveir eftir og svo er enn, en sennilega hefur nú verið gengið frá því endanlega að Olafur Sigurðs- son, trommuleikari Pops, gangi í Tilverfu. Bassaleikaralausir eru þeir enn, og í hæsta máta ólíklegt að Sigurjón Sighvatsson hætti í Ævin- týri til að ganga í Tilveru, enda hefur Björgvin Halldórsson sagt að ef einhver úr hans hliómsveit hætti, myndi hún leggjast niður um leið, sama hver þeirra fimmmenninga það væri. Maður skvldi halda að þeir Pétur og Axel, sérleqa þó sá síðarnefndi, væru orðnir þreyttir á bessu eilífa streði, sem sáralítinn áranour hefur borið, en Tilvera hefur aldrei náð sér almennilega á strik á rúmum eins árs ferli sínum. Sífellt hefur „eitthvað stórt" átt að ske en aldrei hefur orðið neitt úr neinu — fyrr en þessar plötur koma á markaðinn. Ég sourði Axel hvort honum fyndist hann ekki vera misheopnaður. „Nei," svaraði hann, ,.bví ver sem aengur, bví meiri trú hef ég á sjálf- um mér." Fins oa kom fram í viðtalinu sem birtist við þá í bættinum í sumar, þá fást þeir töluvert við stjörnu- speki, og það hefur síður en svo fiarað út. Sennilega er það óbilandi trú þeirra Axels og Péturs á því að þeir séu fæddir í það hagstæðum stjörnumerkjum, sem heldur þeim saman. Þá vilja þeir einnig meina að þeir hafi svo sem getað vitað það fyrirfram að þeir Ólafur og Jó- hann myndu hætta: ,„Þeir hafa yfir- gefið okkur," segja þeir. Hvernig sem fer, þá á Tilvera það skilið að njóta loks nafnsins, og það er trú mín, að ef Axel hefur teikzt vel upp í „mixingunni", þá nái þeir sér á strik. ^Hljómplötu gagnrýni miMR Önnur plata Mána frá Selfossi kom út um sl. mánaðamót, en fyrri plata þeirra kom út í vor og var skemmtileg af fyrstu plötu að vera. Þessi síðari plata þeirra er einnig tveggja laga, en stenzt ekki sam- anburð við hina. Til þess er hún ekki nægilega frískandi og frum- leg. Mánar hafa greinilega ekki ætlað sér að láta það sama henda sig á ný, þ. e. að láta þann möguleika liggja opinn að þessi plata væri gamaldags og ekki í takt við tímann. Því hafa þeir reynt að útsetja lögin í framúrstefnustíl, en ekki tekizt. Framúrstefnan svokallaða hefur orðið til fyrir það að tónskáldin hafa fundið sig knúð til að setja hugrenningar sínar saman í tónverk, en Mánar hafa aftur á móti fundið sig knúða til að setja framúrstefnulög á plötuna, og því má segja að þessi plata nái of langt. Á ég við að þeir hafa reist sér hurðarás um öxl og gert meira en þeir gátu. Þó er margt skemmti- legt á þessari plötu og skulu Mánar viðurkenndir fyrir það — svo og annað sem þeir hafa gert gott. Á A-hlið er lagið (sem ég hefði frekar sett á B) „Þú horfin ert“, þó það heiti á plötunni sjálfri „Þú ert horfinn“. Það er rólegt, eða í moderate-tempói, og njóta Mánar engrar utanaðkomandi aðstoðar sem er vissulega virðingarvert, þetta eru því Mánar eins og þeir koma fyrir. Að mínu viti frekar hefðu þeir átt að flytja lagið með kassagíturum og einhverjum léttum ásláttar- og blásturshljóðfær- um, t. d. flautu. Það hefði að vísu krafizt þess að laginu yrði breytt örlítið, en höfundi þess, Ólafi Þórarinssyni gítarleikara Mána, hefði áreiðanlega ekki orðið skotaskuld úr því. Hann syngur sjálfur og gerir það ágætlega, en Jónas Friðrik gerði ljóðið og er það frekar slælegt. Hinum megin er „Frelsi!“ eftir Ólaf með texta eftir Ómar Ragn- arsson. Það er helzt í þessu lagi sem þeir skjóta of hátt yfir markið og lélegur textinn gerir lítið til að bæta við óviðunandi framsetn- ingu söngsins. Hljóðfæraleikur er góður og er víst að Mánar voru heppnir að fá Ragnar Sigurjónsson við trommurnar. Ólafur er ágætis gítarleik- ari en virðist eitthvað óstyrkur, sérstaklega á A-hlið. Smári Kristj- ánsson er lipur bassaleikari, en orgelleikarinn, Björn Þórarinsson, hefur tekið miklum framförum frá síðustu plötu; hefur fjörgast mikið. Upptaka er þolanleg og skemmtilegt að heyra sungið í gegn- um „lesley“ í „Frelsi“. Pressun er ágæt og umslag skemmtilegt en mynd Diðriks Haraldssonar hefði mátt fylla út í alla framsíðuna. S.G.-hljómplötur gáfu út. 48. tbi. YIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.