Vikan - 25.02.1971, Side 20
Lucrezia Borgia var dóttir páfa, hafði gullið hár og grá augu. Hún var
fimm sinnum gift, þar af tvisvar á bamsaldri. Flækt í þrjú morðmál.
Fæddi níu böm (þrjú andvana). Mjög vel viti borin, mjög auðug, mjög
léttúðug. Dó þrjátíu og níu ára að aldri.
Lucrezia Borgia var dóttir Alexanders páfa sjötta og ástkonu hans. En þetta,
að sjálfur páfinn héldi frillur og gæti við þeim börn, var engin hneykslunar-
hella á Ítalíu á sextándu öld. Alexander Borgia var aðeins einn af mörgum
kirkjuhöfðingjum þeirrar tíðar, er höfðu skírlífisreglur kirkju sinnar að engu. En
með svallveizlum þeim, sem páfinn og börn hans héldu í Vatíkaninu, tókst þeim
að hneyksla samtíð sína, og þurfti þó nokkuð til.
Alræmdasta orgían sem páfafjölskylda þessi efndi til átti sér stað í október
1501. Lucrezia Borgia og hennar heilagi faðir héldu þá veizlu og buðu til mörgu
stórmenni, kardínálum, hertogum, hirðmönnum og — fimmtíu rómverskum
vændiskonum. Að máltíð lokinni lét páfi stilla kertastjökum þeim úr gulli, er
hafðir höfðu verið til borðlýsingar, hér og hvar um gólfið, og dreifði síðan yfir
ENGILLINN BLYGÐUNARl
20 VIKAN 8 tbi.
Alexander páfi sjöttl
(1431—1503) notaði
dóttur sína sem
pólitiska leikbrúðu.
Af honum lærði hún
að belta valdi sínu
tlllitslaust.
Ccsare Borgia
(1475—1507) lifði
taumlausu lífi á
flestum sviðum.
Hann var stórsnjall
stjórnmálamaður og
herforingi, en jafn-
framt samvizkulaus
glæpamaður.