Vikan


Vikan - 25.02.1971, Síða 28

Vikan - 25.02.1971, Síða 28
TALSMENN NÝRRA TÍMA Ómar Valdimarsson heyra lr" má JONI MITCHELL & JAMES TAYLOR Joni Mitchell, einn helzti talsmaður nýju línunnar og ein athyglisverð- asta söngkona síðari tíma. Við íslendingar urðum fyrst varir við þessa nýju stefnu er fjórmenningarnir Crosby, Stills, Nash & Young sendu frá sér tvær fyrstu plötur sínar. Eins- konar popptónlist í þjóðlaga- stíl, eða „kasságítarastíllinn“ eins og það hefur verið kallað hér. Popp í þjóðlagastil hefur svo sem komið fram áður, og má nefna í því sambandi BYRDS og SONNY & CHÉR, en þetta nýja er ferskara, fág- aðra og magnaðra að því leit- inu til, að mest áherzlan virðist nú lögð á orðin sem fylgja tón- listinni. Ef til vill er ekki rétt að bendla CSN&Y of mikið við þessa nýju stefnu, en þess í stað má nefna Joni Mitchell, James Taylor, Leonard Cohen, John B. Sebastian og fleiri. Joni Mitchell er sennilega þekktust og strax á eftir fylgir Joni ásamt James Taylor, bezta vini sínum um þessar mundir. Vinur vor, Björgvin, heldur ein- hver lifandis ósköp upp á James. John B. Sefcastian, en hann var aðalsprautan í bandarsíku hljómsveitinni Lovin’ hér um árið og hefur nú haslað sér völl sem frábær lagasmiður, söngvari, skáld og sviðsmaður. Joni er einstök og hefur verið það í mörg ár, en fæstir gerðu sér grein fyrir því fyrr en hún sendi frá sér lagið „Woodstock". Crosby, Stills, Nash & Young tóku það til meðferðar skömmu eftir að Woodstockhátíðin hafði • verið haldin, Joni söng. það sjálf og var m.a. með það á hinni frábæru plötu sinni „Lad- ies of the Canyon“ og í Bret- landi tók hljómsveitin Matt- hew’s Southern Comfort það fyrir og kom því upp í efsta sæti vinsældalistans. Það var reyndar LP-platan „Ladies of the Canyon" sem kom Joni virkilega á framfæri, gerði hana heimsþekkta, en áður hafði hún þó sent frá sér tvær breiðplötur. Joni er tuttugu og fimm ára gömul og fædd í Kanada. Upp- runalega hafði hún ákveðið að verða listmálari, en gekk ekki vel á því sviði, fremur en í öðru þar til fyrir um það bil fimm árum síðan að hún færði sig suður fyrir landamærin, til Bandaríkjanna, og hún fór að syngja hér og þar í þjóðlaga- söngvaraklíkum á austurströnd- inni. Enn heldur hún áhuga sínum á málaralist, og má sjá þess greinileg merki í textum hennar, eins og til dæmis þessi lína sem er frá „Ladies“: .... umbrella’s bright on a grey background ...“ Joni lýsir æskuheimili sínu sem tónlist- arlega sinnúðu og segist fyrst hafa farið að fást við tónsmið- ar þegar hún var níu ára gömul. En þegar hún kom til Banda- rikjanna var engin þörf fyrir hana. Joan Baez og Judy Coll- ins voru á toppnum og umboðs- menn og agentar töldu sig ekki hafa neina þörf fyrir einhverja Framhald á bls. 31. 28 VIKAN s. tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.