Vikan


Vikan - 25.02.1971, Síða 47

Vikan - 25.02.1971, Síða 47
Hún birtist út úr einum gangstígnum. Hlátur hennar dó út og hún roðnaði um leið og hún sagði: — Hér! Hún strauk yfir hárið og niður eftir and- litinu eins og til að strjúka burtu allar glettnishrukkur. — Hann hélt ég hefði stung- ið af með þér, sagði Jason. Svo brosti hann og sneri sér við og fór. Hann var berfættur og í snjáðum gallabuxum sem ég hefði verið búinn að henda fyrir löngu. Samt var hann einhvern veginn betur klædd- ur en ég — í pressuðu buxun- um og nýju rúskinnsskónum mínum. Ég starði á eftir honum og sneri mér að Margot. — Það var ekki mér að kenna, sagði hún. — Hann vakti mig og sagði að við yrðum að flýta okkur til að ná andvaranum. Ég hélt þú værir þegar kom- inn í bátinn. En svo lagði hann frá áður en ég gat náð í þig. — Leitaði hann á þig? — Þetta var allt mjög skrít- ið, sagði hún. — Hann sagði að móðir sín vildi búa í Frakk- landi, en vildi ekki fara héðan fyrr en nýr kvenmaður væri komin í húsið. — Og? heimtaði ég. — Hann sagði að ég myndi sóma mér mjög vel hér.... Hún brosti við minningunni. — Þetta er bónorð! sagði ég öskureiður. — Já, eins konar, er það ekki? sagði hún og flissaði. — Ég er farinn, sagði ég, — og ég vona að þú komir með mér! — Vertu rólegur, sagði hún og tók í handlegginn á mér. — Við getum verið hér í nokkra tíma enn og eins og þú ættir að vita manna bezt get ég séð Um mig sjálf. — Þér finnst gaman að þessu! — Öllum stúlkum finnst gaman að vekja athygli, en þú Veizt að það ert þú sem ég elska. Hún kyssti mig létt og fór til að skipta um föt. Ég fékk mér ekki blund eft- ir matinn eins og frú Goshorn hafði stungið upp á. Þess í stað lá ég á hleri í heilan klukkutíma og fylgdist vel með hvort Jason kæmi að her- bergisdyrum Margot og reyndi að fara með hana aftur. Að síðustu læddist ég til herberg- is hennar. Hún neitaði að leyfa uiér inn. — Þetta er fáránlegt, hvíslaði hún. — Ég fer hvergi með honum. Loks heyrði ég fótatak og Jason birtist — í mínum dyr- um en ekki Margots. — Eigum við að spila svolítinn tennis? spurði hann. — Ég er að vísu rétt búinn að gleyma þessú öllu, en. . . . Ég hafði lært að leika tenn- is á borgárleikvelli, þar sem allir strákarnir skiptust á um einn asfaltvöll. Hann var allur sprunginn og netið rifið og meðfram girðingunni óx arfi og fleiri göfugar jurtir óhindr- að. Þarna lékum við harða og miskunnarlausa leiki, með allt annað en virðingu fyrir mót- herjanum. Þegar ég fór að heiman og hélt í háskóla hafði ég þjálfazt nægilega mikið til að vinna silfúrvérðlaun skól- ans. Við fórum niður að leikvang- inum. Jason réði yfir fallegum, letilegum stíl og virtist syfjað- ur. Ég var sterkari og vann fyrstu tvo leikina auðveldlega. Ég vissi að ég gæti unnið hann. Margot gekk yfir grasflötina og settist við tennisvöllinn. Ég vildi láta hana sjá mig vinna, en þá fór Jason að sækja í sig veðrið. Ég lamdi boltana yfir af afli, en hann sendi þá til baka af hæfni, en jafnframt svo lausa að ég missti nærri alla. Ég gerði mér þá grein fyrir því að á meðan ég var órólegur og æstur virtist Jason í fullkomnu jafnvægi og meira að segja áhugalaus. Þannig hlaut það að líta út í augun- um á Margot. Hann vann þenn- an leik. Ég fór að hlaupa upp að net- inu til að reyna að loka hann í hverju skoti. Einu sinni sló ég svo fast á móti að boltinn týndist. Loks vann ég leikinn. Staðan var 3:1 og ég blikkaði Margot. Hún var falin á bak