Vikan


Vikan - 25.02.1971, Side 24

Vikan - 25.02.1971, Side 24
— Ég hef verið ( leikferð með Julle hér í nágrenninu, sagði Ingi- gerður. Og þá mundi ég allt í einu eftir heimilisfanginu, sem þú send- ir mér, og datt í hug að heim- sækja þig á þetta hótel. En þar var mér sagt, að þú værir hér, og að þú hefðir veikzt og mundir vera hér í nokkra daga. Og þá gat ég auðvitað ekki stillt mig um að heimsækja þig og vita hvernig þér liði. Var það ekki fallegt af mér? Mikaela svaraði ekki. — Kannski var það ekki bara eingöngu heilsan þín, sem ég hafði í huga, hélt Ingigerður áfram og hafði nú skipt um tón. — Kannski hef ég ekki verið búin að gleyma því, hvernig þú stakkst mig af í Stokkhólmi, elskan. — Hvað áttu við? Ég borgaði húsaleiguna fyrir þrjá mánuði og auk þess fjölda reikninga. Og ég fyllti eldhúsið af mat handa þér. — En hvaða þýðingu höfðu pen- ingarnir fyrir þig? Hefur ekki líf þitt gjörbreytzt frá því sem áður var? Dettur þér í hug, að ég hafi ekki gert mér það Ijóst? Nei, góða mín, með tilliti til þess hvað ég gerði mikið fyrir þig, á meðan við bjuggum saman . . . — Hvað viltu? — Ég vil fá peninga. Ef ég á að þegja og láta þig vera í friði í öllum þínum flottheitum, þá vil ég fá eitthvað fyrir það . . . — Þetta er fjárkúgun og ekkert annað. — Hvað ertu að segja? Ingigerður hló með vörunum, en ekki augunum. — Þú heldur þó ekki, að þú getir hrætt mig með fáeinum stór- 24 VIKAN 8 tbi. yrðum, svo að ég taki til fótanna. Fjárkúgun! Ég hef nú aldrei heyrt annað eins. Það eina sem ég fer fram á er að þú sýnir svolítið þakklæti. Mikaela starði á hana, án þess að geta sagt neitt. Hverri hugsun- inni á fætur annarri skaut upp í kolli hennar. Það var hverju orði sannara, að Ingigerður hafði hjálp- að henni, einmitt þegar hún var verst stödd og þurfti mest á hjálp að halda. Hún hafði boðið henni vináttu sína, eins og hún var, og hún hafði greitt miklu meira en sinn hlut af útgjöldum þeirra — Ég . . . hóf hún máls. En þá var eins og hún tæki skyndilega aðra stefnu en hún hafði ætlað sér. Hún sagði ‘hraðmælt og ákveð- in: — En ég reyndi líka eins og ég gat að borga fyrir mig. Ég seldi allt, sem mamma átti, það veiztu fullvel. — Það er nú synd að segja, að þú hafir lagt á þig mikið erfiði til að afla peninga handa okkur, sagði Ingigerður og glotti. — Þú lézt mig sjá um allt slíkt. Og mér finnst það hart að láta henda mér út á sorphaug, þegar ekki er leng- ur hægt að hafa gagn af mér. — En þú skilur þetta ekki . . . — Nú, reyndu þá að útskýra málið. Það ætti að vera nógur tími til þess. — Nei, í guðs bænum. Við get- um ekki talað saman hérna. Þau geta komið á hverri stundu. Ég stóð upp frá miðjum hádegis- verði. . . — Þau? Attu við unnusta þinn og foreldra hans? Þú skalt nú fá að sjá, hvort ég get ekki leikið hlutverk hefðardömu eins vel og þú. Ég get líka verið virðuleg ung- frú frá Stokkhólmi . . . Það er þá kannski bezt að við tölum út um málið hér og það strax. Við skul- um tala um þann hluta málsins, sem ég hef mestan áhuga á. — Ingigerður ... þú . . . — Vertu ekki með þessar upp- hrópanir og þetta óðagot. Við skul- um halda okkur við staðreyndir málsins. Þetta liggur allt Ijóst fyr- ir. Þú borgar mér. Annars fær unnusti þinn að heyra ýmislegt, sem kann að opna augu hans. Hugsaðu málið. Ég ætla að skoða mig um hérna inni á meðan. Hún stóð upp úr sófanum og Mikaela var að því komin að missa kjarkinn og hníga niður. Ef Ingi- gerður sæi nú brúðkaupsmyndina. Hún mundi strax þekkja Börje Rickardsson og Sigfrid Stening, það er að segja þekkja þá glöðu og ríku náunga, sem hún hélt að hétu Birger Rosén og Sixten Ström- berg. Það mátti ekki gerast. Það var aldrei að vita upp á hverju hún fyndi þá. Mikaela færði sig til í stofunni, unz henni tókst að standa fyrir myndinni, svo að Ingi- gerður sæi hana ekki. — Ég hef ekki svo mikla pen- inga á mér hérna, sagði Mikaela. — Ég veit ekki hvernig ég ætti að geta ... — Þú hlýtur að geta leyst mál- ið einhvern veginn, sagði Ingi- gerður köldum rómi. Hún gekk út að glugganum og leit út í garð- inn. í sama bili smeygði Mikaela myndinni ofan af hillunni og á bak við sófann. Úr stofunni heyrðist lágt mannamál. Börje hlustaði fuilur eftirvæntingar. Nú var það Ingigerður, sem talaði, en það var ómögulegt að greina orðaskil. Síðan þagnaði hún og örskömmu síðar heyrðist hálfkæft óp og þá þungur dynkur. Hvað í ósköpunum var að gerast þarna inni? Henni létti stórum. Hún þurfti þá ekki að hafa áhyggjur af myndinni lengur að minnsta kosti. Þá var að snúa sér að hótun Ingigerðar. Hún varð víst að borga. Það var ekki um annað að ræða. — Menn verða að semja. hver fyrir sig í þessari veröld, sagði Ingigerður í sama kalda tóninum. — Þú skalt ekki ímynda þér, að ég sleppi við það frekar en aðrir. fg hef ekki séð tangur né tetur af Birger, síðan Sixten dó. Það er svosem skiljanlegt, að hann hafi orðið hræddur og hugsað með sér að hyggilegra væri að fara var- lega eftirleiðis. Ég sakna hans mjög. En það gerir svo sem ekkert til, þótt hann sé úr sögunni- Nú ætla ég að fara að taka lífinu með ró. — Hvað áttu við? — Ég ætla að gera nákvæmlega það sama og þú, ef þig langar til að vita það. Ég ætla að gifta mig. — Ingigerður. En þá . . . — En þá hvað? Þetta er mynd- arlegur maður, sem ég hitti, þegar ég var í Gautaborg. Hann er að visu ekki ungur lengur, en hann á svolitla búð, verzlar með tóbak, sælgæti, blöð og svoleiðis. Hann er enginn bjáni og skilur miklu meira en hann segir. En hann er hrifinn af mér, skilurðu. Og mér hefur alltaf verið Ijóst, að það verður aldrei neitt á milli mín og Birgers. — En Ingigerður . . . — Þegiðu! Við Evert ætlum að gifta okkur og það er allt klapp- að og klárt. En mig larigar til að stækka búðin, svo að umsetningin

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.