Vikan - 25.02.1971, Síða 46
Um leið og hann fór út
spurði ég: — Hvar er stúlkan
þín?
— Hún gat ekki komið —
fékk skyndilega botnlangakast.
Eg fór í bað, rakaði mig og
fór í nýju, gráu fötin mín. Er
ég stóð við gluggann og horfði
yfir grasflötina yfir vatnið,
fannst mér ég hafa lent í ein-
hvers konar hillingu. Mér hafði
svo sannarlega aldrei dottið í
hug að ég ætti eftir að verða
gestur í svona húsi — eða
höll, eins og það var í raun og
veru.
Klukkan hálf átta fór ég nið-
ur og gekk varlega, því mér
leið undarlega þegar ég gekk
niður þessi breiðu og teppa-
lögðu þrep. Við nesta þrepið
hikaði ég og vissi ekki í hvora
áttina átti að fara, en þá heyrði
ég tónlist og glasaglamur svo
ég gekk á hljóðið.. Ég gekk í
gegnum skuggalegt teikniher-
bergi með þunglamalegum stól-
um og sófum og síðan í gegn-
um franska glugga út á terras-
inn. Þar stóð Eggið, við hvítt
járnborð, og var að raða flösk-
um og glösum á silfurbakka.
Tónlistin kom frá ferðaútvarpi
sem var undir borðinu. —
Þarna ertu, sagði hann og
brosti. Hann var í smóking.
-fíg er greinilega ekki í
rétta úniforminu, sagði ég,
heldur geðvonzkulega yfir því
að hann hafi ekki sagt mér að
maður ætti að vera uppklædd-
ur fyrir matinn.
—■ Æ, sagði hann, — ég vildi
að ég þyrfti ekki að vera svona.
Hann hellti viskíi í glas handa
mér.
Þgear Margot kom út var
hún einnig hissa á klæðnaði
Eggsins. Hún leit hálf óttasleg-
in á mig. Hún varð eiginlega
sárari en ég, þó hún væri gull-
falleg í svarta kjólnum sínum.
— Sg kom ekki einu sinni með
síðan kjól, sagði hún.
— Það er mér að kenna,
sagði Eggið. — Sg hefði átt að
vara ykkur við sérvizku móð-
ur minnar.
— fíg heyrði þetta, sagði
móðir hans um leið og hún
stormaði í gegnum frönsku
gluggana. Hún var há kona,
farin að grána lítið eitt og
íklædd grænum kvöldkjól sem
var flegin yfir herðarnar.
Handleggir hennar, háls, mitti
og barmur voru alsettir skart-
gripum, aðallega demöntum.
Langleitt andlit hennar var líf-
legt og munnurinn á sífelldri
hreyfingu. Græn augun voru
starandi eins og þau vildu
skera úr manni hjartað. —
Talaðu ekki um mig eins og ég
sé einhver ancienne, sagði hún
við Eggið. Hún kyssti Margot
og rétti mér handarbakið en
missti aldrei úr eitt orð. —
Maðurinn minn átti þá hugsjón
að klæða sig þokkalega fyrir
máltíðir. Hann var þeirrar
skoðunar að ef fólk hagaði sér
á siðmenntaðan hátt, myndi
það smátt og smátt verða sið-
menntað. fíg er ekki að ásaka
ykkur tvö; sonur minn hefði
átt að útskýra húsreglurnar
fyrir ykkur.
— Það er þegar búið að
skamma mig, sagði Eggið og
leit snöggt á mig.
-—• Siðmenning er aðallega
spurningum um framkomu, hélt
hún áfram. Hún settist í stól
og lagaði kjólinn um ökkla sér.
— Maður er það sem maður
telur sig vera. En mér þykir
vænt um að hafa ykkur hérna.
Um helgar þarfnast ég félags-
skapar — lífs og upplyftingar.
Eggið sökk niður í stólinn
sinn, hljóður og starði á Mar-
got.
Við snæddum í stóru her-
bergi með viðarklæddum
veggjum og gluggunum hátt
uppi. Gluggapóstarnir voru
stórir og sandblásnir, eins og
klæðningin á veggjunum. Ar-
ininn var nægilega stór sem
svefnpláss handa manni og
stóra eikarborðið, útskýrði frú
Goshorn, kom upprunalega úr
klaustri í frlandi. Albert og
þjónustustúlka báru okkur
ostrur, steikt nautakjöt, jarð-
arber með rjóma og létt vín.
— Maðurinn minn var van-
ur að velja vínin okkar sjálf-
ur, sagði frú Goshorn. — Hann
hafði einstaklega góðan smekk.
Eftir matinn gekk frúin með
okkur niður að bryggjunni og
Eggið .hjálpaði okkur um borð
í hraðbátinn. Tunglið var fullt
og speglaðist í vatninu. Eggið
fór með okkur á miklum hraða
út að bauju sem blikkaði rauðu
í sífellu og Margot var hrædd
-— hún var ósynd og átti í erf-
iðleikum með að halda hárinu
í skefjum. Frú Goshorn talaði
í sífellu og Eggið sýndi ótrú-
lega leikni í að snúa bátnum
við umhverfis baujuna og fara
aftur í land.
— Sofið þið vel, sagði frú
Goshorn, þegar við vorum
komin að húsinu aftur. Jason
kom með okkur að herbergj-
unum okkar og bauð góða nótt.
Þegar hann var farinn, lædd-
ist ég niður ganginn og klór-
aði lítillega í dyrnar hjá Mar-
got. Hún opnaði, hleypti mér
inn og lokaði í flýti.
