Vikan


Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 36

Vikan - 25.02.1971, Blaðsíða 36
gia-fjölskyldunni, ef hún hafði ekki beinlínis not fyrir mann. Aragóníumenn og Sforzarnir höfðu verið svarnir ■ óvinir svo kynslóðum skipti. Þess vegna fannst húmoristanum Alexand- ri Borgia upplagt að fá Gi- ovanni Sforza foringjastöðu í her, sem Aragónar héldu úti gegn ættingjum hans. Luere- zia var þá orðin sextán ára. Hún hefði ekki þurft að segja nema eitt orð við föður sinn, til að losa eiginmann sinn úr klípunni. En hún hafði engan tíma til að sinna svoleiðis smá- munum. Þegar hún var ekki á böllum, var hún umkringd klæðskerum sínum og skart- gripakaupmönnum. Hún lagði áherzlu á að vera glæsilegar til fara en hin fagra mágkona hennar, Sancia af Aragóniu. Og þegar Sancia tók framhjá Jof- fré með bróður hans Cesare, fannst Lucreziu það ólíkt meira spennandi en vandamál eigin- manns hennar. Borgia-fjölskyldan í essinu sínu Þegar hér var komið ákvað hinn grimmi og slægi Cesare að ryðja Giovanni Sforza úr vegi. Lucrezia komst að því og var þá ekki þegar allt kom til alls verr innrætt en svo, að hún varaði eiginmann sinn við. Hann beið ekki boðanna — á föstudaginn langa árið 1497 hafði hann sig á brott úr Róm, og Lucrézia sá hann aldrei aftur. Skömmu síðar yfirgaf hún Róm sjálf og hafðist við í af- skekktu klaustri hjá Via Ap- pia. Ekki er vitað hvað olli þessu undanhaldi, en víst er að um þessar mundir gerðust margir ógeðslegir atburðir í borginni eilífu. Leigumorðingj- ar gengu þar ljósum logum. Sá fyrsti sem var drepinn var Ju- an, elzti Borgia-sonurinn. Hver stóð að því morði veit enginn með vissu, en Cesare bróðir hans er helzt grunaður, en báð- ir voru þeir bræður metnaðar- gjarnir með afbrigðum og hvorugur þoldi að hinn væri tekinn framyfir. En verið get- ur að óvinir Borgia-ættarinnar hafi líka hér um vélt, til dæm- is Sforzarnir. Víst er hitt að eftir þetta fór Cesare fyrst að láta til sín taka, svo um mun- aði. Hann lagði af sér kardí- nálapurpurann, sem faðir hans hafði sæmt hann á unga aldri, og hófst af ótrúlegri grimmd og slægvizku handa um að gera Borgia að voldugustu ætt Italíu. Vopn hans voru eitur og rýtingur. Morgun eftir morgun voru lík fórnarlamba hans dregin upp úr Tíber — og flest voru þau af göfugustu ættum Rómar. Alexander páfi vildi hafa daglegar fréttir af dóttur sinni í klaustrinu og hafði hraðboða stöðugt í ferðum þangað. Hrað- boðinn var töfrandi fríður ungl- ingur að nafni Pedro Calderon. Lucrezia gaf honum gælunafn- ið Perotto og tók hann sér fyr- ir elskhuga. Bréfin sem hann bar á milli feðginanna fjölluðu einna helzt um formlegan skiln- að þeirra Giovanni Sforza, sem nú stóð fyrir dyrum. í desem- ber 1497 kom Lucrezia, sem þá var seytján ára, fram á fundi kirkjuhöfðingja og dómara og krafðist skilnaðar með ræðu á gallalausri latínu. Hún bar á mann sinn að hann væri ónýt- ur, sem bezt sýndi sig í því að hún væri ennþá hrein mey. Þetta var nokkuð hressilega mælt, þegar þannig stóð á að Lucrezia var þá ófrísk og kom- in á sjöunda mánuð. Faðirinn var Pedro Calderon. Engu að síður veittu dómar- arnir henni skilnaðinn. Snemma árs 1498 fæddi hún son. Faðir drengsins fannst um það leyti rekinn úr Tíberfljóti; hafði verið kyrktur. Honum til sam- lætis hafði verið myrt stúlku- kind .sem Pantasilea hét, og voru þau fjötruð saman á hönd- unum. Pantasilea auminginn hafði verið trúnaðarkona Lu- creziu í klaustrinu og gætt þess að enginn kæmi húsmóður hennar að óvörum, þegar hún var að gamna sér með Perotto. Það var lífshættulegt að vita leyndarmál Borgia-fjölskyld- unnar. Morðin voru þó ekki eina umræðuefni manna í Róm urrj þessar mundir. Giovanni grey- ið Sforza breiddi út þá sögu að Lucrezia hefði, meðan þau voru hjón, drýgt blóðskömm með föður sínum, eftirmanni Péturs postula, og bróður sín- um Cesare. Margir telja þetta lýgi, en fáir mótmæla því þó að fjölskyldunni hafi verið vel til þessa trúandi. Og í þá daga var það þjóðtrú að með því að hafa kynmök við sín nánustu skyldmenni gætu menn gætt þau yfirnáttúrlegum mætti, sem þeir kynnú að búa yfir. Og enginn þeirrar tíðar Róm- verji efaðist um að Borgia- fjölskyldan væri í vináttu- bandalagi við djöfulinn. Að- eins með slíkan höfðingja á bak við sig var