Vikan


Vikan - 27.05.1971, Qupperneq 22

Vikan - 27.05.1971, Qupperneq 22
19. hluti - Sögulok Modyford var nokkuð tor- trygginn á svipinn, en kom ekki með neinar athugasemd- ir, enda skipti þetta ekki máli. Damaris var honum mjög þakklát fyrir háttvísina. Henni var það mikið í mun að Kit frétti ekki með hvaða hætti konan lokkaði hana með sér og hún vonaði að Peg yrði svo hyggin að halda sig sem lengst frá knæpunni þar til mestu lætin væru um garð gengin. Af sömu ástæðu flýtti hún sér til herbergis síns, þegar hún hafði talað við landstjór- ann og komst því hjá því að hitta Kit. Hún var svo viðutan eftir þessa hræðilegu atburði og óviss um framtíð sína eftir að jarlinn var fallinn frá, að hún gat ekki hugsað sér að standa andspænis honum. Hún gat blekkt alla aðra, en aldrei Kit. Hann þekkti hana of vel. Martin Farrancourt kom til Port Royal með kvöldinu og hún gekkst inn á að tala við hann. Þá var hún svolítið far- in að jafna sig, en hún bar fram bæn til hans, sem hon- um fannst langt frá því að vera gleðileg. En hún var svo greinilega örvæntingarfull að hann gat ekki annað en látið eftir henni, en hann var bæði undrandi og órólegur. Hann bauð henni góða nótt og gekk aftur á fund landstjórans. Meðan Martin var hjá Da- maris hafði Kit komið aftur til landstjórans til að tala við hann um atburði dagsins. Mo- dyford var þá búinn að útbúa sennilega sögu, sem hægt væri að gera heyrum kunnugt. Hann stakk upp á því að ef Farran- court væri því samþykkur, þá skyldi það heita svo að Ren- ard hefði tekið jarlinn með sér til Jamaica, eftir að hann hefði verið fangi hans um borð í „Good Hope“ og ætlað að hafa hann sem tryggingu fyrir lífi sínu, en svo brugðið á það ráð að drepa hann, þegar hann ætlaði að verja frænku sína. — Og það, vinur minn, hafði Modyford sagt við Kit, áður en Martin kom, — er sú mesta hefnd sem þú getur fengið, því að jarlinn hefði ekki óskað eftir því að hilmað væri yfir illvirki hans. Kit samþykkti það með nokkuð bitru brosi. Hann var líka viss um að gullni pardus- inn hefði frekar óskað þess að fúlmennska hans yrði mönnum kunn, heldur en að láta muna sig sem aumt fórn- ardýr fyrir kænsku Renards. En ef þetta hefur fengið hon- um einhverja fró, þá hvarf hún skyndilega, því að þegar Mo- dyford var farinn út úr stof- unni, sagði Martin: — Brandon skipstjóri, ég verð að segja yður að Dama- ris fer til Englands .með „Good Hope“ á morgun. Ef þér vilj- ið kveðja hana . . . Hann leit á Kit, en sneri sér svo undan vandræðalega: — Það er eftir eigin ósk. Mér fannst sjálfsagt að yður væri sagt frá því. Kit starði skilningsvana á hann. Það rann nú upp fyrir honum að þrátt fyrir allt sem hann hafði sagt við Alex, þá hafði hann alltaf trúað því að hún væri undir þvingun frá jarlinum, en orð Martins gerðu þessa von hans að engu. Dauði jarlsins hlaut að hafa leyst hana undan allri þvingun, en staðinn fyrir að njóta þess, þá gat hún ekki einu sinni beðið þangað til frændi hennar væri grafinn, svo mikið lá henni á að komast til Englands. Það var greinilegt að þótt gullni pardusinn væri nú allur, þá ætlaði hún sér að ganga þá braut, sem hann hafði valið henni. Hefndin sem Modyford hafði talað um varð eins og lé- legur brandari. — Ég er ekki hrifinn af að hún skuli ferðast með Fletcher, sérstaklega þegar enginn ann- ar verður þeim samferða, sagði Martin áhyggjufullur, — en hún var svo taugaspennt við þá hugsun að fresta ferðinni að ég þorði ekki að banna henni að fara. Það er líklega eðlilegt að hún vilji sem fyrst komast frá þessum stað, þar sem svo margir ógnvekjandi atburðir hafa gerzt. En . . . Getið þér ekki ráðlagt . mér eitthvað, Brandon skipstjóri! Þér þekkið hana svo miklu betur en ég . . . Hann þagnaði, því að Kit snerist á hæli og strunsaði út úr herberginu, en á svip hans mátti sjá algera uppgjöf. Hann fékk lánaðan hest í hesthúsi landstjórans og reið eins og sá ljóti sjálfur væri í hælum hans til Fallowmead, til hússins, sem var honum svo mikils virði, en greinilega skipti engu máli fyrir hana. Alla nóttina reikaði hann um garð- inn, kvalinn af sorg og efa. Hvernig gat hann látið hana fara? Hann elskaði hana svo heitt, þótt hún hefði ekki sýnt honum annað en kulda undan- farið, elskaði hana svo inni- lega að hann gat . ekki afbor- ið að missa hana. Myndi hún taka aðra ákvörðun, ef hann segði henni sannleikann um ást sína og hjartasorg, grát- bæði hana að verða um kyrrt hjá honum? Það gæti skeð, en þá væri það af meðaumkun og þakklætistilfinningu. Hann vissi að í því lá engin fram- tíðarhamingja. Hún varð að koma til hans af frjálsum vilja, annað var ekki til neins. Sólin var komin hátt á loft, þegar hann tók ákvörðun sína, en þegar hann gekk hægt heim að húsinu var hann búinn að taka stoltið í sína þjónustu, ef Framliald á bls. 40. KLIPPIÐ HÉR Röntunarseðill Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við. í því númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með í ávísun/póstávísun/frímerkjum (strikið yfir það sem ekki á við). Nr. 6 (9420) Stærðin skal vera nr. Nr. 7 (9438) Stærðin skal vera nr. Nafn Heimili Vikan - SimpliGity KLIPPIÐ HÉR 22 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.