Vikan


Vikan - 27.05.1971, Page 4

Vikan - 27.05.1971, Page 4
P0STURINN Heimilisvandamál Elsku Póstur! Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott, ég veit ekki hvernig færi fyrir Vikunni ef þú værir ekki fastur liður (eins og venju- lega). Jæja, það er víst bezt að snúa sér að efninu. Ég er í alveg hryllilegum vanda. Svo er mál með vexti að ég er 15 ára (að verða 16) og fæ aldrei að vera úti nema til kl. 10. Ef ég er ekki komin inn þá, er húsinu læst. Ég á náttúrlega lykil að útidyrunum en þau læsa alltaf millihurðinni og þá verð ég að banka og banka alveg vitlaust og botnlaust. Og svo er annað: Hún mamma er nýgift, ef svo mætti segja, og karlhelv . . . er svo illa við mig að það nær ekki nokkurri átt. Svo spilar hann svo í mömmu að ég get ekki einu sinni hugsað til þess. I fyrrakvöld var ball hér og ég var í partý og þegar mesta fjörið var frétti ég að lögreglan væri að leita að mér um allt. En þá var mér allri lokið. Ég sko þoli þetta ekki lengur. Ég hef tvisvar verið slegin. Elsku hjartans Póstur minn, gefðu mér ráð. Þótt þér berist mörg bréf þá bið ég þig að Svara mér og veita mér ráð. Og þó þetta sé fyrsta bréfið mitt, þá verSurðu að geta svarað þessu. Svo að lokum langar mig að spyrja þig hvort Sigurjón í Ævintýri sé trúlofaður? Vertu svo ævinlega margbless- aður og sæll. Ein sem þolir þetta ekki lengur. Það er ekki óalgengt aS stjúp- feður láti (stjúp)börn sín fara í taugarnar á sér og oft er ástæð- an dulin afbrýðisemi. En það bezta sem við getum ráðlagt þér er að reyna að ræða þetta mál við móður þína og stjúp- föður þó víð gerum okkur fulla qrein fyrir að fólk á þínum aldri á oft erfitt með að tala í ein- læqni við sér eldra fólk og þá öfugt líka. Annars skaltu fara í einhvern sem þú treystir vel, kennara, prest, etc. og reyna að komast að samkomulagi eftir þeim leiðum. En það er vandi að vera til og á þessum aldri er maður baldinn og ögrandi; þess vegna hefur þú — að öllum lík- indum — verið slegin. Reyndu að setja þig í þeirra spor og að fá þau til að setja sig í þín: út úr því ætti eitthvað jákvætt að fást. Sigurjón er ólofaður. Póstur, Póstur, herm þú mér... Kæri Póstur! Ég hef alltaf ætlað að skrifa þér, en aldrei hefur neitt orðið úr því fyrr en nú. Þannig er, að ég er alvelg að sálast úr ást til stráks sem ég var með fyrir tveimur árum síðan. Vinkona mín var með honum núna fyrir stuttu og við vorum oft í partý heima hjá honum þegar vinkona mín var með honum. Ég varð alltaf svo aumingjaleg þegar hann sagði eitthvað við mig og eldroðnaði þar að auki niður í tær. En getur þú nú, Póstur góður, sagt mér hvernig ég á að ná í hann. Og enga útúr- snúninga. Astfangin KM. Nú á timum rauðra sokka og kvenréttinda ættir þú að fara nákvæmlega eins að og strákar hafa farið að við þig: Reyndu við hann. En ef þú leggur ekki í svoleiðis, skaltu reyna að töfra hann á einhvern hátt, til dæmis með því að láta í Ijósi aðdáun þina á honum — í hófi þó, því annars er hætt við að hann missi allan áhuga á þér og megi ekki sjá þig án þess að fá í magann. Jesus Christ - Superstar Hæ, Póstur minn! Þakka allt gamalt og gott sem frá ykkur Vikunnar mönnum kemur og hefur komið. Sérstak- lega þakka ég Ómari Vald. fyrir hans góða þátt ,,Heyra má". Jæja, mitt mál er nú ekki stórt, en ég vona samt innilega að þið svarið fljótt og vel. í rokk- óperunni „Jesus Christ — Super- star" er Júdas Iskaríot sunginn af söngvara sem heitir Murray Head, eða er það ekki rétt? Nú langar mig að vita eitthvað um þennan Murray. Hefur hann ekki leikið í kvikmynd? Hvaða mynd var það? Hvar og hve- 4 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.