Vikan


Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 50
allt er svona þurrt og sárt. — Nei, þér hafið ekki gagn- rýnt. Þér sitjið einmitt hérna og skýrið frá leyndustu leyndar- málum yðar hans vegna, en lát- ið sem yður detti þetta sjálfri í hug, sem ég ráðlagði yður. Það gæti sært hann, ef hann réði það af þessum leiðbeiningum, að þér hefðuð kvartað yfir van- mætti hans við mig helzt til ber- um orðum. — Þar hafið þér eflaust lög að mæla. — Semsagt — yður dettur þetta sjálfri í hug, og svo skal ég sjá yður fyrir lyfi við þurr- leikanum, og þá munuð þér komast að raun um að allt fell- ur aftur í ljúfa löð. — Hvað er það eiginlega, sem þér haldið að gangi að mér? — Ekki neitt alvarlegt. SÍg býst við að athuganir mínar sanni að breytingatímabilið sé að hefjast. Þetta kemur allt heim við það — og sem betur fer er auðvelt að ráða bót á því. — Er það oft sem þér fáið svipuð tilvik til meðhöndlunar? — Já, því megið þér trúa. — Það róar. Eg' hef talið sjálfri mér trú um að ég væri alger undantekning og aðrar hefðu ekki yfir neinu að kvarta, hvað það snertir — og það hef- ur verið svo hræðilegt. Og ég gat ekki haft orð á því við manninn minn — hann hefur hlotið svipað uppeldi og ég — maður talar yfirleitt ekki um þessháttar — það á allt að ganga eðlilega af sjálfu sér. — Hafið þér ekki heldur minnzt á það við neina af vin- konum yðar? — Ég hef verið að hugleiða það — en ég hef ekki reitt mig á trúnaðinn —- ef slík vinkona færi yfir strikið í samkvæmi, þá gæti hún orðið óvarkár — fólk hefur svo mikla ánægju af söguburði. Fæ ég hormóna líka? — Athugunin og sérstök frum- rannsókn sker úr um það, en henni lýk ég á meðan þér eruð að klæða yður aftur, og ef hún sýnir að slímhúðin í skeiðinni sé viðkvæm um of -— eða van- nærð ■—■ þá fáið þér hormóna- viðbót og einnig vissar töflur, sem þér stingið upp í skeiðina. Það ræður áreiðanlega bót á þornuninni. Og þar að auki læt ég yður fá krem, sams konar krem og ég ber á skoðunar- hanzkann minn; það er glært eins og vatn, veldur ekki nein- um blettum og þénar að öllu leyti sama tilgangi og slímvökv- inn, sem kom af sjálfu sér á með- an þér voruð yngri. ☆ HÁRIÐ f KÓPAVOGI Framhald af bls. 25. Shaphiro kynnti þá fyrir Galt MacDermot, rúmlega þrítugum Staten Island-búa með burstaklippingu og konu og 4 börn á fram- færi sínu. MacDermot virtist akkúrat vera fulltrúi þess sem þeir Rado og Ragni vildu gagnrýna í leiknum sínum, en tónskáldið hafði óskaplega hæfileika og ást fyrir þeirri tónlist sem þeir félagar voru að leita að. Innan 36 tíma hafði hann lokið við 6 lög og komið með óteljandi hugmyndir í sambandi við leikinn sjálfan. Fjórum dögum síðar var söngleikurinn „HAIR“ tilbúinn, tónlist og texti. Söngleikurinn var settur á svið, en eng- inn vissi vel hvernig átti að taka honum. Þetta var hlutur sem aldrei hafði verið reyndur áður: Ótrúlega frjálslegt, minnst 25 leikarar, poppmúsík og að auki um krakka- hóp sem nýtur þess eins að brenna her- kvaðningarspjöld (draft lards), reykja cannabis og njóta vægast sagt nokkuð óform- legs ástalífs. Framleiðendur og leikstjórar voru margir hverjir mjög hrifnir, en efuð- ust um sölugildi leiksins, og aðrir voru mjög á móti honum fyrir fjögurra stafa orðin, sem eru töluvert algeng og að auki er ekki beint hægt að segja að leikurinn sé mjög hliðhollur „establishmentinu". En þá kom til sögunnar Joseph nokkur Papp, sem ákvað að taka „Hárið“ og ákvað að nota það til að byrja Shakespeare-hátíð New York, sem hann stóð fyrir að nokkru leyti. Þar Var „Hárið“ sýnt í 8 vikur fyrir fullu húsi, en að þessum 8 vikum liðnum vissi enginn hver átti að fara með leikinn. En Michael Butler, ungur og aðlaðandi milljóneri frá Chicago, hreifst svo að leikn- um, að hann ákvað að halda honum gang- andi hvað sem það kostaði. Hann