Vikan


Vikan - 25.02.1971, Side 30

Vikan - 25.02.1971, Side 30
ÞAÐ KEMUR OFT FYRIR AÐ MENN... Fravihald aj bls. 9. man, brosir og hneigir sig. Við höldum áfram samtal- inu. — En haldið þér að venju- legar miðaldra konur hafi kjark tii að njóta forboðinnar ástar, eins og í kvikmyndinni? — Nei, því þora þær ekki. Þess vegna er það. . . . Ingrid Bergman skilgreinir ekki nánar hvað hún á við. — Ó, hvar eru gleraugun mín? hrópar hún upp. Hún finnur þau og fer að glugga í matseðilinn. Hún er furðulega lík konunni í kvikmyndinni. Ingrid Bergman elskar líka dýi, þau hjónin, hún og Lars Schmidt, eiga fjóra hunda, sem þau hafa á heimili sínu fyrir utan París, þar fá þeir að vera frjálsir. Börnin hennar eru uppkomin. Eldri kona — ungnr maður? — Að hugsa sér, tvíburarn- ir, Ingrid og Isabella, eru orðnar átján ára! Hún fer til Róm eins oft og hún getur, til að hitta börnin sín. Faðir þeirra, Roberto Rosselini, er góður vinur henn- ar nú. — Ég er ekki hrifin af spurn- ingum unga fólksins. Það spyr um svo margt, maður verður að útskýra svo margt. Hvernig var það í Hollywood? spyrja þau. Hvernig var Gary Coop- er? Hvað finnst yður um Róm? En allir mínir gömlu vinir vita hvað mér finnst. Það er þægi- legt. Ég sagði áðan að ég ætti erfitt með að fá hlutverk við mitt hæfi. Ég varð strax hrif- in af „Á göngu í vorregninu", vegna þess að þessar manneskj- ur voru báðar miðaldra. Mér finnst það óhugnanlegt þegar eldri konur leggja lag sitt við unga pilta. — Svo þér gætuð ekki hugs- að yður að verða ástfangin af yngri manni? — Það get ég ekki ímyndað mér, svo heimsk er ég ekki. — Kemur það oft fyrir að karlmenn verði ástfangnir af yður? -— Já, það kemur fyrir. — Hvernig snúið þér yður í þeim sökum? — Ég er ekki vond. Fyrir nokkru síðan var ég spurð að þessu sama í sjónvarpsviðtali. Ég hló. % er ákaflega venjuleg manneskja. — Viljið þér ekki segja mér eitthvað um yður sjálfa? — Ég er ekki ein af þeim kvikmyndastjörnum, sem ein- göngu vilja tala um sjálfa sig. Eigum við ekki sleppa því að tala um mig, tala heldur um yður. Hvað finnst yður um þessa síðustu mynd mína? Allt í lagi, við skulum þá tala um mig. Ég er ákaflega forvitin. Ef einhver varar mig við að lesa ákveðna grein í blaði, hún sé svo voðaleg, þá flýti ég mér til að kaupa það blað. Ég er mjög venjuleg mann- eskja, laus við að gera mig til. Ef ég á að vera með einhverja tilgerð, þá vil ég fá það borg- að. Ég er ekki fölsk. Hvernig ætti maður að vera fyrirmynd barna sinna og ala upp skyni bornar manneskjur, ef maður hagaði sér eins og kona, sem taiaði í símann við vinkonu sína: „Mikið ertu ungleg, þú ert ógurlega sæt, elskan", og segir svo allt annað, þegar hún hefur lagt niður heyrnartólið? Hvernig verða þau börn sem heyra slíkt heima hjá sér? Ég er örugg í framkomu. Ég á erfitt með að þegja yfir því hvernig mér finnst fólk eigi að haga sér. Anthony Quinn segir að það sé töluverð lífsreynsla að leika ó móti mér. . . . Og Ingrid Bergman lýkur við salatið sitt. Svo förum við aft- ur út á götuna. Hún er á leið heim til sin, út í sveit, þar sem maðurinn hennar og fjórir hundar bíða hennar. Hún stend- ur þarna í vetrarsólinni: heims- stjarna í áratugi, leikkona, sem hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika, elskuð og hötuð í Ameríku, en nú er hún aftur dáð. Hún fór úr einu hjóna- bandinu í annað, hædd og smáð í blöðunum, sem sjaldan hafa verið grimmari við nokkra manneskju. Þegar maður sér þessa konu, gleymir maður því öllu. Hún er sérstaklega bein í baki, það er mikil reisn yfir henni. — Klukkan þrjú þarf ég að vera komin til Balmain. Ég verð að fylgja tízkunni. Kjól- arnir verða að vera svo síðir núna.... RÉTT FEGRUNARLYF... Framhald af bls. 27. Rakakrem kemur í veg fyrir, að húðin ofþorni og verndar hana, auk þess að gera farðann áferðarfallegri. í húðvefnum er um 9% af vatni líkamans. Við ættum að hafa það í