Vikan - 25.02.1971, Qupperneq 14
Agatha
Chrístíe
stígur
htœjandí
yfír
ltlitn
Konan Agatha Christie er
blíðlyndari en flest annað fólk,
feimin og glöð.
Þessi áttræða hefðarkona er
svo hrædd við blóð, að hún
verður skelfingu lostin, ef hún
sker sig í fingur, svo það er
heppilegt að lifnaðarhættir
hennar og atvinna eru tiltölu-
lega hættulaus.
Það er líka eins gott fyrir
heimilisfólk og fjölskyldu
hennar að fara vel með öll lif-
andi dýr, jafnvel stofuflugur,
þegar hún er viðstödd, því að
hún elskar allar lifandi verur
og þolir ekki illa meðferð á
skepnum.
Agatha Christie er mjög
hjartahlý. Hún hefur yndi af
að prjóna og að elda góðan
mat. f því er hún meistari.
Hún nýtur þess líka að sitja í
stúku sinni í óperunni. — Það
er dásamlegt, segir gamla kon-
an með sinni mildu rödd.
En eitt er furðulegt, þótt hún
sinni þessum ljúfu hugðarefn-
um sínum, hugsar hún alltaf
um það sama, um morð.
Morðin, sem hún íhugar við
grautarpottinn, prjónana eða í
óperustúkunni, koma sannar-
lega fyrir almenningssjónir í
bókum hennar. Hún heldur
mest upp á eiturmorð eða
kyrkingar; sjaldan lætur hún
morðingja sína nota skotvopn
og enn sjaldnar rýtinga og
hnífa. Henni finnst eitthvað
sóðalegt við það, hún þolir
ekki mikið blóð, vill heldur
hafa þetta hreinlegt.
Á þessum áttatíu árum hef-
ur hún eldað mikinn mat,
prjónað margar flíkur og mjög
oft setið í óperustúku sinni og
ráðið marga morðgátuna, enda
hefur hún gefið út áttatíu bæk-
ur. Það er ekki að ástæðulausu
sem hún er kölluð „drottning
sakamálasagnanna", óskeikul í
lausnum sínum og óþreytandi
við að leiða lesendur sína á
villigötur, til að koma þeim á
óvart í sögulok.
Vegna þess hve sögur henn-
ar eru lifandi og skemmtilegar
aflestrar, hafa þær verið meira
þýddar á önnur tungumál, en
nokkrar bækur annarra enskra
rithöfunda. Þar á hún algert
met, slær jafnvel sjálfan Sha-
kespeare út. Heimsupplagið af
bókum hennar er hvorki meira
né minna en 300 milljónir ein-
taka! Fyrir utan Sir Conan
Doyle, höfund Sherlock Hol-
mes sagnanna, er hún eini rit-
höfundur sakamálasagna, sem
hlotið hefur orðu fyrir ritstörf
sín. Edgar Wallace gat ekki
einu sinni státað af því. Hún
hefur líka fengið fjölda af
ver’ðlaunum og viðurkenning-
um fyrir bækur sínar.
Hin 19 sakamálaleikrit henn-
ar hafa átt miklum vinsældum
að fagna. Við getum tekið
dæmi af „Músagildrunni". Þeg-
ar hún skrifaði það leikrit, var
Mathew, dóttursonur hennar
nýfæddur. Hún gaf honum birt-
ingarréttinn að því í fæðingar-
gjöf. Nú er Mathew Pritchard
18 ára og þessi gjöf ömmu haris
hefur gert hann að milljóna-
mæringi.
Enginn veit hve auðug Agat-
ha Christie er. Það er kunnugt
að hún hefur stofnað marga
milljónasjóði til velferðar- og
menningarmála. Sjálf á hún
fyrirtækið „Agatha Christie
Limited" í London og hefur
það fyrirtæki útibú um allan
heim. Enskt tímarit hefur lát-
ið reikna út að hún hafi sem
svarar hálfri milljón króna á
viku, án þess að þurfa að rétta
út fingur og að árstekjur henn-
ar af útgáfustarfseminni séu
ekki undir 25 milljónum.
Hin áttræða kona, sem nýtur
þess í fullum mæli að vera
amma, en getur aldrei látið
vera að hugsa um morð, á nú
þrjú hús í Englandi. Áður átti
hún átta hús, en fimm þeirra
hefur hún selt, vegna skorts á
þjónustufólki.
Á sumrin býr Agatha Christ-
ie oftast í „Greenway House“,
fallegu herrasetri í Devonshire.
Þetta hús er eins og það hafi
verið byggt eftir fyrirmynd frá
einni af bókum skáldkonunnar.
Gömul, risavaxin tré umkringja
húsið, sem er eins og lítil höll.
Húsið stendur á fallegri hæð,
en í kring eru iðgræn engi,
fleiri kílómetra, og í fjarska
rennur áin Dort.
Af 80 bókum, sem
Agatha Christie hefir
gefið út hafa 74 verið
metsölubækur. Hún
skrifaði sex ástarsög-
ur, sem ekki féllu í
smekk lesenda.
Upphaflega ætlaði hún að verða söngkona og
píanóleikari, en hafði ekki nóga hæfileika. En
hún syngur og spilar mikið fyrir eiginmann
sinn, sem hefir mikla ánægju af því.
14 VIKAN a. tbi.