Vikan - 25.02.1971, Side 31
þannig að að fylla pensilinn
vel af varalitnum, svo að nóg
sé í honum á varirnar. Ef þetta
nægir ekki, má fylla pensilinn
aftur. Ekki er ráðlegt að lita í
smáum, þunnum skömmtum,
þvi að þá verður allt ójafnara.
Draga skal línu efri vara fyrst,
síðan fara eins að með neðri
varir.
Fallega málaðar og lagaðar
varir koma næst á eftir augun-
um, sem eins og áður er sagt
þurfa ætíð að vera miðdepill
andlitsins.
Varalitirnir, sem ríkja í tízk-
unni núna, eru mjúkir, gljá-
andi litir, oftast fölir með um-
gerð af dekkri línu, þar sem
það á við.
0—0
Þeim konum fækkar óðum,
sem láta sér nægja örlítinn
varalit og púðurklessu á nef-
brodd og eru þar af leiðandi
meðvitandi eða ómeðvitandi
stöðugt óánægðar með útlit
sitt, án þess að gera sér grein
fyrir því, hvað hægt ér að gera
og athuga ekki, að andlitssnyrt-
ing gæti hjálpað og ráðlegging-
ar snyrtisérfræðings í vali á
réttum snyrtivörum. Stöðugt
flóð frá snyrtivörumarkaðinum
rignir yfir kvenþjóðina, svo að
oft er erfitt að átta sig á þeim
fróðleik, velja og hafna og
þekkja hvað bezt á við fyrir
hinar mismunandi húðgerðir.
Þar ætti kunnátta snyrtisér-
fræðinga að koma að gagni í
aðgerðum og leiðbeiningum. —
Sannað er, að ef kona notar
rétt fegrunarlyf og fær viðeig-
andi andlitsmeðferðir hjá
snyrtisérfræðingi og gætir þess
að veita sér 20 mínútur til
hálftíma daglega heima fyrir
til að hugsa um húð sína, —
þá getur hún gert kraftaverk
hvað útlit snertir.
Að lokum má geta þess til
gamans, að karlmenn, þótt
álitnir séu sterkara kynið, hafa
við svipaða erfiðleika að glíma
og konan. Það er þurra eða
opna og óhreina húð og slappa
andlitsdrætti. Snyrtistofur
standa þeim líka opnar, hvort
sem um andlitsböð, handsnyrt-
ingu eða fótaaðgerðir er að
ræða. Hið sama gildir um þá
og konur, að þeir vilja líka
halda í útlit sitt.
Mörg snyrtivörufyrirtæki
hafa framleitt alls konar snyrti-
vörur fyrir karlmenn, jafnvel
make-up, sem gerir þá úti-
tekna. En hvort við konur ætt-
um að hafa hátt um það er
álitamál. Það gæti kostað okk-
ur Spánarferðina!
JONI MITCHELL OG
JAMES TAYLOR
Framhald. af bls. 28.
Joni Mitchell frá Kanada. En til
allrar hamingju kynntist hún
þjóðlagasöngvaranum Tom
Rush, sem kynnti hana fyrir
áhangendum sínum og vinkonu
sinni, Judy Collins. Árangur-
inn lét ekki á sér standa: Joni
var boðið að taka þátt í New-
port þjóðlagahátíðinni og Judy
Collins tók tvö af lögum Joni
til að setja á plötu, „Both Sides
Now“ og „Michael From Mount-
ains“.
Það var núverandi umboðs-
maður hennar, Elliot Roberts,
sem vakti athygli Reprise
hljómplötufyrirtækisins á
henni. Fyrsta breiðplata henn-
ar, „Song To A Seagull“ seld-
ist aðeins þokkalega, en Joni
varð þekkt meðal þjóðlaga- og
vísnaspekúlanta. Næsta breið-
plata, „CloUds" sannaði áþreif-
anlega að Joni var búin að
hasla sér völl og með þriðju
breiðplötunni, „Ladies of the
Canyon“, varð Joni Mitchell
stórstjarna.
Hún, eins og flestir aðrir er
fylgja þessari nýju „stefnu“
sem talað var um í upphafi, er
fyrst og fremst skáldkona.
Þó hefur hún þann einstæða
hæfileika að geta samið stór-
kostlega tónlist við stórkostleg
orð. Gott dæmi um þetta er Leo-
nard Cohen, kanadíska skáldið
sem fór að syngja til að koma
ljóðum sínum á framfæri.
En með hverri plötu sem Joni
hefur sent frá sér hefur verið
gerð tilraun til að gæða orðin
meiri tónlist og fleiri músíkönt-
um hefur verið bætt inn í. En
Joni er heldur á móti því og
er í eðli sínu sólómanneskja.
„Ég var einu sinni í dúett,‘“
segir hún, „og síðan hef ég ekki
gert mikið af að spila með öðr-
um. Þó finnst mér gaman að
spila með vinum mínum, eins og
t.d. Judy (Collins) og Graham
(Nash), en þá erum við að
skemmta siálfum okkur.“
(Þegar Joni sagði þetta var
hún í töluvert nánum kunn-
ingsskap við Graham Nash
(CSN&Y), en siðan hefur slitn-
að upp úr kunningsskap þeirra
og nú er bezti vinur hennar
James Taylor, sem einnig til-
heyrir þessari nýju línu, eins
og getið var í upphafi. Og ekki
er úr vegi að geta þess að Nash
samdi lag sitt, „Lady of the
Tsland" til Joni og hún hefur
samið nokkur tileinkuð hon-
um).
