Vikan


Vikan - 27.05.1971, Side 19

Vikan - 27.05.1971, Side 19
engu máli fyrir sambúð ykk- ar.“ „Ég veit það, ég veit það. Ég er alltaf að segja það við sjálfa mig. En það er ekki jafnauð- velt eins og þú heldur. Það erum ekki við. Það er alltaf hann. Ég —- ég elska hann nefnilega og hef aldrei unnað öðrum manni. En það er engu líkara en öll ást mín geri þetta auvirðilegt. Eins og ég gæti stokkið upp í rúm með hverj- um sem væri, svona álíka og að borða hádegisverð með ein- hverjum manni. Og mér finnst það svo . . . svo . . .“ „Já,“ greip Kristín beiskju- lega fram í fyrir henni. „En það er ekki hægt að breyta öðru fólki. Kristján hefur ým- islegt gott við sig. Hvernig væri nú annars, að þú gerðir honum lífið leitt? Reyndir að borga honum í sömu mynt. Þá kynnist hann, hvernig það er. .Ktli honum hafi nokkru sinni dottið í hug, að þetta gæti komið fyrir þig?“ „Áttu við, að ég eigi að hefna mín á honum?“ „Já, lítillega. Láttu hart mæta hörðu. Það er skárra en að þjást eins og þú núna. Þú gerir þér sjálfri mest mein.“ Anna lá grafkyrr í sófanum og Kristín þagði um stund. Loks sagði hún lágt og hugs- andi: „Ég held nefnilega, að ekk- ert sé þýðingarlausara en að gera sjálfa sig að píslarvotti. Ekkert getur verið meira nið- urlægjandi en það.“ ,É’g er alls ekkert að gera mig að píslarvotti!“ hrópaði Anna reið og settist upp. „Ég . . . ég bara get ekki ráðið við þetta og veit ekki, hvað ég á að gera núna.“ „Gerðu eitthvað. Ja, nema þú viljir halda áfram að vera kona Kristjáns með þessum skilmálum. Eða gefast alveg upp. Gefast upp? Anna undraðist orð Kristínar, en hún gat ekki spurt hana frekar, því að hún gat ekki þolað að hlusta á fleiri setningar i þessum dúr. Hún lagðist aftur niður í sófann og lét augun aftur. Hún var svo óendanlega þreytt. Svo óstjórn- lega kærulaus um allt. Það var þó hjálp að tala við Kristínu, þótt hún hefði ekkert grætt á samtalinu. Hún varð víðsýnni við að tala við aðra um eigin vandamál. Hún fann ekki, að höfuð hennar féll æ þyngra niður á koddann og heldur ekki, að Kristín sat kyrr og horfði á hana sofandi, meðan tíminn leið og leið . . . Hún vaknaði við það, að bíll flautaði fyrir utan og að Krist- ín felldi stólinn um leið og hún spratt á fætur. ' „Hvað . . . hvað er að?“ stamaði hún. „Það er bannað að keyra svona hratt í þessu hverfi!“ hrópaði Kristín. „Hérna eru börn alltaf að leik fyrir utan . . . en þarna kemur víst ein- hver til að skamma ökufant- inn, svo að ég þarf ekki að ... Verst, að þú skyldir vakna.“ „Það var ágætt,“ sagði Anna. „Ég verð að fara heim.“ En Anna hafði enga matar- lyst. Þessi eilífa óró hafði hana alla á valdi sínu og hún vissi alls ekki, hvað hún vildi. Það var víst bezt að fara heim. Já, hún ætlaði að ganga alla ieið- ina frá Limhamn til Segevang. Þá myndi hugur hennar skýr- ast betur en nokkru sinni fyrr. Þegar hún kom heim var hún þreytuleg og hárið vind- blásið og hún hafði ekki fund- ið frekari lausn á vandamál- um sínum, en þegar hún fór að heiman. En kinnarnar voru þó rjóðar eftir þessa löngu göngu. Síminn hringdi um leið og hún kom inn úr dyrunum og hún sá sig í svip í speglin- um, þegar hún gekk yfir að símaborðinu. „Þetta er Ekander húsgagna- framleiðandi,“ sagði karl- mannsrödd í símann. „É'g þarf að fá að tala við Norrmann verkfræðing viðvíkjandi plast- lakkinu, sem hann skrifaði mér um.“ „Nú,“ sagði Anna heimsku- leea. Svo mundi hún, hvað var um að ræða. Kristján hafði fundið upp plastlakk fyrir húsgögn og Ekander var með stóra húsgagnaverksmiðju. „Því miður.“ sagði hún. „Ég veit, að það eru margir nem- endur í heimsókn hjá fyrir- tækinu og . . . Ætluðuð þið að hittast?“ „Það var nú ekkert ákveðið um það,“ sagði dimma rödd- in. „Eg vissi ekki, hvort ég gæti komið í dag eða á morg- un. En nú fannst mér rétt, að við snæddum saman kvöld- verð og ræddum málið. Mig tekur þetta sárt. en . . .