Vikan


Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 11

Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 11
• Papillon var minniháttar glæpamaður í París og fékk kenningarnafn sitt af fiðrildi, sem hann hafði flúr- að á sig neðan við hálsmál. • Nú er hann kominn í bókmenntasöguna. Bókin, sem hann skrifaði um hinar mörgu flóttatilraunir sínar frá fanganýlendunni í frönsku Gvæönu, þar sem honum var ætlað að dúsa alla ævi, er orðin heimsbók- menntir. v • Gagnrýnendurnir hefja hann til skýjanna. Milljón eintök hafa selzt í Frakklandi einu. Bráðum verður bókin kvikmynduð með Belmondo í aðalhlutverki. tiu og tvo mánuði. Á þeim tíma talaði hann alls fjögur orð við aðra mannlega veru. Fé- lagsskap hafði hann þá ekki annan en eitr- aðar köngulær og þúsundfætlur, sem féllu niður á hann gegnum grindaþakið á nótt- unni. Stundum bitu þær hann og fékk hann af því hitasótt. Að hann hélt heilsu og söns- um þennan tíma var einkum því að þakka, að hann kom sér upp þjálfunarkerfi fyrir bæði huga og líkama, og þjálfaði sig sam- kvæmt þvi í átján tima á sólarhring. Hann neitaði að gefast upp. Sú flóttatilraun hans sem loksins heppn- aðist var sú níunda í röðinni. Þá lét hann sig reka til meginlandsins á tveimur saman- bundnum pokum með kókoshnetum. Hann var á reki í sextíu klukkustundir, skað- brenndur af sólinni og bjóst á hverju andar- taki við að finna einhvern hákarlinn klippa af sér fæturna. En hann komst á land í Gvæ- önu og siðan til Venesúelu, þar sem hann um síðir fékk aðstöðu til að byrja nýtt líf. Nú hefur Papillon skrifað bók um ævin- týri sín. Bók sem hefur komið út í Frakk- landi í nærri milljón eintaka, og hefur eng- in bók önnur náð slíkri útbreiðslu þar nema Biblían. Bókin hefur aukheldur verið þýdd á fjölda tungumála og víðast verið með þeim efstu á sölulistanum. Útbreiðslu sína á bókin ekki hvað sízt að þakka öllum æv- intýrunum, sem þar segir frá, og afhjúpun þeirrar hryllilegu meðferðar, sem fangarnir á refsinýlendum Frakka í Vesturheimi voru látnir sæta. Það var fyrst 1955, að bannað var að flytja refsifanga þangað vestur. Vinsældir bókarinnar stafa þó líklega engu síður af Papillon sjálfum, þessum óvenju litríka persónuleika, sem lesandinn kynnist smátt og smátt. Hann er ótrúlegur maður, sem heldur út hvers konar ógnir og ríg- heldur sér í lífið fullur ástríðu, gleði og hræðilegs haturs. Hann skynjar tilveruna af óslitinni skerpu í öllum sveiflum hennar, allt frá dýpstu niðurlægingu í dýflissum landa sinna til exótískrar sælu Indíána- þorpsins. Jafnvel ströngustu gagnrýnendur hefja til skýjanna lifandi, mergjað málið í bók Hen- 48. tbi. VIKANll

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.