Vikan


Vikan - 27.05.1971, Side 9

Vikan - 27.05.1971, Side 9
ekki vera trúaður á, að Worr- all gæti annað en í mesta lagi hughreyst stúlkuna og aðstand- endur hennar. En sú hrakspá rættist ekki, því 'að stúlkan varð aftur heil heilsu. Læknarnir létu þó ekki hlut sinn, heldur höfðu þegar tiltæka skýringu: „Röng sj úkdómsgreining". Margir miðlar stunda hug- lækningar. Hinn kunni brezki miðill, Estelle Ro- berts, segir frá því í ævisögu sinni, þegar henni tókst að lækna í fyrsta sinn: „Að loknum fundi í Hampton Hill tókst mér að lækna sjúkl- ing. Móðir kom til mín með ungan son sinn, sem þjáðist af illkynjuðum asthma og bað mig að reyna að gera eitthvað fyrir drenginn. Ég sá strax, hversu barninu var þungt um andardrátt og sárvorkenndi því. En hvað gat ég gert fyrir þennan litla dreng, sem horfði á mig vonaraugum? Ég vissi lítið sem ekkert um huglækn- ingar og hafði aldrei reynt þær. En ég vissi, að ég varð að reyna. f hljóði bað ég leiðsögumann minn að hjálpa mér, um leið og ég lagði höndina varfærnis- lega á brjóst drengsins. Ég hef ekki hugmynd um við hveriu ég bjóst. Ég hafði aldrei látið mér detta í hug, að ég væri gædd hæfileikum á sviði huglækninga. Þegar ég snerti barnið, gerði ég það fyrst og fremst af því, að móðir þess hafði trú á, að ég gæti hjálpað því. S.iálf hafði ég ekki trú á, að það mundi gagna neitt. En það sem gerðist var hvorki meira né minna en kraftaverk. Örstutta stund náði barnið vart andanum, en síðan tók það að anda hægt og eðlilega. Þá, sem viðstaddir voru, setti hljóða af undrun. Enginn þeirra var þó fafn furðu lostinn og ég sjálf. Ég gat varla trúað mínum eig- in augum. Ég var sannfærð um, að þetta hlyti að vera blekk- ing, að sjúkdómurinn mundi koma aftur í ljós á hverri stundu. En barnið hélt áfram að anda eðlilega og gerði það næstu tuttugu árin að minnsta kosti, en allan þann tíma hafði þessi fyrsti sjúklingur minn samband við mig. Ég gleymi aldrei þess- um atburði. Hann gerðist svo óvænt, að langur tími leið, þar til ég hafði áttað mig á honum til fulls. Síðan hafa farið fram margar huglækningar með að- stoð minni, og sumar þeirra hafa ef til vill verið markverð- ari en þessi. Þó hefur enginn þeirra orðið mér jafn hugstæð“. Andstaðan gegn dulrænum lækningum hefur verið og er mikil innan læknastétt- arinnar. Upp á síðkastið virð- ist þó nokkuð hafa dregið úr henni. Einn af þeim læknum, sem látið hafa í ljós jákvætt álit, er yfirlæknir við stórt sjúkrahús í Chicago. Hann hef- ur sagt: „Ég veit til, að fólki hefur batnað eftir bænagerðir og lækningasamkomur, og sá bati verður ekki skýrður með þeirri vísindaþekkingu, sem nú er fyr- ir hendi“. Fyrir nokkrum árum stofn- uðu kunnir og atkvæðamiklir menn með sér félagsskap, sem hafði það markmið að rann- saka dulrænar lækningar. Þeir buðu klerkum, læknum og þekktum dulfræðingum að taka þátt í störfunum, sem skyldu ná yfir fimm ára tímabil. Eðlisfræðingur var fenginn til að athuga, hvort „kraftur“ sá, sem dullækningamennirnir væru gæddir, væri skýranleg- ur á vísindalegan hátt. Meðan á lækningafundi stóð voru röntgengeisla-filmur fest- ar við lófana á dullækninum, og milli filmanna og lófanna var komið fyrir blýstykki eða blýþynnu. Ef einhvers konar geislaútstreymi átti sér stað frá höndunum, mátti ætla, að blýið varpaði skugga á filmuna. Af hundrað þessháttar til- raunum með filmu sýndu að- eins sex jákvæðan árangur, en þessi sex tilfelli komu mjög á óvart. Blýið verkaði þar á þann veg, sem það sjálft væri upp- spretta geisla í stað þess að stöðva þá. Ef um einhvern lækningakraft var að ræða, þá verkaði hann bersýnilega þann- ig á blý, að hann kom því til að senda frá sér geisla. Von þeirra félaga var sú, að beim tækist að fá alvarlegan líffærasjúkdóm læknaðan á andlegan eða dulrænan hátt, þannig að fullnægði ströngustu kröfum vantrúaðra lækna og vísindamanna. En þetta tókst þeim ekki. Þeir viðurkenna samt ekki, að kenningar þeirra hafi beðið skipbrot við þetta, þar eð þá hafi skort fé og að- Framhald á bls. 46. 21.TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.