Vikan - 25.02.1971, Síða 4
Jugend 77
Hárlakk unga fólksins
Snyrtlvörur
Bæjarins bezta úrval.
Þér eigið alltaf leið um Laugaveginn.
RegnhlffabúOln
Laugavegi 11.
pósturinn
Hrein mey
Elsku Póstur.
Ég er.fjórtán ára gömul og er
svolítið byrjuð að vera með strák-
um. Ekki gera grín að mér þótt ég
spyrji hvernig ég á að segja beg-
ar ég ætla að biðja hann að kyssa
mig. Þér er alveg óhætt að trúa
því að ég er hrein mey.
P.S. Hvernig er skriftin?
H.A.
Já, það getur víst enginn vafi
leikið á að þú sért hrein mey.
Langi þig til að vera kysst, þvl
þá ekki að biðja drenginn um
það blátt áfram? Annars má mik-
ið vera ef hann kemur sér ekki að
því að taka frumkvaeðið sjálfur,
áður en mjög langt um líður.
Skriftin er heldur stafastór og
barnaleg.
Vilja ekki eignast
börn strax
Kæri Póstur!
AAig langar til að spyrja þig
nokkurra spurninga. Ég er nltján
ára og trúlofuð. Ég og kærastinn
minn erum farin að búa saman,
en erum ekki farin að hafa sam-
farir, af því að við viljum alls ekki
eignast börn strax. Við viljum
ekki hafa þennan háttinn á lengur
og þess vegna spyr ég þig, kæri
Póstur:
1. Er smokkurinn góð eða slæm
verja?
2. Er Pillan betri verja. en
smokkurinn?
3. Geta stúlkur orðið þungaðar
eftir fyrsta skipti?
Ein nítján ára og fáfróð.
P.S. Þú segir mér kannski að
fara til læknis og leita ráða hjá
honum, en ég er frekar feimin og
kem mér ekki að þvf að spyrja
þá og þess vegna leita ég til þfn.
Ég er búin að reyna að fá blöðin,
þar sem talað er um pilluna, en
fæ þau hvergi.
Um smokkinn er það að segja
að hann er nokkuð örugg verja,
þótt það öryggi muni varla hundr-
að prósent. Pillan mun þó talin
enn öruggari, ef þess er vandlega
gætt að fylgja reglunum um notk-
un hennar. Jú, það er vfst enginn
vafi á því að stúlkur geta orðið
þungaðar - eftir fyrsta skiptið.
Þær sögðu að guð
væri ekki til
Kæri Póstur.
Ég er bara ellefu ára og ætla
að skrifa þér fáeinar Ifnur og ég
vona að bréfið fari ekki í rusla-
körfuna. Ég fór í kirkju um dag-
inn með tveim stelpum. Þegar við
vorum að fara heim sögðu þær
að guð væri ekki til en ég sagði
að hann væri til. Þær eru sífellt
að gera grín að mér og uppnefna
mig. Hvað á ég að gera, Póstur
minn, er það ekki rétt af mér að
trúa á guð án þess að skammast
mín?
Vitaskuld hefur þú engu siður
rétt til 'að trúa á guð og vinkonur
þínar að trúa ekki á hann. Þú skalt
því fylgja sannfæringu þinni í því
efni, og að sjálfsögðu hefurðu
enga ástæðu til að skammast þín
fyrir það.
Þegar ein kýrin
pissar...
Kæra Vika.
Er ég fletti fjórða tölublaði Vik-
unnar rakst ég á bréf, sem birtist
í Póstinum og varð ég svo undr-
andi að ég átti ekki orð. Þar á ég
við bréf sem Ein yfir þrítugt skrif-
ar. AAig undraði fáfræði manneskj-
unnar gífurlega. Til að byrja með,
þá virðist hún stimpla hvern þann,
er kýs að láta hár sitt vaxa óskert,
kommúnista.
Ef rétt væri, þá ættu anti-komm-
únistaflokkar að láta klippa alla
síðhærða fylgismenn sína, og þá
væri enginn í vandræðum með að
þekkja kommana frá hinum.
Ég ætla ekki að fara mörgum
orðum um klámið, það hefur verið
rætt nógu ítarlega, og þar sannast
máltækið: Ef ein belja mígur þá
míga allar. Þá er að Ein yfir þrf-
tugt kemur að því hver eigi sök á
stríðinu í Víetnam. Ég furða mig
á vanþekkingu bréfritara í þessum
efnum. Bréfritari virðist vægast
sagt heilaþveginn af vissu dag-
blaði sem dregur taum Bandaríkj-
anna í öllu. Hún ætti að kynna sér
aðdraganda stríðsins í Víétnam
nánar og ég veit ekki betur en að
upptök stríðsins hafi verið tilbúin
árás (á amerísk skip á Tonkín-flóa)
sem Bandarfkin sviðsettu og not-
uðu sem átyllu til þess að géra
árásir á Norður-Vfetnam, og koma
þar með til hjálpar hinni fallvöltu
4 VTKAN 8- tbi.