— Það var þá meira botn-
langakastið! sagði ég og sagði
henni síðan frá þessari „stúlku“
hans. — Hvað er hann að fara?
fíg hef tekið eftir því að hann
er að skoða á þér fæturna í
hvert skipti sem hann fær
tækifæri til þess. Ég veit ekki
hvaðan þessir peningar þeirra
koma, en ég er viss um að það
hefur verið eitthvað gruggugt
við það.
— Jæja, ef þau vilja endi-
lega eyða þessum peningum á
okkur, þá skulum við láta þau
gera það, sagði hún og geisp-
aði.
Ég lyfti andliti hennar, kyssti
hana og gekk með hana að dyr-
unum. Um leið og ég kom við
húninn fann ég að einhver var
að banka í hann hinum megin.
É'g kippti hendinni til baka.
Margot var rugluð. Ég bar
fingur að vörum og flýtti mér
inn í samliggjandi baðherberg-
ið.
Hún opnaði dyrnar og ég
heyrði rödd Jasons. — Er það
eitthvað sem þig vantar? spurði
hann. — Brauðsneið, mjólkur-
glas eða eitthvað?
— Nei, þakka þér fyrir.
Þetta er samt elskulegt af þér.
— Eg fékk aldrei tækifæri
til að segja þér hve falleg mér
þótti þú vera í kvöld.
— Satt að segja fannst mér
ég vera subbuleg, sagði Mar-
got.
— Nei, alls ekki, og ef þig
vantar eitthvað, þá skaltu bara
kalla í mig eða lyfta litla fingri
og ég kem hlaupandi.
— Allt í lagi, sagði hún, —
þakka þér fyrir. Henni tókst
að lokum að loka á hann og ég
kom út úr baðherberginu.
— Hann vildi komast hing-
að inn, hvíslaði ég reiðilega.
—- En ég hleypti honum ekki
inn, svo þú þarft ekki að veda
að æsa þig.
— fíg æsi mig víst! Hann er
að reyna að gera mig að fífli!
— f mínum augum ertu ekki
fífl, sagði hún og kleip mig
laust í hökuna. — Jæja, farðu
nú áður en þú finnst hérna hjá
mér. Hún kyssti mig og opnaði
fyrir mér dyrnar.
R,étt er ég var að sofna datt
mér í hug að ég var hættur að
hugsa um Jason sem „Eggið“.
fíg svaf illa, en neyddi sjálf-
an mig til að liggja í rúminu
til klukkan hálf níu. Þá klæddi
ég mig og fór niður. f svölum
matsalnum var dúkað morgun-
verðarborð. Ferskum blómum
hafði verið komið fyrir í silf-
urvasa. Þjónustustúlka í svört-
um einkennisbúningi hellti
kaffinu í bollann minn. Ég
reykti og beið þess að einhver
birtist, en gekk svo með kaffi-
bollann út á terrasinn. Þar
reykti ég aðra sígarettu en fór
svo upp til herbergis Margot
og bankaði. Enginn anzaði. Ég
bankaði aftur og opnaði svo
dyrnar. Herbergið var tómt og
rúmið umbúið.
Ég fór aftur niður og í gegn-
um drungaleg herbergin. Ég
fór út um þungar og miklar
aðaldyrnar og gekk í kringum
húsið. Þar virtist sem ég væri
eina manneskjan með lífs-
marki þarna. Ég stanzaði við
dyr og leit inn í eldhúsið; hálf-
gerður salur fullur af ryðfríu
stáli og pottum og pönnum
hangandi í lofti og á veggjum.
Albert var að verka fisk. Ég
spurði um Margot.
— Hún kom snemma niður,
svaraði hann. — Hún fór með
herra Goshorn að sigla.
Ég gekk niður að bryggj-
unni og sá hvít segl bátsins
bera við sjóndeildarhringinn og
glampa í sólinni.
— Þú hefðir ekki átt að sofa
svona lengi, sagði frú Goshorn
á bak við mig. Eg sneri mér
við, dauðskelkaður. Græn augu
hennar nístu í gegnum merg og
bein. — Þú getur komið með
mér. Ég þarfnast aðstoðar karl-
manns.
Við fórum niður í þorpið til
að verzla. Ég ók gráu limmú-
sínunni hennar; gamall en veru-
lega fallegur Daimler. Við
komum við í þó nokkrum verzl-
unum og ég bar pakkana henn-
ar.
— Ert þú eitthvað skyldur
Freddy Jowett í Gloucester?
spurði hún þegar við vorum á
leið heim.
— Nei, svaraði ég. Fjöl-
skyldunafn mitt er Jowett, og
mér varð hugsað til frænda
minna. Allir grafalvarlegir
verkamenn — og svoleiðis
menn þekkti Goshorn-fjöl-
skyldan áreiðanlega ekki.
— Ég hélt þú myndir kann-
ski kannast við að vera skyld-
ur honum, sagði hún.
Ég leit á hana til að ganga
úr skugga um hvort hún væri
að gera grín að mér, en hún
var þá niðursokkin í matvöru-
reikninginn sinn.
Þegar við komum að húsinu
flýtti ég mér niður að bryggj-
unni. Báturinn var bundinn en
engin merki um Margot og
Eggið. Ég gekk í gegnum hús-
ið og út í garðinn og þar heyrði
ég hlátur. Ég kallaði í Margot.
46 VIKAN s. tbi.