Vikan


Vikan - 25.02.1971, Qupperneq 23

Vikan - 25.02.1971, Qupperneq 23
ríkur Spánverji að nafni Juan de Centelles, annar Gasparo d'Aversa, sem var enn ríkari. Af þessum tveimur ektamök- um hafði Lucrezia að vísu ekk- ert að segja, leit þá ekki einu sinni nokkurn tíma augum. En 1493 gifti hinn heilagi faðir hana þriðja sinni, og í það skiptið Giovanni Sforza, her- toga af Pesaro. Hann var af hinni ágjörnu, háskalegu Sfor- za-ætt, en vináttu hennar taldi páfinn sér lífsnauðsynlega. „Páfinn veizlu góða gerði gildum móti . . .“ Brúðkaupið var haldið tólfta júní 1493. Þá kom Lucrezia Borgia, þá þrettán ára að aldri, opinberlega fram í fyrsta sinn. Þar með hófst þáttur hennar í mannkynssögunni. Páfinn gerði hana því rausnarlega úr garði. Heimanmundurinn nam þrjá- tíu og eitt þúsund dúkötum — í dag yrðu það sjötíu milljón- ir króna. Lucrezia kom til móts við brúðguma sinn í kjól úr hvítu silki, sem var skreyttur svo mörgum perlum og brill- jöntum að stúlkan var naum- lega gangfær. Álíka skrúði i dag mundi kosta uppundir þrjátíu og fimm milljónir króna. Hinn bjarti haddur Lu- creziu var svo sem nógu fagur af sjálfum sér, en nú var sú fegurð færð i stílinn með perl- um og demantasnúrum. Negra- stúlka bar meterslangan slóða hennar. Við hliðina á þessum glitrandi glæsileika fór heldur lítið fyrir Giovanni Sforza, sem var þó auðvitað enginn arm- ingi. Skart brúðarinnar hafði til- ætluð áhrif á hinn tuttugu og sex ára gamla brúðguma: ,Gio- vanni Sforza fyrirvarð sig og skalf af feimni. Við þann skjálfta losnaði hann aldrei meðan hann var eiginmaður Lucreziu. Á brúðkaupskvöldið skeði fyrsta hneykslið í lífi LÚcre- ziu Borgia. f brúðkaupsveizl- unni, sem haldin var í Vatí- kaninu, lét páfinn Juliu Far- nese sitja sér til hægri hand- ar, en Lucreziu til vinstri. Á borð voru bornir átján páfugl- ar, tuttugu og átta geldhanar, tíu fasanar, hænur og akur- hænur svo þúsundum skipti, sextíu ungar dúfur, hundrað posteikur, vín svo tunnum skipti, átján tertur, kökur og ávextir í stöflum. Náiségt miðnætti var komið inn með geysistóra silfurkörfu, Framhald á bls. 34. Þessi fegurð svipti marga glórunni og dugði mörgum skáldum til innblásturs. Lucrezia Borgia er ein fræg- asta kona allra tíma. Myndin er af málverki eftir BartoMnneo da Venezia. s. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.