Vikan


Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 22

Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 22
Kastalinn Engilsborg í Róm. Þar héldu Borgiarnir margar svallveizl- ur sínar og drýgðu marga glæpi. augum gestanna, skyldi fá kyrtlana að verðlaunum. Hinir virðulegu kirkjuhöfð- ingjar biðu ekki boðanna og drógu ekki af ' sér. Allir vissu þeir að kyrtlar Lucreziu voru hver um sig um tveggja millj- óna króna virði. Eftir að hafa afhent verð- launin hetju þeirri er sigraði, dró Lucrezia sig í hlé inn í heimiliskapelluna til að fara með kvöldbænirnar sínar. Og hver sem hefði séð hana kné- krjúpa fyrir altarinu hefði svarið, að hvergi myndi finn- anleg önnur eins ímynd hrein- leika og guðhræðslu. Ljóst hár og aðalsmönnum, sem ortu henni ástríðufullar sonnettur. í samræmi við það hefur eftir- mæli hennar orðið. Hún er ímynd siðleysis og glæpa síns tíma, en jafnframt táknmynd fagurmenningar, andríkis og fegurðar renissansins. En Lucrezia var auðvitað ekki ein um að gera sjálfa sig að því, sem hún varð. ítalska pólitíkin á sextándu öld olli miklu þar um. Landið var þá bútað sundur í mörg borgríki og hertogadæmi, sem herjuðu hvert á annað. Voldugust voru konungsríkið Napólí í suðri og hertogadæmið Mílanó í norðri. Þegar faðir Lucreziu, Alex- ander Borgia, var kjörinn páfi þann ellefta ágúst 1492, voru var dóttir hans, Lucrezia Bor- gia. Hann unni henni meira en öllu öðru, en notaði hana þó samvizkulaust sem leikbrúðu til að gera metnaðardrauma sína að veruleika. Lucrezia var í þennan heim borin í apríl 1480 í rómversku höllinni Palazzo di Merlo. Móð- ir hennar, Vannozza Cattanei, hafði þá í aldarfjórðung ver- ið sambýliskona Alexanders Borgia. Hún var falleg og dökkhærð og fæddi páfanum auk dótturinnar þrjá syni, Ju- an, Cesare og Joffré. Þegar faðir hennar settist í hásæti Vatíkansins var Lucrezia tólf ára. Þrátt fyrir það var húp þá þegar langt í frá nokkurt barn. Hún var þegar mennt- Giovannl Sforza, þriðji eiglnmaður Lucreziu. Hann þorði aldrei að snerta konu sína og flýði að lokum frá hcnnl. Fjórði eiginmaður Lucreziu, Alfonso af Aragóniu, var kyrktur i sjúkra- beði að skipun Cesare bróður hennar. Fimmti eiglnmaður Lucreziu, Alfonso hertogi d‘Este, var svo harðhentur á henni að hún missti fóstur hvað eftir annað. Engu að síð- ur þóttl honum vænt um hana. Þessl mynd sýnir páfann og afsprengi hans, Cesare og Lucrezlu, ásamt einhverjum börnum. Sumir segja að þetta séu börn Lucreziu, aðrir að þarna hafi Borgia-slektið ver- ið að gamna sér á ósiðlegan og glæpsamlegan hátt með einhverjum ókunnum krökkum. Úr San Giorgia-klaustri i Ferrara. Hér dvaldi Lucrezia margar stundir síðustu ár æv- innar í félagsskap skálda, sem tilelnkuðu henni dýrleg ljóð. það sykruðum kastaníuhnetum. Þá fyrirskipaði staðgengill Krists á jörðu hér vændiskon- unum að afklæðast, leggjast á fjóra fætur á gólfið og gæða sér á hnetunum, en ekki máttu þær taka þær upp nema með munninum. Þessi skemmtan vakti mik- inn fögnuð hjá hinu háa sam- kvæmi, en Lucreziu litlu þótti þetta þó heldur þunnur þrett- ándi. Hún lét sækja þrjá perlu- skreytta kyrtla, sem hún átti, og sviðsetti eins konar íþrótta- keppni milli viðstaddra kardí- nála. Keppnin var í því fólgin að sá kardínáli, sem flestar gleðikonur fengi sorðið fyrir hennar féll að beltisstað og minnti á vef úr gullþráðum. Svipbrigðarík augun störðu full trúarlegrar auðmýktar á helgimyndina. Samtímamenn sögðu að þau væru „himin- grá“. Nefið var fíngert, ennið gáfulegt, hörundið postulíns- hvítt. Allt þetta hefði verið upplagt á dýrlingsásjónu, en öðru máli gegndi að vísu um munninn, sem var heldur stór og nautnalegur. Pólitík páfans Þegar þetta gerðist var Lu- crezia Borgia tuttugu og eins árs. Engin kona á Ítalíu var meira dáð af skáldum Róm og kirkjuríkið næsta veikburða pólitískt séð. Til þess að halda sér á floti í stjórnmálatogstreitu ítölsku ríkjanna átti Alexander páfi fyrst og fremst um tvennt að velja: að ganga í lið með Ara- góníumönnum, sem réðu yfir Napólí, eða Sforza-ættinni sem ríkti í Mílanó. Alexander Borgia kunni ekk- ert vel við sig í þessari úlfa- kreppu og hafði sett sér það mark og mið að verða voldug- asti maður á Ítalíu. Hann reyndi því að bera kápuna á báðum öxlum í valdataflinu milli Aragóníu og Sforza. Bezta vopn hans í þeim leik aðri en margur háskólaprófess- or. Hún talaði ítölsku, frönsku, spænsku, latínu og grísku. Hún var vel heima í ljóðlist, tónlist, mælskufræði, heimspeki og guðfræði og kunni að vitna í klassíska fornaldarhöfunda á réttum augnablikum. Jafnframt þessu var hún orð- in kvenlegri en margar full- vaxnar konur. Kennslukona hennar í fegrun, tízku, daðri og ástarlist var Julia nokkur Farnese, sem auk þess var ást- kona páfans pabba hennar og rómuð fyrir fegurð og kurteisi. Enda hafði Lucrezia þá þegar verið gift tvívegis. Fyrsti eiginmaðurinn var 22 VIKAN «• tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.