huga, að við getum lengur lifað án fæðu en vatns, og jafnvel þótt við kærum okkur ekki um farða, ættum við að muna, að nauðsynlegt er að nota á húð- ina rakakrem bæði á sólardög- um sumarsins og á veturna í okkar köldu veðráttu. Það kemur meðal annars í veg fyr- ir, að viðkvæmar háræðar í andlitinu spryngi og eins vernd- ar það húðina fyrir utanað- komandi óhreinindum. Make-up Og þá er byrjað á sjálfum farðanum. Hann er settur á í smádoppum, sem síðan er strok- ið út um allt andlitið og háls- inn upp á við. Make-up er notað á andlit til að gera það meira aðlaðandi og eftirtektarvert. Aðalatriðið er að fá fagra andlitsdrætti fram og hylja þá, sem síður eiga að sjást. Það er í rauninni engin ein regla ríkjandi í sambandi við make-up. Sem list krefst það góðrar kunnáttu. Aðaltilgang- urinn er að skapa fegurð, en gæta verður þess, að litir þess fari vel við eiginlegan húðlit. Fallega farðað andlit er aldrei yfirdrifið. Af tízkunni núna er það að segja, að flestöll snyrtivöru- fyrirtæki í samráði við tízku- fyrirtæki, urðu sammála um það á síðastliðnu hausti, að mýkt ætti að vera töfraorðið, — mýkt í litum, línum, hár- greiðslu, andliti og fátnaði. Haustlína þessi er miðuð við midi og maxi-lengd. Jafnvel fölir litir í make-up og gegn- sætt púður stundum með ofur- litlum gljáa. Púður Púður er notað í þeim til- gangi að make-up endist betur, auk þess sem það gefur matta áferð. Með roða eða skugga er hægt að gera undraverk á andliti, eins og til dæmi§ að gera kringlótt andlit mjórra, langa höku minna áberandi, stytta langt nef og því um líkt og velja þá mismunandi liti, bæði ljósari og dekkri, allt eftir því hvernig á að nota þá. Eins er það með skugga, með þeim má hylja og breyta. Highlighter má nota til að gera fagra andlitsdrætti meira áberandi og styrkja veikari drætti, en varlega verður að fara að, því að líka má lýta með þeim. Sumum dettur ef- laust í hug í þessu sambandi við roða konur hér áður fyrr, sem af vankunnáttu settu vel rauðan og afmarkaðan blett á sitt hvora kinn og litu út fyrir umheiminum eins og trúðar. Augun Victor Hugo skrifaði: Þegar kona talar við þig, hlustaðu þá á hvað hún segir með því að horfa í augu hennar. Framar öllu geislar frá aug- unum persónuleiki og tilfinn- ingar. Þess vegna er vel gert augna-make-up svo þýðingar- mikið. Það gefur augunum meiri lit, líf og gljáa og auk- inn þokka. Haust- og vetrarlínan í augnafarða boðar óvenjulega liti í augnskuggum, sem gefa augunum mildan, mjúkan blæ og í sumum tilfellum milda augnlínu í samræmi við augn- skuggana. Augun eiga að vera miðdepill andlitsins, sýnast sem stærst og gljáandi og jafnvel með ofurlitlum sorglegum blæ. Augabrúnir mjóar og boga- dregnar. Gcrviaugnahár Gerviaugnhár eru nauðsyn- legur liður í góðum kvöldand- litsfarða. Augun sjálf sýnast stærri og meira áberandi. Það er auðveldara en marg- ir álíta að setja upp gervi- augnhár. Þessa aðferð er bezt að nota: Setjið augnháralím- dropa á efri köggul þumalfing- urs og vísifingurs hægri hand- ar, strjúkið jaðri augnháranna gegnum límdropann þannig, að þau taki á sig þunna línu af líminu, leggið síðan miðju gerviaugnháranna á miðju sjálfra augnháranna þétt upp að augnlokinu og þrýstið svo báðum endum vel að. Allavega löguð augnhár eru á markaði nú til dags, og einn- ig er hægt að fá þau í smábút- um, sem límdir eru á einn og einn í senn, og sérstök augn- hár fyrir neðri augnhár. Gaman er að prófa sig áfram í því að leggja gerviaugnhár. Verið ekki smeykar. þótt fyrstu tilraunir mistakist. Það má alltaf reyna aftur, því æfing- in skapar meistarann. Varalitun Við notum ávallt pensla við varalitun. Þeir gera okkur fært að afmarka betur útlínur var- anna og ef breyta þarf útlínum þeirra, er betra að gera það með pensli. Þegar pensill er notaður til varalitunar, þá er bezt að fara 30 VIKAN 8- tw.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.