Vikan


Vikan - 27.05.1971, Qupperneq 10

Vikan - 27.05.1971, Qupperneq 10
ÞAR.TIL dauoinn AÐSKILUR Framhaldssaga eftir Alexandra Cordes — Þriðji hluti Nafnlausa símhringingin, blásýruglasið í lyfjaskápnum, eitraSa eggjakakan, málmramminn, sem datt njður... ÞaS var greinilegt aS hinn óþekkti óvinur hennar var iSinn viS aS reyna aS koma henni fyrir kattarnef... Raoul renndi augunum að náttborðinu, en sagði ekki neitt. Helen leit þangað líka og kom auga á töfluboxið og vatnsglasið. — Þú fórst snemma að hátta, sagði Raoul. — En það voru gestir. — Gestir? Raoul hristi höf- uðið vandræðalega. — Nei, við vorum ein heima. Helen reis upp. — Við höfð- um gesti, sagði hún ákveðin. - Armand vinur þinn var hér og aðstoðarstúlka Savants læknis. — Armand er í París, ástin mín. Ég hef ekki séð hann um langt skeið. — Hann var nú samt hér í gær. Þig hefur dreymt það. Helen starði, skelfingu lost- in, á mann sinn. —- Nei! hróp- aði hún. — Þetta hefur mig ekki dreymt. — Helen, sagði Raoul með umburðarlyndi. - Ef við hefð- um haft gesti, þá veit Renée um það. Kallaðu á hana og spurðu hana. — En Renée er farin. -- Hvað ertu að segja? — Hún fór úr vistinni í mesta flýti í gærkvöldi. Vegna dauðu kattanna. Hún lét niður dótið sitt og fór. Ég sá það með mínum eigin augum. Og á eftir ókst þú Armand og May-Lin til borgarinnar. Raoul þagði. Grá augu hans voru sviplaus. — Eg get ekki . . . Helen þagnaði, því að rétt í því heyrði hún fótatak í forsaln- um. Ryksugan var sett í gang og hávær rödd raulaði dægur- lag. — Jaeja, sagði Helen. — Þá hlýtur þetta að hafa verið draumur. Hún ýtti Raoul frá sér, næstum reiðilega og fór út úr rúminu. En hún fann bæði til svima og flökurleika, svo hún varð að styðja sig við Raoul. — Já, Helen, þig hlýtur að hafa dreymt þetta, sagði Ra- oul lágt. Hún beit saman tönnunum, andaði djúpt og einbeitti sér að því að komast fram í bað- herbergið. Þar þvoði hún sér og burstaði tennurnar. Svo fór hún inn í steypibaðsklefann og lét ískalt vatnið renna yfir sig. Að lokum settist hún við snyrtiborðið, burstaði hárið og snyrti andlitið, en varaliturinn datt úr höndum hennar á gólf- ið. Þegar hún beygði sig til að ná í hann, sá hún hárspennuna. Búddahöfuð úr grænu jaði glitraði á gólfflísunum. May-Lin hafði verið með tvær svona spennur í hárinu. Mig hefur þá ekki dreymt þetta, hugsaði Helen og henni varð léttara um hjartarætur. Hún flýtti sér að taka hár- spennuna upp og stinga henni í sloppvasann. Raoul stóð við gluggann í svefnherberginu og reykti, þegar hún kom inn. Hún kyssti hann á kinnina. — Nú er ég miklu hressari. Fyrirgefðu vitleysuna í mér, ástin mín. Þú hefur á réttu að standa, mig hlýtur að hafa dreymt þetta. Hún gekk að klæðaskápnum og tók fram hvíta ullardragt. Svo fann hún tösku og hnéhá, hvít stígvél. Ætlarðu út? spurði Ra- oul. EÍg ætla að skreppa í bæ- inn og skoða í búðarglugga, kannske gera einhver innkaup, svaraði hún glaðlega. — Ágætt, þá skrepp ég til verksmiðjunnar, svaraði hann, hálf hikandi. Hún brosti til hans. — Hvað Framháld. á bls. 48. 10 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.