Vikan


Vikan - 27.05.1971, Page 18

Vikan - 27.05.1971, Page 18
UGLA SAT r A KVISTI eldgömul spákona — vitleys- ur! En óþægindin, óöryggið hafði læst klónum i hana. „Bless,“ sagði hún og neri nefinu við svarta úlpuna til þess að hún þyrfti ekki að líta í augun á honum. En hann lyfti andliti hennar og augu hans voru áhyggjulaus og stráksleg eins og alltaf. Alveg eins og þessi augu, sem hún varð ástfangin af fyrst. Og svo hafði hann lofað . . . Anna lét dyrnar falla að stöf- um að baki honum og drakk síðustu kaffitárin- standandi í eldhúsinu, meðan hún horfði á klukkuna. Hún ætlaði ekkert að búa um rúm- ið. Það skipti heldur engu máli, það var enginn eftir heima. Hann hafði hent náttfötunum sínum á rúmið og þar lágu þau í einni hrúgu, eitthvað svo aumkunarverð og aumingja- leg. Og skyrtan, sem lá þar var næstum hrein og hafði þótt nægilega góð í veizlunni í gær. En öll fötin hans Kristj- áns litu út fyrir, að hann hefði verið í beim frá því að hann var smástrákur, ef hann not- aði þau einn dag. Hún tók þau upp og teygði sig eftir herða- tré. Það datt blað úr vasanum og hún tók það ósjálfrátt upp. Minnisblað frá fyrirtækinu, en Bengtson fulltrúi hafði verið í veizlunni í gær. Kristján gekk þó varla með minnisblöð í veizlufötunum? Kannski var þetta gamall miði. Nei, það var rétt dagsetning á blaðinu. Frá því í gær — það hlutu að vera mistök. Kristján hafði mættT snemma í gær, snætt há- degisverð með verkfræðingun- um og verið einn gestgjafanna um kvöldið. Hún vissi það svo vel. Hafði hún ekki hlustað á hann tala við Stenvall yngri i símann? Þeir höfðu rætt um það, hvert bezt væri að fara með gestina og ákveðið að réttast væri að fara þangað, sem tónlistin væri ekki alltof hávær, þótt hægt væri að dansa, en allir þyrftu ekki að gera það samt — nei, henni hlaut að skjátlast! En samt var minnisblaðið dagsett í gær! Og hér var reikningur fyrir tvo, góður matur, eðalvin — hún las reikninginn aftur og aftur og fann, að hjartað barðist svo ótt og títt i brjósti hennar, að hún sárfann til. Nei. Ó, nei, ekki aftur. Ekki einu sinni enn! Hún settist niður á rúmbrik- ina og sat þar grafkyrr. Reikn- ingurinn féll úr hendi hennar og niður á gólfið. En hún þurfti ekki að líta aftur á hann. Hún vissi, hvað hafði gerzt. Að hún skyldi nokkru sinni hafa trúað því, að allt hlyti að breytast til hins betra. Allt þetta fljótfærnislega, heimsku- lega og fáránlega, sem þau höfðu ákveðið saman, að yrði að vera lokið — að þau væru orðin fullorðin og ást þeirra hefði þroskazt —- orðið raun- veruleg og sönn. Þau höfðu losað sig við allt slikt — en ekki hann. Alltaf hann. Hún fann, hvernig sveið bak við augnalokin, en hún beit á vörina. Það var ekki til neins að grátá; ekkert batnaði við það. Og svo hafði hún lofað þessu. Hún hafði ekki við neinn að sakast, nema sjálfa sig. Svona er að vera frjáls, allt- af á verði, alltaf heiðarlegur, aldrei kröfuharður og alltaf gjöfull — en sætt! Og 'að hugsa sér, hvað þessi orð merktu raunverulega lítið! Og þó! Hún hafði ekki vilj- að lifa í gamaldagshjónabandi með öllum þess heimskulegu fordómum og falsi. Hún hafði víst ákveðið sjálf, að þau ættu að vera örlát hvort við annað, skilningsrík, ásakanalaus og ekki kröfuhörð. En frjáls. Hve- nær er nokkur manneskja frjáls? Þætti manneskju vænt um aðra, ef hún væri raun- verulega frjáls? Vill nokkur að elskaður aðili sé algjörlega og óafturkallanlega laus við mann? Hún greip fyrir andlit sér. Ég vil það ekki, veinaði hún hljóðlaust í greipar sér. Ég get ekki meira, ég þoli það ekki. Ég veit, hvernig í pottinn er búið. Ég veit, hvernig Kristján kom heim. Hann hefur komið beint til mín frá henni. Hlýtt á söng hennar og þarnæst á minn. Hjálpaðu mér, ég held, að ég sé að kafna . . . Nei, ró- leg nú, róleg nú, ekki þessi læti. Þetta er ekki í fyrsta skipti og verður ekki heldur það siðasta . . . |_lún reis upp, þótt hné henn- 1 1 ar skylfu. Tíminn hafði liðið svo hratt. Hún yrði alltof sein, nema hún tæki leigubíl. Það skipti heldur engu máli. Þau gátu unnið, án