Vikan


Vikan - 27.05.1971, Blaðsíða 16

Vikan - 27.05.1971, Blaðsíða 16
UGLA SAT r A KVISTI Kristján hafði verið með annarri konu. Það var ekki í fyrsta skipti og yrði ekki heldur það síðasta. En Anna ætlaði ekki að ásaka hann; ekki gráta né kvarta. I þetta skipti ætlaði hún að gjalda honum í sömu mynt... NÚTÍMA ÁSTARSAGA EFTIR ELSI RYDSJO Fyrsti hluti Dezt af öllu var að vaknu rétt áður en vekjaraklukk- an hringdi. Að losna við þessi óþægindi, bylta sér i rúminu og finna fyrir naktri öxl Kristj- áns við sína. Snerta næstum gagnaugu hans, en þó ekki al- veg. Þeir fáu millimetrar, sem fjarlægðu þau, juku aðeins þrána. Já, það var í gærkveldi, og svo nóttin. Hann kom seint heim, en það skipti engu máli. Það skipti ekkert neinu máli, þegar þeim leið svona vel sam- an. Anna velti sér á bakið og teygði handleggina upp yfir höfuðið eins og köttur, sem nýtur þess að rétta úr þreytt- um limum. Hún var dálítið þreytt, en naut þess þó að finna, hvernig vöðvar og sinar slökuðu á indælt! Átti hún að slökkva á klukk- unni, áður en hann vaknaði? Það var bláber eigingirni að njóta þessara mínútna, sem hún átti til góða, vegna þess að hún vaknaði, áður en klukkan hringdi. En Kristján brást ekki við eins og hún. Hann leit á vekjaraklukkuna sem nauðsynlega en þrautleið- inlega. Ef hún breiddi sængina yfir höfuðið og skriði undir hana, myndi hringingin ekki skera jafnsárt í eyrun. Þá gæti Kristján vaknað og risið á fæt- ur fljótt eins og venjulega;. svefndrukkinn, en þó alltaf fljótur að komast úr rúminu. Þau höfðu rifizt dálítið um þetta fýrst. Vakna heldur fyrr, eiga fáeinar mínútur saman, áður en þau yrðu að klæða sig. Eða sofa jafnlengi og hægt var og vita, að það var dagur, þegar klukkan hringdi. Kristj- án fékk að ráða — Anna hrukkaði ennið. Kristján fékk að ráða svo miklu. Ekki vegna þess að hann vildi það — það var nú bara þetta — já, hún var svo huglaus og v”di losna við rifrildi. Hún fyrirleit þræt- ur. Þá var betra að láta undan, þótt undanlátssemin skildi ekkert eftir innra með henni. Og nú hringdi klukkan ann- ars. „UMMM," sagði Anna undir sænginni og dró hnén upp að höku, svo að hún minnti á lít- inn bolta. Bara eitt andartak enn! Nei, hún varð að vakna! „Heyrðu, kella mín!“ sagði Kristján og lyfti úfnu höfðinu. Hún sá sér til mikillar ánægju, að hann var ekki vaknaður enn. „Slökktu á vekjaranum!" Hann teygði sig upp úr sæng- inni og dró höfuð hennar að hlýrri bringu sinni. „Gott?“ sagði hann spyrj- andi. „Já.“ Hún vissi, hvað hann var að hugsa um og skellti upp úr. „Svínið þitt! Að koma heim um miðja nótt og . . .“ „Ætli þú vildir, að það væri öðruvísi." Hann hló einnig og magavöðvar hans skulfu und- ir vanga hennar. „Nei, skelltu þér á fætur, letibykkja. Við eigum verk fyrir hendi!“ „Fyrst fer ég í bað,“ sagði Anna og fór inn í steypibaðið. „Það er nefnilega ég, sem helli upp á könnuna." Llann hafði tekið til bollana ** í eldhúsinu, þegar hún kom úr baði og fór inn í bún- ingsherbergið. Gula kjólinn? Nei, ekki aftur í dag. Það komu teblettir í hann í gær, bara smáblettir, en allir á sama stað. Hún varð víst að fara í græna kjólinn, þótt hún kynni ekki vel við sig í honum. Hvenær tækist henni að hreinsa til í klæðaskápnum sínum og henda öllu því, sem átti að henda? En það var svo auðvelt að gera það, þegar maður gat fengið eitthvað nýtt í staðinn. Svo var ekki alltaf svo auðvelt að finna eitthvað nýtt, eða þá það var svo dýrt, að . . . Kristján stóð á skyrtu og buxum og horfði örgum aug- um á jakkann, sem hann hafði verið í daginn áður. „Ég rak mig víst í,“ sagði hann kvartandi. „Fóðrið er laust.“ „Láttu jakkann inn í svefn- herbergið og ég skal gera við fóðrið,“ sagði Anna, meðan hún fór í græna kjójinn. „Hvar varstu annars í gær?“ „Að skemmta mér,“ svaraði Kristján. „Það var erfitt, því að fyrirtækið hélt skemmtun, og ég slapp ekki fyrr en seint og um síðir.“ „Minna mátti nú sjá,“ sagði Anna og hellti sjóðheitu vatn- inu á kaffikönnuna. Hún leit um öxl og horfbi andartak á Kristján — hann leit flótta- lega undan og út um glugg- ann, en svo horfði hann í aug- un á henni og svaraði spurn- ingunni. „Sum þeirra ætla til Kaup- mannahafnar til að skemmta sér,“ sagði hann. „Það lítur bara vel út. Vonandi skemmta þau sér vel. Nei, hvað timinn líður hratt! Ég verð að taka næsta strætisvagn, því að sum- ir strákanna þurftu að fá skjöl- in í lag.“ „Ummm,“ muldraði Anna og blés á sjóðheitt kaffið. „Þú nærð.“ Hann ferðaðist alltaf með strætisvagninum. Stenvall og Bengtssbn — efnaverksmiðjan —, sem hann vann hjá var skammt frá Jágersro og því alllangt frá Segeváng. En stað- urinn var nálægt vinnustað hennar á blaðinu, og fólk mátti ráða því sjálft, hvar það bjó. „Þá hef ég förina,“ sagði Kristján hátíðlegur. „Gerðu það,“ sagði Anna, sem var niðursokkin i blöðin. „Elskuleg, góð eiginkona,“ sagði hann og gekk aftan að henni, dró hana úr sæti sínu, þrýsti henni fastar að sér en venjulega, já, öðruvísi en hann var vanur að gera — það fór straumur um hana — eitthvað var ekki eins og það átti að vera . . . En hún áttaði sig og féll í faðm hans, þannig að hún kyssti hann. Hún vissi það sjálf, að hún hafði alltof ríkt ímyndunarafl og fann á sér hluti, sem aldrei höfðu gerzt. Nornin þín, sagði Kristján, þegar þau voru nýgift og kannski hafði hann rétt fyrir sér. Of tilfinninganæm eins og breimaköttur, forsjá eins og NÝ FRAMHALDSSAGA 16 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.