Vikan


Vikan - 27.05.1971, Side 32

Vikan - 27.05.1971, Side 32
— Fyrirgefið, herra forstjóri, ég hélt að glugginn vœri lokaður! AMERÍSK JÓMFRÚ FramhalcL af bls. 13. „Þetta er eins og lýsing Biblíunnar á aldingarðinum Eden,“ sagði hún. „Hvernig stóð á því, að þú yfirgafst ann- an eins stað?“ „Ó, enn hef ég ekki komið þangað,“ svaraði hann fljótt og hristi höfuðið til áherzlu, „en ég fer. Já, ungfrú, ég fer. Þetta er bezti staður í heimi.“ Og þetta kvöld, löngu eftir að hann var aftur farinn út á hlöðuloftið, fann Abbie sjávar- lykt og ilmkryddaðan blæinn frá eyjunum. Allrasíðustu júnídagana lá við stórslysi. Doughtery færði henni máttvana líkama svarta næturgalans. „Þetta er söngv- arinn þinn, ungfrú Abbie,“ sagði hann. „Hann er a. m. k. vængbrotinn. Kötturinn var alveg kominn að því að gæða sér á honum, þegar mig bar að.“ Abbie rétti skjálfandi hend- urnar fram eftir fuglinum. Hún horfði á Doughtery grip- in skyndilegri hræðslu. „Hann lifir, ó, er það ekki?“ „Áreiðanlega," sagði hann huggandi, „brotnir vængir gróa. É'g skal útbúa spelkur. Ef þú færð hann til að éta, lifir hann. Við verðum samt að setja hann í búr. Annars hoppar hann um og rífur af sér spelkurnar.“ Fuglinn lifði alveg eins og Kevin hafði spáð. Næstu daga styrktist hann, en söngur hans var þagnaður. Kvöld nokkurt um miðjan júlí hafði Abbie orð á því við matborðið, að hún saknaði söngs næturgal- ans. Kevin leit þannig á hana, að roðinn hljóp fram í kinnar hennar. Þetta var ekki með- aumkunartillit, hún vissi ekki, hvernig hún átti að lýsa því, en tillit hans hafði snortið hjarta hennar og veitt henni hlýja gleði. Síðan glotti hann: „Jæja, ungfrú Abbie, ég verð þá líklega að syngja fyrir þig í staðinn. Gæturðu gert þér það að góðu?“ Saman gengu þau inn i stássstofuna. Hann bað hana að leika undir fyrir sig. Abbie gerði eins og henni var sagt. En brátt hættu fætur hennar að stíga pedalana og fingurn- ir að snerta nótur orgelsins. Hún var hugfangin af söng hans. Eins og allir frar söng hann um írland og um ævin- týralega og ókunna hluta heimsins. Rödd hans bar hana yfir löndin til staða, sem hún vissi ekki einu sinni, að væru til. Hún sá svitastokkin, kol- svört andlit báts- og hleðslu- mannanna á hinu mikla Miss- issippi, drengjalegt andlit og líkama barrónans, sem kallaði á mömmu, áður en hann lézt af hnífsstungu, langt að heim- an, sá þrælmenni og risastór- an grábjörn glíma, sá bardag- anum ljúka með jafntefli milli björns og manns, sem gengu í burtu og héldu hvor utan um annan, sá eyðileikann umhverf- is Donnertindinn, meðan snjó- kornin féllu yfir vagnana og hina dauðu. Þetta sá hún og hundruð annarra andlita og staða. Og síðan, þegar klukkan sló 11, var öllu lokið. „Góða nótt, ungfrú Abbie,“ sagði hann vingjarnlega. „Sofðu vel.“ Það tók hana langan tíma að sofna. Herbergið var þrúgandi, hún fann til öryggisleysis í rúminu, og hugurinn var eins og órólegur býflugnahópur. Eitthvað var að koma yfir hana, órólegar hugrenningar gerðu henni ljóst, að hún ætti í vændum mikla breytingu. „Kannske er þetta „breytinga- tímabilið“,“ sagði hún við sjálfa sig, án þess að trúa því í raun. Næsta kvöld þegar Kevin var að tala um Vesturhéruðin, þagnaði hann í miðri setningu og spurði: „Hefurðu hárið allt- af í þessum þétta hnút í hnakk- anum, ungfrú Abbie?“ Hún roðnaði og leit niður fyrir sig um leið og hún muldraði eitt- hvert heimskulegt svar. En næsta síðdegi, þegar hún fór út að tína bústna klasa af villtum brómberjum, hafði hún hárið slegið og það náði henni niður í mitti og glampaði eins og nýsleginn koparskildingur í gulu sólskininu. Viku seinna, þegar hiiinn hvíldi yfir landinu eins og bylgjandi harðstjórnarbölvun, fékk Dougthery talið hana á að koma og synda með sér. Á eftir, þegar hún hallaði sér aftur á bak í mosavaxinn ár- bakkann, hló Abbie eins og unglingsstúlka að Kevin, þeg- ar hann stakk sér í ána af trjá- bol og hélt fyrir nefið. Hún náði varla andanum og sagði: „Ekki veit ég, hvað ég hafði eiginlega fyrir stafni, áður en þú komst á bæinn.