hennar. Hún var hvort eð er til einsk- is nýt og hafði ekkert gert af viti í gær. Sumir lágu heima i kvefi, var ekki hægt að leggj- ast í rúmið í örvæntingu? Þótt maður neyddist til að segja, að eitthvað annað amaði að sér. Hún leit í spegilinn, þegar hún gekk að símanum í setu- stofunni. Var það græni kjóll- inn, sem olli þvi, að hún var svona föl? Hún starði í speg- ilinn á stúlkuna, sem stóð þar cg þekkti hana ekki. Þetta hvíta andlit með brúnar sum- arfreknur um nefið, þykkt, rauðbrúnt hárið, svitadropana við gagnaugun, dökk, grá- sprengd augun — nei, hún gat ekki mætt augnatilliti stúlk- unnar í speglinum. Þetta gat ekki verið hún. Það hlaut að vera einhver önnur. Einhver, sem átti að hjálpa, tala við og aðstoða . Kristín! Þeirri hugsun sló niður í huga hennar, _ þegar hún hringdi niður á skrifstofu blaðsins og sagði rámri röddu, að hún væri veik. Kristín hlaut að skilja hana. Hún vissi, að hún var heima og gat farið þangað í leigubíl. Leiðin var löng, en hún þorði ekki að láta sjá sig utan húss, hvað þá að fara í strætisvagni. Ef hún gæfist nú upp og færi að gráta — það hafði hún gert áður og hún minntist alltof vel undr- unar og starandi augna fólks- ins. Nei, það gæti hún ekki þolað í dag. Hún lagaði sig til og gekk svo þunglamalega inn í svefn- herbergið. Hún tók jakka Kristjáns og hengdi hann á stólbak. Bjó um rúmin og minnkaði rifuna á glugganum. Vélrænt gerði hún sín hvers- dagslegu störf og reyndi að gleyma sér í þeim, en það var ekki til neins. Þessi nagandi vissa nísti hana innan og hún vissi, að hún gæti aldrei af- borið það, ef hún talaði ekki við einhvern. Það varð þá að eiga sig, þótt hún ræki Krist- ínu upp úr rúminu. Cn Kristín var komin á fæt- ur. Hún sat við skrifborðið sitt í stóra vinnuherberginu og Stefán lék sér með liti á gólf- inu. Georg var að heiman — Önnu hafði verið hugsað til hans í bílnum á leiðinni og minnzt þess, að hann væri kannski ófarinn. Henni var ekkert sérlega hlýtt til Georgs. En hann var ekki heima, því að útihurðin var ólæst og bíl- skúrsdyrnar galopnar. „Viltu koníak?" spurði Krist- ín. „Hvað er að þér? Þú ert blátt áfram græn í frarnan!" „Ég þakka,“ svaraði Anna. Hún sparkaði af sér skónum og hringaði sig saman í sófan- um í vinnuherbergi Kristínar, setti kodda við bakið og reyndi að láta fara vel um sig. En róna fann hún hvergi. Óróleik- inn kvaldi hana eins og maur- ar skriðu um hana alla og kitl- uðu húðina og hún gat ekki haft stjórn á höndunum. Hún spurði um Stefán. Hvað Krist- ín hefði fyrir stafni, en róm- urinn hækkaði sífellt og loks- ins andvarpaði Kristín óþolin- móðlega. „Svona, hættum þessu,“ sagði hún. „Hvað er að þér, Anna?“ Þá hóf hún frásögnina. Hún sagði allt af létta. Allt um ein- manalegt gærkveldið, þrá sína eftir Kristjáni, ást þeirra, þeg- ar hann kom heim. Svo minnt- ist hún á minnisblaðið og reikn- inginn, sem hafði dottið úr vasa hans. Um tímaröðina, sem var ekki eins og hann hafði haldið fram, um það, að hann hlyti að hafa farið beint þangað . . . Hún heyrði það sjálf, meðan hún talaði, hvað þetta var allt heimskulegt og fáránlegt og lét höfuðið sökkva dýpra nið- ur í koddann, meðan hún huldi höfuðið örmum. „Sþurðirðu hann?“ sagði Kristín. „Nei, hann var farinn." „Það gæti nú verið um eitt- hvað annað að ræða.“ „Nei, ég veit, hvernig þetta er. Ég finn það á honum — ég get ekki skírt það með orð- um — en hann er eitthvað svo kuldalegur, svo ókunnur, svo uppgerðarlegur. Ég vissi það, áður en ég fann reikninginn. Það var ekki aðeins hann.“ „Anna þó . . .“ „Okkur leið svo vel saman í nótt,“ sagði Anna óstyrkri röddu. „Okkur hefur liðið svo vel saman, að ég hélt . . .“ Hún kom ekki upp fleiri orðum. „En getur það ekki riðið baggamuninn? Ykkur líður svo vel saman, að allt hitt ætti ekki að skipta neinu máli.“ Það var einhver undirtónn í orðum Kristínar, sem Anna heyrði ekki í geðshræringu sinni. „Sagðirðu ekki, að þið hefðuð ákveðið að vera frjáls? Að smáástarævintýri skiptu 18 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.