Vikan


Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 7

Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 7
I FULLRI ALVÖRU AD EI1IASIAF EIGIN DDGANfl Hátt í lofti yfir megin- landi Evrópu grúfir þéttur og samfelldur hjúpur, þar sem lofttegundir frá verk- smiðjum og útblástursrör- um bifreiða og önnur álíka úrgangsefni bafa þjappazt saman. Þessi bjúpur hreyf- ist lítið úr stað að sögn, en getur liins vegar sigið nið- ur á við, ef ákveðnar að- stæður myndast í loftinu. Hann getur jafnvel sigið svo neðarlega, að fólki stafi veruleg hætta af. Yestur- Þjóðverjar eru fyrirhyggju- samir í þessum efnum. Þeir bafa komið sér upp sérstök- um varðstöðvum víðs veg- ar um landið til þess að fylgjast stöðugt með hugs- anlegum breytingum á mengunarhjúpnum. Á ýms- um járnhrautarstöðvum eru vagnar til taks fullfermdir gasgrímuin, sem hægt er að senda tafarlaust þangað, sem hætta er talin í aðsigi. Annar lijúpur er yfir Bandarikjunum og sá þriðji yfir Japan. Ef ólieillaþró- unin heldur áfram, verður þess varla langt að híða, að einn samfelldur mengunar- hjúpur umlyki alla jörðina. Eittlivað á þessa leið er mengun í lofti lieimsins lýst í nýlegu erlendu vís- indariti. Mengun var mest umrædd á síðastliðnu ári af öllum málum og það svo mjög, að mörgum þótti nóg um og voru teknir að þreyt- ast á þessu þrástagi. En málið er þess eðlis, að menn geta varla leyft sér að verða leiðir á þvi, enda halda áfram að birtast nýjar upp- lýsingar sem sýna æ betur, hversu óliugnanlegt það er. Ítalía er talin eitt verst mengaða land í Evrópu. 70% af strandlengju lands- ins er hættulega menguð, en 15% er með öllu ban- eitruð. Álirif hörmunganna blasa við sýn: Þúsundir trjábola, þar sem börkur- inn hefur flagnað af og greinarnar standa naktar og gráar. Þegar vindur berst frá hafinu, flytur liann með sér eiturefni af jdirborði þess, úðar trén og drepur þau. Saga mengun- ar á Italíu er athyglisverð fyrir okkur Islendinga. Fyr- ir tuttugu árum hófst iðn- bylting landsins, og erlend- um aðilum var leyft að byggja þar verksmiðjur í stórum stíl. Þá hefði mátt koma í veg fyrir mengun- ina, en nú er það orðið of seint. Ef sérliver ný iðn- grein hefði verið skuld- bundin til að setja hreinsi- tæki á verksmiðjur sínar, væri nú öðruvisi umhorfs í landinu. Þetta beinir at- hyglinni að álverksmiðj- unni í Straumsvík og skýrslu mengunarnefndar- innar frægu. Vísindamenn okkar hafa bent á hættuna, og ætti ill reynsla annarra þjóða að flýta fyrir nauð- synlegum varúðarráðstöf- unum. Italir áttu í erfið- leikum, þar sem margar verksmiðjur þeirra, sérstak- lega þær, sem stunduðu efnaiðnað, voru í eigu er- lendra aðila. Þeir hefðu ef til vill gert varúðarráðstaf- anir fyrr, ef ekki liefði ver- ið þannig í pottinn búið. Þess mættum við minnast með liliðsjón af erlendri stóriðju liér á landi í fram- tíðinni. Til eru menn, og þeir ófáir, sem telja að spilið sé tapað; að allt kerfi lifsins á jörðinni hrynji saman á næstu áratugum. Gordon Rattrav Taylor, sem er frægur fyrir bækur bæði þjóðfélags og liffræðilegs eðlis, er i hópi þeirra. Hann segir, að tæknivæddi draumaheimurinn okkar sé að breytast i martröð. Grein eftir hann, sem birtist í Vikunni núna á næstunni, hefst þannig: „Setji maður gerla í til- raunaglas ásamt nógu af næringu og sýru, þá fjölg- ar þeim svo hratt, að minn- ir á sprengingu. Tuttugustu liverja mínútu tvöfaldast þeir að tölu, unz þeir verða að einum samfelldum massa. En að lokum stöðv- ast þessi fjölgun, þar eð gerlarnir eitrast af sínum eigin úrgangi. I massanum miðjum eru þá dauðir og deyjandi gerlar, sem ekki fá næringu og súrefni, vegna þess, að það kemst ekki að þeim fyrir öðrum gerlum, sem mynda sam- felldan múr umhverfis þá. Sé úrgangurinn elcki hreins- aður burt úr glasinu, endar þetta með dauða allra gerl- anna.“ Síðan segir höfundur að álika sé komið fyrir mann- kyninu. Við tökum ekki slíkar hrakspár of alvarlega, enda hefur heimsendi verið spáð fjTr. En hvað sem þvi líður er vist, að baráttan við mengunina lilýtur að verða mál málanna næstu árin. Nú eru þingkosningar liér á landi í vor, og er þess að vænta, að virðulegir fram- hjóðendur víki nokkuð að þessu máli og skýri frá hug- myndum sinum um heppi- legustu vörnina gegn vá- gestinum hér á landi. G. Gr. «• tbt VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.