Vikan


Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 25

Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 25
aðeins óttinn við það mein, sem hún gat unnið honum, sem angr- aði hann. Hann var hrifinn af stúlk- unni og hafði saknað hennar ákaft, síðan hún fór í þessa leikferð. Honum hafði ekki tekizt að hafa upp á henni í síðustu Stokkhólms- ferðum sínum. Hann studdi sig við stól sinn og reyndi að svara Lajlu með fáein- um meiningarlausum orðum. En þá heyrði hann rödd Ingvars: — Ég skal keyra þig heim, Lajla. Ég sá, að þú varst með nokkra böggla með þér og það er óþarfi fyrir þig að burðast með þá. — Þetta var fallegt af þér, sagði Lajla þakklát. Og Ingvar hló. — Það er auðvelt að vera góð- ur, þegar það kostar enga fyrir- höfn. Ég þarf hvort sem er að fara aftur í bæinn. Vilt þú fljóta með líka, pabbi? — Nei, svaraði Börje. — Ég þarf að gera svolítið hérna heima. Hann gat ekki farið, þorði það ekki. Eða kannski var réttara að Framhald á bls. 43 Ingvar og Mikaela giftu sig tvelmur mánuðum síðar . . . verði meiri. Og þar kemur til þinna kasta, Micka litla. — Og þú ætlar að bjóða unn- usta þínum peninga, sem þú hef- ur fengið á þennan hátt? Hvað heldurðu, að hann mundi segja, ef hann vissi það? — Og hvað heldurðu, að þinn unnusti mundi segja, ef hann fengi að vita? Nei, þú skalt ekki reyna neitt svona, Micka. Komdu með peningana. Annars verðurðu brátt að kveðja hann. — Þú getur ekki gert þetta. Þú getur það ekki. — Jú, ég get það svo sannar- lega. Þú skalt ekki láta þig dreyma L'm annað. Fimm þúsund krónur vil ég fá. Annars fer ég beint til hans og segi honum, að þú sért ekki hótinu betri en hver önnur skjáta. — Hann mundi ekki trúa þér. — Jú, hann mundi gera það, þegar ég hefði lokið máli mínu. Hann mundi siá þig ( huganum liggja með öðrum karlmönnum. Og hann mundi halda, að líferni þitt hefði verið miklu verra en það var. Karlmenn eru svo tortryggnir og heimskir. Hann mundi ekki trúa, að þú hefðir bara haft „verndara" og ég get sagt honum alveg nóg til þess að styrkja grun hans. Ég er ekki leikkona fyrir ekki neitt, Micka. Mikaela stóð hreyfingarlaus og hlustaði á hæðnislega rödd Ingi- gerðar. Þá var eins og eitthvað brysti innra með henni. Hún var náföl í andliti og skyndilega kast- aði hún sér á Ingigerði. Ingigerður hörfaði aftur á bak v:ð svo óvænta árás. En hún gat ekki varið sig. Hún féll um koll á gólfið og hendur Mikaelu náðu taki á hálsi hennar . . . Af þeim þremur, sem sátu við hádegisverðarborðið var það að- eins Börje, sem vissi hverniq í pottinn var búið með þessa „góðu vinkonu", sem hafði komið að heilsa upp á Mikaelu. Og hann gerði sér vel Ijóst, hversu honum sjálfum stafaði mikil hætta af bví, að Ingigerður skyldi hafa skotið upp kollinum hér í Jönköping. — Kæri Börje. Ég geri eins og betlararnir: Et, þakka fyrir mig og fer svo, sagði Lajla brosandi. — Þú verður að hafa mig afsakaða. Ég hef ekki tíma til að bíða, þan.g- að til Ellen kemur. Þau stóðu öll upp frá borðinu, og Lajla ýtti sjálfkrafa stólnurn sínum inn undir borðið aftur og lagfærði hann um einn millimeter, eins og Ellen var vön að gera. Börje tók eftir þessu og ískaldur sviti spratt fram á enni hans. Það var eins og þessi litla kunnuglega hreyfing gerði það að verkum, að hann sæi stöðu sina fyrir sér í réttu Ijósi. Hann var hér á heimili sínu, í sínu borgaralega, örugga um- hverfi. Hann var eiginmaður Ell- enar og faðir Ingvars. Og frammi í stofunni ásamt Mikaelu var Ingi- gerður, litla vinkonan hans frá Stokkhólmi, hún, sem með fáein- um orðum gat fengið hann til að gleyma sinni hversdagslegu til- veru. Og innst inni var það ekki *■ tbl- VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.