leigði und- ir leikinn diskótek í miðborg New York — og í húsi sem átti að rífa við fyrsta tæki- færi. Butler keypti allan rétt af Papp, og gaf höfundunum leyfi til að endurskrifa verkið á allan þann hátt sem þeim sýndist, auk þess að fá nýjan leikstjóra, Tom O1 Horgan, til að gefa verkinu meiri dýpt og vídd. Vinn- an hófst, og þann 29. apríl árið 1968, var. „HAIR“ flutt í Biltmoreleikhúsið á Broad- way. Það kvöld datt engum í hug að „HAIR“ yrði það sem það er í dag, en gagnrýnendur voru á einu máli um að það boðaði tíma- mót í bandarísku — og alþjóðlegu — leik- húslífi, og að Broadway myndi aldrei aftur verða eins og það var. Nú er „HAIR“ sýnt á 27—30 stöðum í heiminum, í Bandaríkjun- um einum eru sýningar í 9 helztu borgum landsins, og um alla Evrópu (meira að segja í Belgrad) er verið að sýna ,,HÁRIГ. Ekk- ert leikhúsverk hefur öðlazt slíkar vinsæld- ir og í London einni er áætlað að hálf önn- ur milljón manna hafi séð leikinn. Mörg kvikmyndafélög hafa boðið allt að 1 milljón dollara fyrir réttindin til að kvikmynda leik- inn. Michael Butler hefur mjög tæplega tap- að á þessu fyrirtæki sínu, sem hann var áð- ur skammaður fyrir að leggja út í. „Við erum alltaf að breyta leiknum eitt- hvað,“ segir Gerome Ragni, annar höfund- anna, sem leika aðalhlutverkin í Broadway- sýningunni. „Við getum, ef okkur sýnist svo, skotið upp kollinum í hvaða leikhúsi sem er í heiminum og leikið hlutverkin. Það er aUt í samningum. En það er ótrúlegt að við ger- um það, því við erum að byrja á nýju leik- riti.“ „Ef við skrifum annað leikrit fyrir Broad- way-sýningu,“ bætir Rado við, „þá gerum við það á allt annan hátt en þetta. Þá verð- um við að gera það samkvæmt nýjum regl- um, ekki reglum sem allir hafa talið sér skylt að fylgja hingað til. Svona siðvenjum, þú veizt.“ Ef ekkert lát verður á aðsókninni, getur vel farið svo að þeir verði að brjóta eigin siðvenjur. ó.vald. tók saman. HARIÐ [ KOPAVOGI, TEXTflR Framhald af bls. 27. Vindanna þytur þrumunnar dynur glampinn í ástfangnum augum mig ber. Ofan í svaðið upp í glithafið þar sem að augað sannleikann sér. Benda mér leið barnanna andlit. Benda mér leið bros þeirra hýr. Eiga þau svarið andlitin ljúfu? Hvi veit ég ei hvers vegna ég lifi og dey? Vindanna þytur þrumunnar dynur glampinn i ástfangnum augum mig ber. Ofan í svaðið upp í glithafið þar sem að augað sannleikann sér. Hvað ræður för? Finn ég slög hjartans hvað ræður för fálmandi hönd. Hvers vegna er ég? hvaða leið fer ég? É'g veit ei hvar . . . ég vil fá svar.... Hvar fær ég svar (blóm, seg mér hvar fær ég svar seg mér hvað ræður Seg mér hvar seg mér hvað seg mér hvar seg mér hvað seg mér hvar festar, frelsi, hamingja) för. (blóm) (festar) (frelsi) (hamingja) (blóm, festar) Sem ótal augu (Good morning, Starsíhine) Sem ótal augu sjá enn tindrið þið. Á himninum, halló en hér tindrum við. Sem ótal augu bjóði öll góðan dag meðan við ástin mín tvö að morgni syngjum okkar lag. Gliddi gljúp gljúpi nibbi nabbi núpi la la ló ló. Sabba sibbi sabba núbi aba naba le le ló ló. Túbi úbi vala múbi aba maba morgni syngjum okkar lag. Syngjum við lag raulum við lag syngjum við lag. Elskum við lag hlæjum við lag syngjum við lag. Syngjum sönglag sönglum synglag syng-syng-syng-jum söng-söng-söng-lag. Leyfið sólargeislum . . . (Let the sunshine in/The flesh failures) Við sveltum að sjá hvert annað vanta loft göngum um vetrarkápum reigð íklædd þef úr efnaglösum afsprengi feigrar þjóðar sem elst á pappírs- ímyndun flækt í nýjan lyfjaveg, í tálsýn einmana sönglaga. Leikur geimsöngvar á köngullóargítara lífið er kringum þig og í þér það kemur svarið sem ég færi, kæri. Leyfið geislum sólargeislum að gægjast inn . . . (endurtekið eins oft og hverjum sýnist). ☆ 50 VIKÁN «■ tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.