Vikan


Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 7
að landbúnaðarvörur þurfi ekki að fylgja með í hækkuninni? HES hefur að vísu fundið ráð- ið, nefnilega að verðið skapist af framboði og eftirspurn, standi í stað eða jafnvel lækki ef framboð er meira en eftir- spurn. Myndu verkamenn og iaunþegar vilja sætta sig við slíkt fyrirkomulag? Myndu verkamenn og launþegar t. d. í Reykjavík sem voru þúsundum saman atvinnulausir sl. vetur, hafa verið vel liðnir hjá verka- lýðsforustunni, ef þeir hefðu boðið þjónustu sína langt undir kauptaxta? Ég hygg ekki. HES segir: „Stjórnarvöldin eiga vit- anlega að taka í taumana, og láta bændurna ekki eina um að ákveða sér kaup“. Fáfróður er þessi maður, ef hann veit það ekki að í fjöldamörg ár hefur starfað hér í landinu nefnd manna sem á hverju hausti hef- ur ákveðið verð landbúnaðar- afurða. Og mareoft hafa bænd- ur orðið að sætta sig við stjórn- skipað verð fyrir afurðir sínar, sem sannarlega hefur ekki ver- ið þeim hagstætt. HES talar mikið um skipulagningu. Víst er hennar þörf. En reynslan hef- ur nú sýnt, að bændur vilja ekki síður en aðrir fylgjast með tímanum í notkun véla, og þess vegna gæti verið að það væru aflapðar vélar sem hafa gengið svo í au»un á HES, að hann hef- ur ályktað. að bændur spilltu vélakosti sínum með hirðuleysi og vanþrifum. HES segir að landbúnaðurinn sé „vandræðabarn" þjóðarinnar. Þetta sagði Nobelsverðlauna- skáldið okkar fyrir 20 árum, svo að ég get nú varla farið að snupra HES fyrir það sama. Hitt er svo annað mál, að hver vitiborinn maður ætti að vita, að þetta eru öfgar og þær ekki svo litlar. Er ekki búið að fella gialdmiðilinn 4 sinnum á þess- um áratug? Og hvenær hefur það verið gert til þess að bjarga landbúnaðinum? Hefur ekki víxlhækkun verðlags og kaup- gjalds einmitt stafað af þessum orsökum og hvers vegna vill svo HES taka landbúnaðinn einan fvrir og „kenna honum alla klækina"? Að landbúnaðurinn sé ekki lengur „neinn undir- stöðuatvinnuvegur" eins og HES kemst að orði ætla ég ekki að meta hér. En trúlega myndi HES og öðrum þykja fara að þrengiast á vinnumarkaðinum og húsnæðisvandræðin aukast, ef allir til sjávar og sveita sem atvinnu hafa vegna landbúnað- anns. bættust í atvinnuleysingja- hópinn. Og er þá hætt við að einstaka vinnuveitandi vildi nota sér hið gullna ráð HES, að láta framboð og eftirspurn eftir vinnu ráða nokkuð um kaupið. Þaið er margt sem þyrfti að skipuleggja betur hér á landi en gert er. Höfuðpaur Alþýðu- flokksins, Gylfi Þ. Gíslason, upplýsti ekki alls fyrir löngu, að nú væru fleiri menn hér á landi sem önnuðust verzlun og viðskipti, heldur en bændurnir eru. Við skulum halda, að hann hafi ekki sagt þetta út í bláinn. En samt gleymdi hann að tala um fækkun í þeirri stétt, eins og hann sífellt hefur verið að ráðleggja um bændastéttina. — Verzlun og viðskipti eru vitan- lega hverri þjóð nauðsynleg, en það ætti að hafa einhverjar hömlur á útþenslu þeirrar stétt- ar sem ekkert framleiðir hvorki ætt eða óætt, en heimtar sinn skerf, ekki síður en aðrir, eins og dæmin sýna. HES minntist á Þingeyinga og skemmdarverk þeirra, ég ætla ekki að svara fyrir þá, enda eru þeir miklu færari um það sjálf- ir, ef þeim þykja slettur HES svaraverðar. En fjall eitt er í Mývatssveit sem að nafni minn- ir sifellt á menn eins og HES. Það heitir Vindbelgur. G.J.E. Við birtum þetta bréf, þótt það sé nokkuð langt, til þess að fleiri hliðar á orsökum hins háa verðlags landbúnaðarafurða komi fram. Systkinin í sjónvarpinu Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig að komast að því fyrir mig, hvort Ásgeir Ingólfsson, sjónvarps- fréttamaður, er bróðir Ingunn- ar Ingólfsdóttur, kynnis, eða forsetafrúarinnar. Það er búið að vera mikið þras hér á staðn- um út af þessu. Með kærri þökk fyrir allt fróðlegt og skemmtilegt. X — Z, Höfn í Hornafirði. Ásgeir Ingólfsson er bróðir Ing- unnar Ingólfsdóttur, en að því er við bezt vitum eru þau ekk- ert skyld forsetafrúnni. Ævintýri Kæri Póstur! Ég skrifa þér í von um að fá svar við spurningum mínum. Mig langar til að vita eitthvað um hann Jonna í Ævintýri, eins og hvað hann er gamall, hvar hann á heima og hvort hann sé trúlofaður. Ein hrifin á Skaganum. ...Tonni“ átti nú reyndar heima einu sinni á Skaganum en þeg- ar hann var 11 ára flutti hann í bæinn. Fullu nafni heitir hann Sigur.ión Siffhvatsson, er fædd- ur 15. júní 1952 og á heima í Liósheimum 14. Hann er í 4. bekk Verzlunarskólans og er ólofaður. eykur fegurð augna yðar Augun búa yr'ir leyndum töfrum, sem þér getið auðveldlega framkallað Kynnist May- belline snyrtivörum. Byrjið með ULTRA* BRO W — litli línu burstinn gerir yður mögulegt að forma augabrúnirnar mjúkum eðlilegum línum. Næst notið þér ULTRA*SHADOW — mjúkur burstinn tryggir að liturinn verður jafnt borinn á. Með FLUID EYELINER (burstinn er í lokinu) virðast augun stærri og bjartari. Gleymið ekki hinum frábæru eiginleikum burstans (Duo-Taper Brush). sem fylgir ULTRA*LASH Mascara litunum. Með honum getið þér sveigt og aðskilið augnhárin þannig að þau virka þéttari og lengri. Heildverzlun Péturs Péturssonar Suðurgötu 14 - Simi 21020 48. tbt. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.