Vikan


Vikan - 25.02.1971, Page 34

Vikan - 25.02.1971, Page 34
Alla sn r fáai yrtiv< eru nlegar örur X 1 r 1 r a bc o cn O num 1 • • Snyr r ti- x • • vo ruDuomm LAUGAVEGI 76 með grá augu.... Hún var klædd gráu pilsi, grænni blússu, grárri ullarpeysu, með grænan flauelshatt á höfðinu og með platínuhring með perlu. Hennar varð síðast vart, þegar hún yfirgaf heimili sitt, „Sty- les“ í Berkshire. Á simnudags- kvöld fannst bíllinn hennar mannlaus við Newlands Corn- er í Surrey. ...“ Nokkrum mánuðum fyrir hvarf sitt hafði Agatha Christ- ie gefið út sjöundu bók sína „Morðið á Roger Ackroyd", sem varð metsölubók. Hún varð heimsfræg á nokkrum vikum. Þessi eftirlýsing varð til að koma af stað einhverri víðtæk- ustu leit, sem getið er um í sögu Englands: Tvær flugvél- ar, 2000 lögreglumenn, ótelj- andi blaðamenn og annað fólk leitaði hennar í heila viku. 14. desember var ung kona, sem sagðist heita Teresa Neele, tekin föst á járnbrautarstöð í London, þar sem hún var að afhenda skjalatösku. Ofurstinn þekkti þar konu sína og sagði: „Konan mín tapaði minninu í eina viku“. En Christie ofursti sagði ekki frá því að nafnið, sem kona hans hafði tekið sér, var ein- mitt nafn þeirrar konu, sem ofurstinn hafði tekið sér fyrir ástmey. Agatha Christie talaði aldrei um þetta hvarf sitt, sagði al- drei frá því hvar hún hafði haldið sig. Hún skildi við Arc- hibald Christie árið 1928. Það eina sem hún sagði var: „Ég var hamingjusöm í ellefu ár“. Hún kynntist Sir Max það sama ár og fékk mikinn áhuga á fornleifafræði. Hún giftist fornleifafræðingnum, sem var 13 árum yngri og tók mikinn þátt í starfi hans. Hún hjálp- aði honum við að hreinsa það sem hann gróf upp og taka af því ljósmyndir og hún lét hita og þurrk eyðimerkurinnar ekk- ert á sig fá. Hún segir: „Það sem Max gerir er svo mikilvægt og flók- ið, en mitt starf er ósköp venju- legt og auðskilið. Við eigum mjög vel saman.“ Og Max á ekki orð til að lýsa konu sinni. Og nú njóta þau tilverunnar á landssetrum sínum. Hann leysir krossgátur og hún prjón- ar. Fyrir nokkrum árum var hún veik í heilt ár og léttist þá um 15 pund. Sir Max stundaði hana af mikilli alúð. Aldurs- munurinn, sem er 13 ár, hefur aldrei skipt þau nokkru máli. Hún er áttræð, hann sextíu og sjö ára. Hann brosir kankvís- lega og segir: — Við höfum verið gift í fjörutíu ár og allt- af verið hamingjusöm. ENGILLINN BLYGÐUNARLAUSI Framhald af bls. 23. fulla af konfekti. Brúðkaups- gestirnir, sem þegar voru bún- ir að éta og drekka sér til óbóta, grýttu sætindunum hver sem betur gat út um glugga páfa- hallarinnar. Á Péturstorgi hafði safnazt saman múgur manns, því að bæði hafði frétzt af brúðkaupinu og svo höfðu drykkjulæti brúðkaupsgest- anna dregið marga að. Múgur- inn slóst upp á líf og dauða um sætindin, og gestir hans heil- agleika horfðu á úr gluggum Vatíkansins og skemmtu sér konunglega. Sjálfur hafði leið- togi kristninnar valið sér aðra skemmtan, er betur var við hans smekk. Hann stillti tveim- ur frúm í mjög flegnum kjól- um upp að vegg og spreytti sig á að hitta þær í lautina milli brjóstanna með brjóst- sykri og karamellum. Gestirnir urðu þó af sjálfu hámarki hátíðahaldanna. í þá tíð var algengt að brúðkaups- gestir fylgdu brúðhjónum til hvílu og væru vitni að því er brúðguminn yfirskyggði brúð- ina í fyrsta skipti. Til þessa lágu lögfræðilegar ástæður. Á þeim tímum var ekki hægt að leysa upp hjónaband nema af örfáum ástæðum, og ein af þeim var getuleysi eiginmanns- ins. Hin ókrýnda Rómar- drottning Giovanni Sforza var í alltof miklu uppnámi til að hann treysti sér til svoleiðis sýning- ar. Hann byggði undanfærslur sínar á æsku brúðarinnar, og dró sig síðan í hlé og svaf einn þá nótt. Þremur vikum síðar fór hann frá Róm, án þess að hafa gist eina einustu nótt í höll Lucreziu, Santa Maria in Portico. Annað er varla af Gi- ovanni Sforza að segja. Hann stóð alltaf í skugga konu sinn- ar, hræddur og öryggislaus. Hún hugsaði varla til hans, hvað þá meira. Lucrezia Bor- gia hafði 'erft frá föður sínum áhyggjuleysið, léttúðina og hungur í lífsins gæði. Gim- steinar, föt, dans og veizlur voru líf hennar og yndi. Hún gat hvorki hatað eða elskað. En sjálf var hún hötuð og elsk- uð úr hófi fram. AJexander sjötti tilbað dótt- ur sína og uppfyllti hveria hennar ósk. Þess vegna sneru allir, sem vildu fá einhverju framgengt í páfagarði, sér fyrst til Lucreziu. Þess vegna varð Santa Maria in Portico miðstöð alls rómversks baktjaldamakks. Þegar Lucrezia var fjórtán ára var hún betur heima í pólitík en margir háttsettir embættis- menn Vatíkansins. Julia Far- nese, uppáhaldskona páfans, og önnur frú að nafni Adriana Milo, sem vegna forsjálni og kaldrar greindar naut trausts hans heilagleika, voru lags- konur dóttur hans. Árum sam- an voru þessir þrír kvenmenn óaðskiljanlegir. Þær voru hin- ar óopinberu Rómardrottning- ar. Og þær rupluðu aðdáendur sína af skotsilfri og gimstein- um með koldu blóði. Lucrezia naut í ríkum mæli aðalhlut- verks síns við þessa léttúðugu hirð. Aðstaða eiginmannsins, Gi- ovanni Sforza, var ömurleg. Þegar svo páfinn fékk Sanciu af Aragóníu fyrir konu handa yngsta syni sínum, Joffré, hafði hann ekki frekara brúk fyrir Sforza-ættina. Og það var lífs- hættulegt að vera nálægt Bor- Þér sparið raeð áskriít SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320 34 VIKAN s. tbi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.