Vikan


Vikan - 25.02.1971, Síða 48

Vikan - 25.02.1971, Síða 48
Það var dimmt þegar við komum heim. Sg bar tösku Margots upp í íbúðina hennar. Eftir Goshorn-höllina virtist herbergið lítið, ómerkilegt og jafnvel druslulegt. Ég hellti okkur í glas og horfði á Mar- got taka upp úr töskunni sinni. — Minntist Jason á að hann vildi hitta þig aftur? spurði ég. — Já. — Og hverju svaraðir þú honum? — Eg sagði honum að við setluðum að giftast. Eg stóð í dyrunum og horfði á litlar og öruggar hendur hennar raða hlutum niður í skúffu. Hún var þreytt eins og ég. — 5£g er nærri lamaður af þreytu, sagði ég. Það virtist vera eitthvað stíft við axlirnar á Margot sem var meira en þreyta. — Er ég að ímynda mér það, spurði ég, — eða ertu köld og fjarlæg? Hún sneri sér við. — Hvað viltu að ég segi? spurði hún. Mér brá. — Segðu hvað sem þú vilt. :— Sg er að reyna að vera trygglynd og láta sem það hafi ekki skeð. — Láta sem hvað hafi ekki skeð? — Það er bara tennis. Eg veit að það er bara tennis, en ég veit líka að síðasta skotið hans var fyrir innan. — Þér skjátlast, sagði ég. — Gott og vel, sagði hún og sneri sér aftur að kommóðunni. — Hvers vegna ertu svona viss um að skotið hafi verið fyrir innan? — Hvað heldurðu að ég hafi verið að gera ef ekki fylgjast með? spurði hún og sneri sér að mén — Eg vildi að hann tapaði. Eg vildi það jafn mik- ið og þú. Hún fór inn í eldhúsið. Ég fór á eftir henni og lagði hend- urnar um axlirnar á henni. — Trúir þú því virkilega að ég hafi svindlað af ásettu ráði? Hún sleit sig lausa. — Hann var á eftir þér alla helgina, sagði ég svekktur og reiður í senn. — Og þú nauzt þess! — É'g vildi að þú ynnir, sagði hún og nú var hún farin að gráta. — Eg elska þig og vildir að þú ynnir. Við héldum utan um hvort annað eins og gólfið væri að hrynja undan okkur. Svo hristi hún hárið frá andlitinu og þurrkaði tárin úr augunum. Hún smurði okkur brauð og við horfðum á sjónvarp í 48 VIKAN s- ‘bi. klukkutíma. Hún setti plástur á þumalfingurinn á mér. Við dyrnar sagði ég henni að ég myndi sækja hana í mat kvöldið eftir. Hún kyssti mig og hélt fast í hendina á mér. Fótatak mitt glumdi í gang- inum. Dyrnar lokuðust á eftir mér. Peran hafði sprungið og ég gekk einn í myrkrinu. Það var ekki kalt, en ég setti hend- urnar í vasana og dró upp axl- irnar eins og ég fengi kaldan vindinn í bakið. * GULLNI PARDUSINN Framhald af bls. 18. ar þeir komu til baka hittu þeir Blair lækni á veröndinni. Kit bað þjóninn um að færa þeim vín og spurði hann um leið hvar systir hans væri. Þegar honum var sagt að hún væri í garðinum með Halthrop, hrukkaði hann ennið, og þótt hann talaði hæversklega við gesti sína, var þó greinilegt að hann varð órólegur og utan við sig. Eftir stundarkorn sagðist hann ætla að finna Damaris og stóð upp. Blair gerði slíkt hið sama. Sir Jocelyn fann að eitthvað skuggalegt var í að- sigi, svo hann fylgdi þeim eft- ir, þótt hann gæti ekki gert sér ljóst hvers vegna hann hafði þessa tilfinningu. Nokkr- um mínútum síðar komu þeir auga á unga parið í faðmlög- um. Jocelyn leit á Kit og varð skelfingu lostinn, þegar hann sá svipinn í augum hans. Hann hafði að vísu búizt við reiði, en ekki svona ofsalegri bræði. Þeir Blair stóðu kyrrir, en Brandon hljóp til og greip um axlir Nicks og slengdi honum burt með svo miklum krafti að hann féll um koll. Damaris rak upp hljóð og Sir Jocelyn og Blair flýttu sér til þeirra, því að nú var ijóst að eitthvað voðalegt gat skeð á hverri stundu. Nick stóð fljótt upp og þegar hann sá svipinn á skipstjóranum, greip hann ósjálfrátt til sverðsins. Jocelyn komu í hug orð Blairs, þegar hann sagði honum frá viðureign þeirra Brandons: „Hafi djöfullinn nokkurn tíma horft út úr augum mannlegrar veru, þá gerði hann það þá“. Og nú skildi hann hvað lækn- irinn hafði átt við. — Sir Jocelyn. Rödd Kits var örugg og róleg, en morð- svipurinn var ekki horfinn úr augnaráði hans. — Viljið þér vera svo góður að fylgja syst- ur minni inn í húsið? Wade hikaði, en