Vikan


Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 26.11.1970, Blaðsíða 12
PAPILLON Maðurinn sem slapp frá Djöflaey ris Charriéres og telja hana bókmenntavið- burð ársins. Fyrirhugað er að kvikmynda hana bráðum, sennilega með Roman Pol- anski sem stjórnanda og Jean-Paul Bel- mondo í hlutverki Papillons sjálfs. Þótt fáir séu vinsælli í Frakklandi um þessar mundir en Papillon, hafa yfirvöld þess ekki ennþá tekið hann í sátt. Innan- ríkisráðherrann hefur að vísu gefið honum leyfi til að heimsækja Frakkland, en að- eins með því skilyrði, að hann standi ekki lengur við í París en tólf tíma. En það dreg- ur á engan hátt úr vinsældum hans. Hvert sem hann fer er hann umkringdur mann- eskjum og myndavélum, míkrófónum og ljóskösturum. Stjörnur eins og Brigitte Bar- dot sjást leiða hann arm við arm. Milljón- unum hraðfjölgar á bankareikningi hans. Refsifanginn er orðinn þjóðhetja. Sumir hafa borið honum á brýn, að bók- Tuttugasta og sjötta október 1932 var Henri Charri- ére, þá tuttugu og fimm ára, dæmdur fyrir morð á misindismanni nokkrum. Kortið sýnir flóttaleiðir Papillons frá refsinýlend- unni í frönsku Gvæönu. Svarta strikið sýnir leið hans i fyrstu tilraun. Þá var hann nærri sloppinn! in sé mestmegnis lýgi, en því tekur hann ró- lega. — Það segir sig sjálft, segir hann, — að vissum háttsettum persónum þykir ekkert þægilegt, hvernig ég afhjúpa frönsku rétt- vísina. Og ef til vill er ekki nákvæmlega rétt greint frá hverju einasta smáatriði. En hvers krefjizt þið — haldið þið, að ég hafi haft að- gang að ritvél á Djöflaeynni? Fyrsti áfanginn á leið Papillons til refsivist- arinnar var frá París tii Caen, en þar fann hann sér það til frægðar að henda potti full- um af sjóðandi vatni framan í sadískan samfanga, sem gekk erinda fangavarðanna. Það gerði að verkum, að hann var þaðan af álitinn stórhættulegur. Hann var þegar harð- ákveðinn að strjúka við fyrsta tækifæri og valdi sér til þess félaga, Dega nokkum frá Marseille. Bærinn Saint-Laurent-du-Maroni var mið- stöð fanganýlendunnar í frönsku Gvæönu. Þar var föngunum skipt í þrjá hópa. Með suma var farið til Saint-Jean í fimmtán mílna fjarlægð. Þeir hættulegustu voru fluttir til Iles du Salut Björgunareyja. Eyjarnar heita Royale, Saint-Joseph, þar sem fangarnir voru hafðir einangraðir, og Djöflaeyjan. Bæði Papillon og Dega áttu að fara út á eyjarnar, en með því að múta sjúkraiiða tókst þeim og þriðja manni, Fernandez, sem dæmdur hafði verið fyrir morð, að fá sig skráða veika. Ættu þeir að sleppa við vist á eyjunum hræðilegu yrðu þeir að strjúka nú þegar, áður en þeir yrðu fluttir frá sjúkra- húsinu. 12 VIKiAN 48 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.