En með „Ladies“ hefur Joni
breytzt. Áður var hún meira
þjóðlaga- og vísnasöngkona en
nokkuð annað. Hún söng ein-
faldar melódíur, hreinar og
beinar, en nú er hún orðin
flóknari og má sjálfsagt held-
ur bendla henni við popp en
„folk“. Þetta er mjög áberandi
á „Ladies" og Joni virðist orð-
in mun frjálsari en hún var
áður. Sjálfsagt má setja þessa
breytingu hennar í samband
við þau kynni sem hún hefur
haft af poppurum, t.d. Graham
Nash og fleirum.
En Joni segist ekki telja að
þessi samvinna hennar við
aðra tónlistarmenn leiði til þess
að á endanum fari hún að semja
í félagi við aðra. „Ég held að
ég gæti það ekki fyrir sömu
ástæður og ég get ekki spilað
„professional" með öðrum.
Hugmyndir mínar um ldáraðan
hlut eru allt of fastmótaðar. Ég
meina . . . Hver hefur heyrt um
tvo málara sem vinna saman að
sömu myndinni? Jú, það er
kannski til, en ekki algengt. Ég
gæti til dæmis ekki hugsað mér
að vinna fyrir einhvern gallerí-
meistara sem kæmi til mín og
segði: .Ef þú setur rauða línu í
hornið þarna verður myndin
frábær.* Ég vil siálf fá að_glíma
við vandamálin og ég vil sjálf
fá að þurfa að brjóta heilann
um þessa rauðu línu.“
Þarna er Joni farin að fíló-
sófera, og við skulum láta hana
halda áfram: ,.Mér finnst skorta
rómantík í öllu því sem er að
gerast í dag. Ég fór að siá kvik-
myndina „Rómeó & Júlía“ sem
á að vera ægilega rómantísk, en
mér fannst þvert á móti. Allt
var of fullkomið."
Sjálfsagt hefur hver sína
skoðun á rómantík og hvað
hún er — ef hún er þá — en
Joni er þarna, að því er virðist,
í fullu samræmi við það sem
áður hefur komið fram hiá nú-
tímakonum, samanber Vikuna
frá 11. febrúar sl. En hún hef-
ur og skoðanir á fleiri málum
sem undanfarið hafa verið í
deiglunni:
..Ég held að konur séu mis-
leiddar. Við fáum ekki það sem
okkur ber. Á vissan h&tt, er
það okkur að kenna; það er til
dæmis alls ekki svo langt síð-
an ég gat ekki farið út án þess
að vera með fölsku augnahárin
mín, vegna þess að mér fannst
ég hálf-nakin án þeirra. Fár-
ánlegt, ekki satt? En svona var
það nú samt.“
Þetta var Joni Mitchell. en
lítið er aftur á móti vitað um
félaga hennar og kollega, James
Taylor, nema hvað að hann er
líka frábær á sínu sviði. En
hann þykir vægast sagt hund-
leiðinlegur náungi þess utan.
Lítt mannblendinn og allur
hinn fúlasti. Hann hefur þó
sitthvað sér til ágætis, og ný-
lega kom hann í sína fyrstu
hljómleikaferð tli Englands,
ásamt Joni og umboðsmanni
sínum, Peter Asher, en það er
enginn annar en fyrrverandi
helmingurinn af Peter & Gor-
don -og litlibróðir Jane Asher,
sem áður var orðuð við Paul
McCartney.
James er 22 ára gamall og
ættaður frá Massachusetts i
Bandaríkjunum, þar sem hann
býr reyndar enn, í bænum
Martha’s Vineyard. Hann hefur
nýlega lokið við að leika í sinni
fyrstu kvikmynd, „Two Lane
Blacktop“, og þar leikur hann
óðan bílagæja, en syngur ekki
neitt.
James fæddist í Boston eins
og Kennedy-bræðurnir, en þeg-
ar hann var þriggja ára fluttist
fjölskyldan (faðir hans er
læknir) til Karólínu og voru
þar næstu 11 árin. Þá fluttu þau
til New York og James lauk
menntaskólanámi. Þeir eru þrír
bræðurnir í músík, einn yngri
og annar eldri. Þó er ekki hægt
að neita því að hvorugur þeirra
náði sér almennilega á strik
fyrr en James var orðinn svo
þekktur sem hann er. Frami
James hófst árið 1966, þegar
hann stofnaði hljómsveit í New
York og gaf henni nafnið „Fly-
ing Machine". Æðsti draumur
hans er að eiga hús í Aberdeen
í Skotlandi, en þaðan komu
ættfeður hans fyrir löngu.
Þeir sem ekki hafa heyrt í
James Taylor eða yfirleitt þeim
sem ekki hafa verið á toppnum
siðastliðin 10 ár, ættu að hlusta
á þáttinn hjá Freysa Þórarins,
því hann er eina merki þess að
einhver hafi áhuga á að kynna
popptónlist á fslandi. -ír
( MÖMMULEIK
Framhald af bls. 29.
peninga til að koma á fram-
færi, því ekkert hljómplötu-
fyrirtæki vill gera það.
Zappa er mjög greinilega
vansæll yfir því að fyrri hljóm-
sveit hans varð aldrei almennt
viðurkennd. — Sumir skildu
það sem við vorum að fara, ég
veit það, segir hann, — og ég
er ekki að fara fram á að allir
í heimi verði óðir í okkur. Það
sem ég er að biðja um er virð-
ing fyrir því sem við vorum að
8 tw. VIKAN S1