sá að Blair, sem var góður vinur þeirra beggja, gæti frekar orðið að liði þarna í garðinum, svo hann bauð henni arminn. Hún tyllti höndinni á arm hans, en sneri sér að bróður sinum. — Kit, sagði hún biðjandi, en hann tók ekki augun af Halthrop. — Gerðu eins og ég segi, Damaris, og það heyrðist á rödd hans að hann þoldi engin mótmæli. Þegar hún og Sir Jocelyn voru horfin, dró Kit sverð sitt úr slíðrum. Nick var svolítið hikandi, en svo skein líka á sverð hans í sólinni. Þá gekk Alex Blair á milli þierra. — Kit! Nick! í guðs bænum gætið að ykkur! sagði hann hvasst. — Slíðrið sverðin, og látum okkur svo ljúka þessu brjálæði. Slíðrið sverðin, segi ég! Hvorugur hlýddi, en Nick gekk aftur á bak og studdi sverðsoddinum við jörðina. — Það veit guð að mig lang- ar ekki til að berjast, sagði hapn hljóðlátlega. — En ég vil ekki láta kalla mig heigul eftir skipun frá þér, Alex. Ef Kit hefur ástæðu til að útkljá þetta með vopnum, þá er ég reiðubúinn. — Ef ég hef ástæðu! sagði Kit. — Eg hef augu í höfðinu, hvolpurinn þinn! Farðu frá, Alex! Þetta kemur þér ekki við. — Vertu glaður yfir því að ég læt mig varða þetta mál, sagði Alex hvasst. — Stráka- kjánar! Haldið þið að ég ætli að vera vitni að því að þið eyðileggið mannorð ungrar stúlku, — því að hver haldið þið að álíti hana saklausa, ef þið farið að berjast um hana? Þetta var sniðugt bragð. Nick beit á vörina og eftir andartak slíðraði Kit sverð sitt, gekk að múrnum kringum veröndina og stóð þar kyrr, með bakið að múrnum. — Fjandinn hafi þig, Alex. þú hefur á réttu að standa! sagði hann. — Við getum ekki hagað, okkur þannig. Komdu þér burtu. Nick, bæði héðan og frá skipum mínum. — Það er ekki hægt, Kit! Nick hafði líka slíðrað sverð sitt og reyndi að bvrgja niðri reiði sína, en Alex sá hve hon- um var það erfitt. — Þú getur ekki fleygt mér á dyr, eins og ég væri þræll sem hefur móðgað þig. Eg elska Damaris og ég vil kvæn- ast henni. Hamingjan hjálpi mér, þú getur ekki hafa hugs- að neitt annað? Um hríð var eins og þessi spurning héngi í loftinu, án þess að verða svarað, og Alex stóð eins og á verði, tilbúinn að grípa inn í, ef þörf krefði. Kit starði út á sjóinn og barð- ist af öllum mætti við hina æð- islegu afbrýðisemi, sem hafði verið að svipta hann vitinu. Hann vissi að þeir höfðu gát á honum og íhuguðu hvað það væri sem að honum gengi, en hann gat ekki fengið sig til að snúa sér við og mæta augum þeirra. — Hún er of ung til að gifta sig, sagði hann að lokum, án þess að snúa sér við. Hann heyrði reiðilegt hljóð frá Nick, svo sagði Alex, með mjög ákveðinni rödd. — Þetta er hlægilegt, það veiztu vel! Hvaða ástæða er fyrir þig til að móðgast yfir tilfinningum Nicks til systur þinnar. Ef hún er einhver, þá ber þér skylda til að sýna hon- um það réttlæti að segja hon- um sannleikann. Sannleikann! Kit herpti var- irnar. Gat nokkur lygi verið furðulegri en sannleikurinn? Hann sagði hægt: — Eg get ekki sagt þér ástæðuna, en hún gerir mér ómögulegt að veita samþykki mitt til hjúskapar milli þín og systur minnar. Það er allt sem ég get sagt þér. — Jæja? Nick ætlaði að ráð- ast á hann, en Blair greip í arm hans og stöðvaði hann. — Hættu þessu þvaðri og viður- kenndu sannleikann! Það er þinn andstvggilegi hroki, er það ekki? Eg er ekki verðugur að eignast systur hins fræga Lueifers skipstjóra fyrir konu! Nick hló stutt og gleðivana. — Eg reikna með að þú vonist til að þessi hirðmaður geri hana að „mylady“! — Sir Jocelyn hefur ekkert með þetta að gera, svaraði Kit kuldalega. Hann hafði nú loks- ins náð valdi á sjálfum sér og röddin var orðin róleg. — Svar mitt hefði orðið það sama, þótt ég hefði ekki haft hugmynd um tilvist hans. Það er gild ástæða fyrir því að þú getur ekki kvænzt Damaris, en þú verður að taka orð mín trúanleg, ég get ekki sagt þér hana. — Hví skyldi ég gera það, urraði Nick. — Hví skyldir þú ekki gera það? Kit sneri sér snögglega við og horfði í augu hans. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.