Vikan - 25.02.1971, Page 45
hann hafði verið rekinn úr
nokkrum klúbbum fyrir að
borga ekki árgjöldin.
Margot skrifaði kurteislegt
bréf til frú Goshorn, og útlist-
aði fjálglega hve leitt henni
þætti að geta ekki þegið þetta
dýrlega boð. Eftir það hélt ég
að við værum laus við Gos-
hornfjölskylduna, þar til í
næstu viku að ég hringdi í
Margot til að bjóða henni í
mat. Hún var skellihlæjandi.
— Ég trúi því ekki, sagði hún.
— Mamma Jasons kom í dag í
eigin persónu og það til Han-
sons!
Ég varð að hugsa mig um og
þá mundi ég að Jason var rétta
nafn Eggsins.
— Hún er stór og yfirgnæf-
andi kona, sem er alsett dýr-
mætum skartgripum, hélt Mar-
got áfram. — Eitt náttúruafl-
anna, rétt eins og flóðbylgja!
— Hvað vildi hún? spurði ég.
— Hún var að bjóða okkur
að vera með þeim um næstu
helgi. Hún fór mjög varlega í
það í þetta skipti, bauð þér
líka og einhver vinstúlka Ja-
sons ætlar að vera með okkur.
— Þú hefur væntanlega ekki
þegið boðið? mótmælti ég.
— Ég fékk aldrei tækifæri
til að segja nei.
Við þráttuðum um það það
sem eftir var vikunnar. Eg var
í fýlu en Margot var skynsöm.
-— Hvers vegna ekki? spurði
hún. — Það verður örugglega
athyglisvert og gæti orðið
skemmtilegt.
Okkur tókst báðum að fá
nokkurra tíma frá á föstudeg-
inum og síðari hluta dagsins
sótti ég hana í búðina. Veðrið
var dásamlegt og umferðin var
ekki of mikil, en samt var ég
ekki tiltakanlega hress.
Þegar við nálguðumst þorp-
ið sem Eggið hafði talað um
fór Margot að bursta á sér hár-
ið og setti á sig varalit. Var-
irnar á henni voru stórkostleg-
ar og hún málaði þær alltaf of
mikið. Ef til vill var það í
þrjózku við föður hennar, sem
hafði aldrei leyft henni að
krulla á sér hárið, nota ilmvötn
eða eiga varalit. Peningaleysi
réði því víst ekki.
Það var erfitt að ímynda sér
að hún hafi verið kúguð. Hún
sat tignarlega og virtist köld í
sætinu við hliðina á mér,
íklædd blárri dragt og var nær
gallalaus í útliti. Ég elskaði
hana ekki aðeins fyrir fegurð
hennar, heldur einnig fyrir það
að í henni sá ég sjálfan mig.
Margot skoðaði kortið sem
Eggið hafði sent okkur og leið-
beindi mér áfram á dimma
götu, sem hlykkjaðist í gegn-
um greniskóga. Ég hélt áfram
rúman kílómeter og enn gekk
gatan i hlykkjum. Og skyndi-
lega vorum við komin út úr
skóginum og við okkur blasti
vatn. Við vorum stödd á ör-
litlu eyði sem lá beint út í sjó.
Og fremst á eiðinu var húsið:
Þrjár hæðir úr grásteini með
steindu gleri í gluggum og kop-
arþynnum á þakinu.
— Hamingjan góða! stundi
Margot. — Höll!
Ég var líka í hálfgerðu upp-
námi. Ég hafði, einhverra hluta
vegna, búizt við venjulegu
sveitasetri eða einhvers konar
húsi máluðu skærbleikum lit.
Hugsunin að Eggið hefði
peninga í aðra hönd og hefði
verið alinn þannig upp, gjör-
breytti öllu viðhorfi mínu
gagnvart honum.
Gatan hélt áfram inn í girt-
an garð. Um leið og ég stöðv-
aði bílinn kom Eggið út úr
húsinu. Hann var í rauðum
sundbuxum og sportskyrtu sem
öll var út í ryði. Hann var ber-
fættur. Þó hann væri lítill var
hann vel byggður — eins og
knapi. Hann opnaði dyrnar fyr-
ir Margot og glápti á fætur
hennar um leið og hún fór út
úr bílnum. — Albert er að
koma sagði hann. — Hann tek-
ur töskurnar ykkar og svo
skemmtum við okkur konung-
lega.
Hann sýndi okkur tennis-
völlinn, sem var nýlagfærður,
sundlaug, fallegan trjágarð,
völundarhús og gangstíga sem
enduðu í blómagörðum. Þá var
strandbátur, hraðbátur og hvít
seglskúta.
Eggið virtist hafa breytzt og
var ekki lengur kjánalegur og
lítilmáttugur. Hann fór með
okkur inn í húsið og sýndi okk-
ur herbergin okkar. Margots
herbergi var með glugga út að
sjónum og sólin kom inn um
stóran glugga, sem hægt var að
opna og komast út á svalirnar.
— Ef þig vantar eitthvað,
skaltu hrekkja séníið, sagði
Eggið og benti á svartan hnapp
sem var undir ljósarofanum.
Við fórum út og skildum
hana eftir á miðju gólfi í her-
berginu. Hún virtist óörugg og
vissi greinilega ekki í hvaða
átt hún átti að fara. Eggið fór
með mig í mitt herbergi, sem
einnig var með glugga er sneri
mót sjónum, en þar voru engar
svalir.
— Við fáum okkur í glas
um hálf sjö á terrasinum, sagði
hann.
Verið brún - brennið ekki — NOTIÐ
COPPERTONE
Heildverzlunin Ýmir sf.f sími 14191.
Haraldur Árnason, heildverzlun hf.
símar 15583,13255.
Hollenzku MAXIS brjóstahaldararnir
og teygjubuxurnar fyrirliggjandi.
Ödýr gæðavara.
Haraldur Árnason, heildverzlun hf.
símar 15583,13255.
8 tbl VIKAN 45