Vikan


Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 20

Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 20
’ ’Það er erfití en mér líður < Sjúklingurinn er um fimm- tugt, snyrtilega klædd, það er auðséð að henni er það kapps- mál að líta vel út; hárið er vei hirt og eilítið tekið að grána, andlitið vingjarnlegt og það vottar fyrir feimnislegu brosi, hún er í meðallagi á hæð, í meðallagi holdug. Hún fálmar svolítið vandræðalega ofan í litlu handtöskuna sína og dreg- ur upp tilvísunarseðilinn. Þar er ekki um miklar upp- lýsingar að ræða — seinna skil ég hvað veldur. Þar stendur einungis: taugaveiklun, þreyta. Ath. sjúkdómur í lífholi. — Já, læknirinn skrifar að þér séuð taugaveikluð og þreytt, og að hann hafi grun um, að þér kunnið að þjást af einhverj- um sjúkdómi í lífholi. — Það er erfitt að koma orð- um að því, en mér líður ekki vel — ég er ekki fyllilega eins og ég á að mér. —- Við Skulum þá byrja á byrjuninni. Hafið þér nokkurn tíma þjáðst af alvarlegum sjúk- dómi? Nei, ég hef aldrei legið í sjúkrahúsi. Hvenær höfðuð þér fyrstu tíðir? —• Þegar ég var ellefu ára. Þær voru allákafar og óreglu- legar fyrst, en frá því ég varð 17 ára, hafa þær verið reglu- bundnar svo ekki skeikaði, nema að undanförnu. — Og á meðan þær voru eðli- legar, blæddi þá yfirleitt 4—5 daga með fjögurra vikna milli- bili, talið frá byrjunardegi til byrjunardags? — Já. Það gat þó dregizt eins og í hálfan mánuð, ég man til dæmis að það var þannig í eitt skipti, þegar við yorum í sum- arleyfi á meðan við vorum trú- lofuð. — Og það hefur kannski dreg- ið úr ánægjunni af sumarleyf- inu? Já, ég varð sannarlega hrædd. Það vottar sem snöggv- ast fyrir blíðlegu brosi á andlit- inu, sem annars ber alvörusvip. En það hefur ekki haft neinar afleiðingar? — Nei, guði sé lof, við vorum þá bæði við nám það hefði verið hræðilegt. — Já, það gætu vist allir, sem vilja vera hreinskilnir, haft svipaða sögu að segja — að minnsta kosti flestir af okkar kynslóð, sem naut ekki öryggis getnaðarvarnartöflunnar. En þetta fór semsagt vel, og síðan hafið þér eignazt óskabörn. Hve mörg? — Við eigum þrjú yndisleg börn, pilt, stúlku og pilt, 17, 15 og 13 ára. — Voru það erfiðar fæðing- ar? — Já, bæði þau yngri voru í stærra lagi, og ég var klippt og saumuð. — En það hefur ekki bagað yður neítt eftir á? — Nei — það er að segja, saumarnir ollu mér talsverðuni sársauka fyrst á eftir. — Hélzt það lengi? — Nei, kannski í nokkra mánuði — en það kom ekki að sök, því að maðurinn minn var svo tillitssamur a allan hátt. — Hefur yður leystst höfn? — Það held ég ekki, en það var einu sinni fyrir um það bil þrem árum, eftir að tíðirnar voru farnar að verða dálítið óreglulegar, þær féllu nær alveg niður í næstum tvo mánuði — ég varð ákaflega hrædd, því að íbúðin og efnahagur okkar leyf- ir ekki meira en þessi þrjú ynd- islegu börn — en þá fékk ég allákafar blæðingar með stórum lifrum og talsvert sárum verkj- um — en í næsta skipti var allt með eðlilegu móti. — Það eru semsagt síðustu þrjú árin, að tíðirnar hafa ver- ið nokkuð óreglulegar? — Já, það hefur blætt meira og með lifrum og svo er oft lengra á milli. Á stundum hef ég tíðir tvisvar sinnum í mán- uði, og síðast, fyrir viku, byrj- uðu þær tíu dögum of fljótt. Kennið þér sársauka í líf- holinu? — Nei, ekki get ég sagt það. — Ekki annars staðar heldur? - Jú, gigtarverkir gera vart við sig við og við — og dálítil óþægindi í fingraliðunum á morgnana — og strengir í vöðv- unum aftan á hálsinum — ég hef fengið nuddaðferð við þeim — að öðru leyti er það í lagi. — Er allt í lagi í sambandi við hægðirnar og þvagið — og hjarta og lungu? — Hægðirnar eru á stundum helzt til tregar, og eins þarf ég oft að kasta af mér vatni. Eg er ekki með neina samkvæmis- blöðru — og enn bregður fyrir feimnislega brosinu -—- en því

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.