“ Henni fannst, að manninum þætti þetta raunverulega leið- inlegt, Jafnleiðinlegt og Kristj- áni myndi þykja það, ef hann frétti, að Eklander hefði hringt til hans, þegar hann var ekki heima. „Yiljið þér ekki koma og bíða hans hérna? Ég á alltaf sérrí og Kristján hlýtur að koma innan skamms." Það varð aðeins þögn brot úr sekúndu, áður en hann svaraði: „Þökk fyrir, ég held, að ég þiggi það, ef það er ekki ónæði fyrir yður.“ I Im leið og hún lagði símann á, iðraði hana orða sinna. Hún vissi, að það yrði erfitt og hana langaði ekki í neina erfiðleika núna. En hún varð að standa sig. Hún fór inn í búningsherbergið sitt og leit á kjólana þar. Sá eini, sem var nægilega góður var fílabeins- hvíti kjóllinn. Eiginlega var hann alltof fínn, en það var betra en ekki og Ekander yrði áreiðanlega hrifinn. Að hugsa sér að heita Ekander! Ætli hann hafi ekki heitið Eriksson, þegar hann stofnaði verksmiðj- una . . . Hún hafði rétt tíma til að snyrta sig ögn og greiða yfir hárið, áður en hringt var að dyrum. Hún vonaði, að nú væri Kristján að koma og hefði gleymt lyklinum, þegar hún gekk til dyra. Klukkan var orðin sex og hann hefði átt að vera kominn heim. Það var Ingvi Ekander. Há- vaxinn og herðabreiður. Blá- eygur og með hreinskilnisleg augu ögn blíðlegra augna- ráð hefði verið barnslegt. Hann var með skolleitt hár, vel- greitt og notaði hárolíu. Anna beit sér á vör. En hún gleymdi bráðlega hárolíunni og hugs- aði ekkert um hana þegar hann hrærði hjarta hennar með því að rétta henni fagra konfektöskju. „Ég ætlaði að koma með blóm,“ sagði hann. „En ég fann hvergi blómabúð." Hún hengdi upp frakkann hans og bauð honum inn í setustofuna. Sérrí-flaskan var næstum hálf og hún óskaði þess, að hún hefði getað boðið honum viskí, því að henni fannst, að það hlyti að henta honum betur. En hann tók við glasinu og virtist meira heima- kominn í hei’berginu en hún, þegar hún þaut um allt til að sækja öskubakka og leita að eldspýtum. Hún varð sífellt reiðari eftir því sem hún beið lengur eftir Kristjáni. Hann gat þó hringt og látið vita, að hann kæmi of seint! Hann hringdi hálftíma seinna, þegar þau voru búin með sérríið og Anna talaði við hann frammi í forstofunni um leið og hún lét dyrnar falla að stöfum eins og hún gat, án þess að virðast ókurteis. „Hvar ertu niður kominn?" hvæsti hún. „Ingvi Ekander er kominn og ég hef ekkert að bjóða.“ „Ekander? Nú, já. Svo hann kom þá sjálfur. Gott! En þó ótrúlegt, að hann skyldi koma í dag. Ég þarf að vera hér dá- lítið lengur — hann vill það víst gjarnan. Allt í lagi, elsk- an? Bless á meðan.“ Svo skellti hann á og Anna átti að sjá um allt einu sinni enn. Á meðan hún sat inni hjá gestinum, hafði henni tekizt að gleyma morgninum og degin- um hjá Kristínu, en nú brast allt og reiðin varð til þess, að hún varð máttvana. Kristjáni fannst allt svo ein- falt. Það skipti engu, þótt karl legðist með konu eða öfugt. Það var hægt að hætta við mikilvægan fund — ef maður átti unga og aðlaðandi konu, sem gat komið í staðinn fyrir! Já, hann áleit, að allir döns- uðu eftir hans pípu. En hún ætlaði ekki að gera það. Ekki í kvöld! Nei, ekki í kvöld, Kristján, ekki eftir það, sem þú gerðir í gær! Hún fór fram í eldhús og fékk sér vatnsglas, áður en hún fór inn í setustofuna. „Kristján hringdi,“ sagði hún. „Hann tók það sárt, en hann neyddist til að fara með verkfræðinemana til Kaup- mannahafnar og þar verða þeir víst í nótt. Mér þykir þetta einnig leitt, því að þú hefur nú beðið hér til einskis og ég get ekki boðið þér í mat, því að ég á ekkert nema afganga . . .“ Var þetta eitthvað uppgerð- arlegt? Leit út fyrir, að hún væri að hylma yfir með Kristj- áni? En Ingva Ekander virtist hvorki þykja þetta leitt né áhyggjuefni. „Það er allt mér að kenna,“ sagði hann. „Ég hefði átt að hringja fyrst. En . . . Hann hikaði ögn og það var þá, en ekki fyrr en þá, sem hún skildi, að hann efaðist um, hvort hann gæti þúað hana eins og hún hann og að hann vissi ekki, nema hún tæki honum orðin óstinnt upp, þegar hann sagði: „Við erum bæði ein- mana og ég er svangur, gæt- um við ekki, kæra frú . . . gætirðu ekki hugsað þér að koma með mér út að borða?“ Framhald á bls. 50. 21.TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.