hugsanlegt að þessu dæmalausa fólki héldist uppi að guðlasta, fremja ótelj- andi glæpi og safna gríðarleg- um auðæfum, án þess að yfir það kæmi guðleg hefnd. Hinn fagri Alfonso Ekki leið á löngu áður en páfi fann dóttur sinni nýjan eiginmann, og í þetta sinn eins og vænta mátti af aragónsku konungsættinni. Sá hamingju- sami var Alfonso, hertogi af Biselli, frændi konungsins i Napólí. Hann var seytján ára og orðlagður fyrir glæsi- mennsku, töfra og ættgöfgi, svo að hvað þetta snerti þótti enginn unglingur á Ítalíu kom- ast í samjöfnuð við hann. Brúð- kaupið fór fram í Vatíkaninu sjálfu þann tuttugasta júní 1498. Lucrezia var klædd hvítu, eins og hæfði saklausri brúði. Meðan hún hét Alfonso eilífri tryggð, tóku ættmenn brúð- gumans við heimanmundinum í skrúðhúsinu fjörutíu þús- und dúkötum, það er að segja eitthvað níutíu milljónum króna. Um kvöldið dansaði Lucre- zia fyrir brúðguma sinn. „Dans hennar var svo léttur og töfr- andi, að maður óttaðist að hún yrði þá og þegar hafin upp til guðanna,“ skrifaði einn brúð- kaupsgestanna síðar. Alfonso var miklu harðari af sér en Giovanni auminginn Sforza, og í þetta sinn urðu gestirnir ekki af aðalbrúðkaupsskemmtun- inni. Nýnefndur gestur skrifar að hann hafi yfir^kyggt brúð- ina á „mjög snoturlegan og mjög þokkafullan hátt, og þrí- végis án þess að gera hlé á milli.“ Alfonso unni Lucreziu hug- ástum, og hún kunni ágætlega við hann. En stjórnmálabrölt föður hennar gerði skjótan endi á hamingju hennar. Alex- ander sjötti var áður en varði kominn í nýtt bandalag við Frakkland og Feneyjar. Mark- mið þess bandalags var eink- um þrenns konar: að steypa Sforzunum af stóli í Mílanó, að koma Napólí í klær Frakka og að leggja alla Mið-Ítalíu und- ir Borgia-ættina. Alfonso var ekki einungis laglegur, heldur og hugrakkur, og hikaði ekki við að ámæla tengdaföður sínum opinberlega fyrir svikin við Napólí. Þess konar háttalag var Borgia- ættin vön að launa með rýt- ingsstungu í bakið. í ágúst varð Alfonso að flýja Róm. Lucrezia var þá á sjötta rnán- uði að barni þeirra. Hún grét beisklega í heilan dag, og í huggunarskyni gaf páfinn henni hertogadæmin Spoleto og Nepi. Þá þurrkaði hún af sér tárin og fór, glöð í bragði, að undirbúa ferð sína til Spoleto. Hún var þá nítján ára og átti þrjú þúsund sjö hundruð og sjötíu skartgripi og mörg hundruð skrautkjóla ásamt tilheyrandi loðfeldum, húfum og skóm. Tii Spoleto tók hún aðeins með sér hið allra nauðsynlegasta — og það dugði til að fullferma fjörutíu og þrjá vagna. w Fylgdarlið hennar var þrjú þúsund hirð- dömur, þjónar og hirðfífl og sex hundruð alvopnaðir ridd- arar. Sjálf var hún flutt í burðarstóli, fóðruðum og bólstruðum innan með silki. Ferð hennar minnti á þjóð- flutninga. Morð á tröppum Vatíkansins í Spoleto hitti Lucrezia Al- fonso sinn aftur og taldi hann á að fylgja sér til Rómar. Þar fæddi hún son þeirra, er hlaut nafnið Rodrigo. Hjónin ungu virtust alsæl, eins og engin pólitik væri til framar. Lucre- zia lifði stöðugt í dýrlegum fagnaði, eins og „morgunbæn“ hennar bezt vitnar um. Þar eð hún svallaði oft allar nætur, fór hún fyrst á fætur nokkru eftir hádegi. Hún byrjaði dag- inn með því að fara í bað —' hvað ekki hneykslaði samtíð- ina minna en annað, sem hún gerði, því að þá voru miklir vatnsþvottar taldir svívirðilegt hátterni. Síðan klæddist hún dýrindis skikkjum og slæðum og gekk til morgunbænar í Vatíkaninu klukkan fjögur. Þótt ekki væri nema steinsnar þangað frá höll hennar, fór hún aldrei þennan spöl nema í fylgd að minnsta kosti fjög- urra biskupa í fullum skrúða og þrjú hundruð lífvarða í hin- um rauðgullnu einkennisbún- ingum Borgia-ættarinnar. En Alfonso Jét ekki af and- stöðu sinni við páfann, og eftir sérstaklega svæsið rifrildi þeirra á milli í júlí 1500 réð- ust heilir tólf leigumorðingjar á Alfonso á tröppum Vatikans- ins. Sá sem hafði fyrirskipað þá atlögu var Cesare Borgia. Alfonso hlaut lífshættulega áverka, en komst þó undan til herbergja eiginkonu sinnar. Hún hjúkraði honum af slíkri alúð að furðu gegnir, eldaði meira að segja ofan i hann sjálf til að fyrirbyggja að hægt væri að eitra fyrir hann. Al- fonso náði sér furðufljótt, en svo var Lucrezia eitt sinn köll- 36 VIKAN s tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.