við stór sólgleraugu svo ég sá ekki svip hennar. Hann hélt áfram að senda þessa loðnu bolta sína. Ég kýldi þá ákveðið til baka, en fékk þá rennandi á mig aftur. É'g var þess fullviss að hann var að reyna að gera mig kjánalegan í augum Margots. Það ergði mig og ég tapaði næstu tveimur leikjum. Þá var staðan 3:3. Ég barðist ákaft til að vinna næsta leik og tókst það með ofurlitlum brögðum; tókst að fá hann til að misreikna eitt skotið. í næsta leik tókst hon- um að snúa aðeins upp á oln- bogann á mér og þar með var staðan 4:4. Svona gekk það. Fimm- fimm, sex-sex, sjö-sjö. Ég var orðinn þreyttur og blaðra var fjeíW(5u>i&- spray net krystal- tært hárlakk GÆÐI - GOTT VERÐ Kristján Jóhannesson heildverzlun Laugarnesveg 114. s. 32399 komin á þumalputtann á mér. Jason virtist alls ekki þreytt- ur. Gullna hárið hans var í ná- kvæmum skorðum og hann hefði þess vegna getað verið í sólbaði. Ég vissi að ég varð að ljúka settinu strax, eða ég myndi ekki hafa krafta til að halda áfram. Ég einbeitti mér að því að drepa niður fyrsta boltann hans. Ég hjó og lét hann halda sig fremst á vell- inum og sló svo til hornanna. Þetta var stíll sem ég hataði en ég vann leikinn. Nú var staðan 8:7, mér í vil. — Vel gert, kallaði hann. Svitinn var að spretta fram á andliti hans. Ég átti að byrja og varð að vinna. Ég flýtti mér ekki; vildi saxa hann í róleg- heitunum. Fyrsti bolti minn var harður og kom beint á hann. Hann rétt gat komið honum til baka. Jason var ekki lengur rólegur, en barðist við að ná í hvert stig ■— rétt eins og ég. Ég fékk stigið með bolta sem kom á hann rétt fyrir of- an höfuð. Hann fékk næsta stig og ég það þriðja, en missti það fjórða með því að horfa sem snöggvast upp í sólina. Við fórum sjö sinnum í dús. Blaðran á fingrinum á mér sprakk. Fæturnir á mér skulfu og ég þurrkaði svitann frá aug- unum. Ég skellti á hann bak- handarbolta. Hoppið blekkti hann og frá honum fór boltinn í netið. Mig vantaði eitt stig enn. Ég dró andann djúpt. Þennan átti hann að fá, helzt í skrokkinn, eða þá langt fram- hjá. Ég henti boltanum hátt upp og henti sjálfum mér á eftir spaðanum. Kraftur minn var svo mikill að ég hljóp í áttina að netinu. Þetta var stórkostlegt skot. Ég var viss um að hann gæti ekki tekið á móti og lækkaði spaðann. Einhvern veginn tókst hon- um það þó. Spaðinn hans hreyfðist á einhvern óskiljan- legan hátt. Ég heyrði er bolt- inn skall á spaðanum og sá hann koma að mér á bakhönd. Fæturnir á mér neituðu að hreyfast og ég sá boltann þjóta framhjá mér. — Út! hrópaði ég án þess að sjá nákvæmlega hvar hann lenti. Augu mín voru full af söltum tárum og mig svimaði. — Vel gert, sagði Jason er hann kom yfir til að taka í höndina á mér. Hann brosti og við gengum til Margot. — Þið fáið báðir sólsting og hitasótt ef þið ekki slappið af, sagði hún. Ég gat ekki séð í henni augun á bak við dökk gleraugun. Við Margot fórum heim á sunnudagskvöld. Um morgun- inn fórum við í kirkju með Ja- son og móður hans, snæddum síðan hádegisverð á terrasinum og lékum krokket á eftir. Ég var feginn því að vera farinn, þó ég væri ekki lengur reiður við Jason-Egg. í þessu umhverfi var hann „eitthvað“ — hver væri það ekki? — en annars staðar var hann bara Eggið. — Hann var í rauninni að reyna að gera lítið úr mér, sagði ég við Margot. — Vita- skuld var það stutt af ráð og dáð af mömmu Goshorn sem var mikið hrifin af þér. «. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.