Vikan


Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 8
SÉRA GUNNAR ÁRNASON SEGIR í RITDÓMI UM BÓKINA: „ . . . Klippmyndir Birte Dietz eru prentaðar af mikilli snilli í mörgum litum í Hollandi ... Ég er ekki list- fræðingur en ætla bað nokkurt mark um kosti þessara mynda. að þær Komu mér fyrst hálf framandlega og þó forneskjulega fyrir sjónir, en þeim mun oftar sem ég leiði þær augum finnst mér þær efnismeiri og margar blátt áfram heillandi. Táknmál þeirra verður ekki lesið í einni sjónhending né skýrt umhugsunar- iaust, á bak við allar liggur mikil saga. Og allar eru þær meira og minna fagrar, hver á sinn hátt . . ." FÆST HJÁ NÆSTA BOKSALA HILMIR HF., SKIPHOLTI 33, PÖSTHÖLF 533, SÍMI 35320, REYKJAVlK FALLEG MYNDABÖK í ALÞJÓÐAÚTGÁFU BIBLÍAN RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA á L REYMI i Svar til einnar óþreyju- fullrar í Keflavík: Þetta er hagstæð’asti draumur sem viff höfum séff langa lengi, og því er ekkert aff óttast fyrir þig. Þessi ákvörffun sem þú hef- ur tekið nýveriff mun verffa þér mjög til góffa og ef má marka þennan ðraum, á lániff eftir að leika viff þig. Þessi vinur þinn mun sennilegast lenda í ein- hverjum vandræffum, en þú verffur til aff hjálpa honum. Ein- hverjar góffar fréttir færffu og lífiff blasir viff þér á ný. P.S. Það kostar ekkert, bara aff nafn og heimilisfang fylgi. Fastar útí mýri Kæri draumráðandi! Mér fannst sem ég væri í kaup- stað með pabba og vinkonu minni. Þegar við vorum komin á leiðarenda, lagði pabbi bílnum í stæði og sagði við mig: „Jæja, nú mátt þú keyra.“ En um leið og hann fór út, vatt vinkona mín sér undir stýr- ið og sagði: „Þú getur ekkert keyrt!“ Síðan ók hún af stað og fannst mér þá við vera komnar út í mýri eða fen og var mjög dimmt yfir öllu. Á endanum festi hún bílinn þar. Við fórum eitthvað að vandræðast yfir því hvernig við ættum að losa hann og tókum loks það ráð að taka hann í sundur og man ég að ég hélt á kælinum. Við ösluðum yf- ir mýrina í leit að hjálp og þá komum við að stórum dyrum. Þar fyrir utan fannst mér allt vera bjart og fallegt og taka við græn tún. Þar sá ég stóra heysátu sem ég fór á bak við, og hitti þar strák sem ég var með lengi. Nú er það allt búið og við erum svarnir óvinir. í stað þess að biðja hann um hjálp fór ég að kyssa hann og faðma, en fannst nokkuð óeðlilegt að hann var með munninn fullan af heyi, sem ég varð auðvitað að taka út úr honum. En þegar ég leit upp sá ég að vinkona mín lá uppi á heysát- unni og önnur stelpa, kolsvört, við hliðina á henni, og horfðu þær á okkur. Draumurinn varð ekki lengri. Með fyrirfram þakklæti. Ein utan af landi. P.S. Hvernig er skriftin? Þessi draumur boffar þér ein- hvers konar happ, en má þó bú- ast viff því aff þaff verffi heldur skammvinnt, þar sem einhverjir ótryggir vinir þínir sýna þér fláræði og því skaltu vara þig á öllu sem þú tortryggir. En ákveffiff atriffi í þessum draumi bendir til þess að hjónaband þitt verffi farsælt og frjósamt. P.S. Skriftin er falleg, en í guðanna bænum hættu að rugla saman Iitlum og stórum stöfum. Símtal Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig dálítið einkenni- legan draum sem ég er viss um að boðar eitthvað en ég get ekki gert mér grein fyrir hvað það er. Ég vil taka það fram að mig hefur ekki dreymt þetta fólk áð- ur, nema systur mína. Ég var stödd í herbergi sem ég kannast ekki við í vöku og var ég að tala í síma við systur mína sem heitir E. Til hliðar við mig sat föðursystur mín sem heitir A.H., en hún er látin fyr- ir nokkrum árum síðan. Fannst mér hún líta mjög illa og veik- indalega út, en ekki töluðumst við neitt við. Ekkert man ég úr samtali okkar systranna annað en eftirfarandi: Systir mín: — Það er búið að veita stöðuna. Ég: — Hverri? Systir mín: — Ö. Ég: Ö.S.? (Sú stúlka er til og er dótturdóttir föðursystur minnar). Systir mín: Nei, ömmu hennar (og í draumnum þóttist ég viss um að það væri föður- amma stúlkunnar). Varð ég mjög hissa yfir þessu, en draumurinn varð ekki lengri, en það einkennilega er að ég veit að föðuramma Ö.S. heitir líka A, þó ég viti ekki föður- nafnið. Nú langar mig að vita fyrir hverju það er að dreyma þrisv- ar sama nafnið og hvort það boðar gott eða illt að dreyma nafnið Anna. Svo vil ég auðvit- að ráðningu þína á draumnum. Með fyrirfram þakklæti. D.P. Satt aff segja gerum viff okkur ekki fyllilega grein fyrir þessu máli meff frænku þína, föffur- ömmu stúlkunnar og allt þaff. En þaff er trú okkar aff þessi draumur sé þér fyrir einhverj- um lítilsháttar erfiffleikum, og þá frekar andlegum en líkam- legum. Á ég viff að þú hafir á tilfinningunni aff vissir hlutir séu eitthvaff öffruvísi en raun er á og mun þaff aff öllum líkind- um taka þig nokkurn tíma að átta þig. Enginn skaði verffur þó af þessu, nema mjög smávægi- leg fjárútlát. Þaff er heldur leiffinlegt aff dreyma nafniff Anna . . . 8 VIKAN «. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.