“ Og stein- hissa hugsaði hún með sjálfri sér: „En þetta er satt, það er satt.“ Júlí dó og ágúst fæddist nóttina, sem hún átti í mesta baslinu með fuglinn sinn. Eirð- arlaus, dapur og önugur kast- aði hann sér á búrgrindurnar, hvað eftir annað. Hún reyndi að hugga litlu veruna, en ró- legt tal hennar hafði engin áhrif á hana. Að lokum fyllt- ist fuglinn örvæntingu og lá hreyfingarlaus á búrgólfinu. Þá sömu nótt hneppti Abbie frá efsta hnappinum á náttkjóln- um í fyrsta sinn, síðan hún var barn. Nokkrum sekúndum seinna, losaði hún hughraust um annan hnappinn, sem var um þumlungi neðar. Sú óljósa hugsun læddist í huga hennar, að henni myndi líða enn betur væri hún alls ekki í neinum náttkjól, en aðeins með svöl lökin sveipuð um líkama sinn. Hún dauðskammaðist sín og eyddi óvenjumiklum tíma og orku í kvöldbænirnar. Um miðjan ágúst þáði Kev- in og þó með augljósum kvíða boð hennar á kirkjusamkom- una niðri við ána. Aldrei myndi hann komast að því, hvílíkt hugrekki það hafði kostað hana að bjóða honum. Abbie var í nýjum kjól, sem hún hafði saumað sér fyrir þetta tækifæri. Hún hafði greitt úr hárinu og batt það saman i hnakkanum með gul- um hnút. Hún fór hjá sér, þeg- ar hún tók eftir því, að sumir karlmennirnir horfðu feimnis- laust og rannsakandi á hana. En mesta undrun hennar vakti þó Roland Walker, piparsveinn, sem var skólastjóri unglinga- skólans. Hann var næstum óstýrilátur í framkomu sinni við hana. Hann daðraði meira að segja. Og þegar Ed Willi- ams, bankastj óri, kom og .sett- ist hjá Abbie, virtist Roland næstum afbrýðisamur. Áður en dagurinn var á enda, höfðu þeir báðir spurt hana, hvort þeir mættu líta inn. Þegar skemmtuninni var lokið, ók séra Winters Abbie og Kevin að rykugum vegar- slóðanum, sem lá heim að bæn- um. Þau tvö gengu í myrkr- inu heim að húsinu. Nætur- himinninn umvafði þau eins og mjúk, hlý ábreiða. Stjörn- urnar voru eins og glitrandi gimsteinar, rúbínar og smar- agðar, sem lágu til sýnis á svörtu flaueli gimsteinasalans. Allar aðrar konur myndu vita, hvernig fara ætti að láta hann halda í höndina á sér, hugsaði Abbie. Hún roðnaði í myrkrinu og sagði hratt við sjálfa sig: „Þú ert of áköf, Abi- gail Carter." En hamingjan yi- ir athyglinni, sem hún hafði vakið og óánægjan yfir að ganga þarna með Kevin varð ekki kæfð með sjálfsásökun- um. Hikandi spurning Kevins truflaði hugsanir hennar: „Ab- bie, þú mátt ekki halda, að ég ætli að fara að vera ókurteis, en hvers vegna hefurðu aldrei gifzt?“ Hann flýtti sér að bæta við: „Ef ég er að móðga þig, fyrirgefðu mér. Ég ætlaði ekki . . .“ Nú var hún fegin myrkrinu. Hún gat svarað, án þess hann sæi framan í hana. „Nei, Kev- in, þetta er allt í lagi. Sjáðu til, þegar pabbi dó, varð ein- hver að annast um mömmu, þar til Georg bróðir minn kæmi aftur úr hernum. Hann kom aldrei. Hann dó. Þá var enginn til þess annar en ég. Þá var ég 22 ára.“ Hún reyndi að láta sem þetta skipti engu máli. „Enginn bað mig um að giftast sér, mér var ekki einu sinni boðið út á meðan mamma lifði. Og núna . . . ég býst við, að ég sé orðin of gömul.“ Hún hló ofturlítið. „Þú yrðir dásamleg eigin- kona einhvers manns," sagði hann blíðlega. „Þú ert góð matreiðslukona, góð húsmóðir, það er gott að tala við þig.. .“ Hún heyrði hann draga djúpt andann. „Þú ert vel vaxin . . . og þú veizt, að þú ert falleg.“ Þetta gerði hana undrandi. Hann var annar karlmaðurinn, sem sagði þetta í dag — og enginn hafði áður minnzt á þetta alla hennar ævi. Hún reyndi að sjá framan í hann í myrkrinu, en greindi ekki ' andlitsdrættina. Hvernig ferðu að því að láta karlmann taka þig í fangið eða kyssa þig, hugsaði Abbie í örvæntingu, ég get ómögulega beðið hann hreint út. Hvað myndi ske, ef ég sneri mér allt í einu við og Framhald á bls. 36. 32 VIKAN 21.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.