Vikan - 27.05.1971, Síða 39
hugsaiM hún, er ekki fýldui1
eða önuglyndur, hann virðist
aðeins dapur og hefur alltaf
verið það, síðan þessi flæking-
ur var á ferðinni. En áður var
Kevin hamingjusamur. Kann-
ske verður hann hamingjusam-
ur aftur. Hún hætti að sti-okka
og rií'jaði upp fyrir sér orð
hans, þegar hann glotti feimn-
islega til hennar fyrsta daginn:
..Heimili mitt er í hjarta minu,
og þangað sem það fer, fer ég
lika." Hún - kinkaði kolli og
beindi nláli sínu að strokkn-
um: ,,Og hvar er hjarta þitt
nú, Kevin? Þefar það upp í
vindinn eins og innilokuð vera,
sem nemur angan strætanna í
New Orleans, furanna í Kletta-
fjöllum. eyðimarka Kalifoi'níu
eða ef til ví 11 kiyddilm kara-
bís-ku eyjanna, sem þú talaðir
um? H.vernig er frelsið? Þekk-
ir nokkuð ,af okkur, þessu
„borgaralega" fólki, þá tilfinn-
ingu? Flækingurinn þekkir
frelsið og næturgalinn minn
líka. Við öll hin erum læst
inni í búrum okkar, sem mynd-
uð eru úr velsæmi, öryggi,
feimni og uppeldi. Spelkur cru
festar við vængi okkar, og við
svngjum aldrei."
Þegai' Abbie hafði tekið
þessa ákvörðun, flýtti hún sér
inn i húsið, áður en hún skipti
um’ skoðun. Hún hljóp upp á
loft, klæddist nýja kjólnum
sinum, greiddi úr hárinu og
batl um það gula klútntim.
Niðri i stássstofunni dró hún
út kommóðuskúffu og náði í
krumpað og velkt umslag. Hún
taldi peningana úr því og
stakk vænum skammti af þeim
í svuntuvasa sinn.
Úti teiknaði siðdegissólin
tuttugu feta langan skugga af
henni. Hann stikaði stórum á
undan henni og var kominn að
hlöóunni, löngu áður en hún
náði þangað sjálf. Abbie barði
fast að dyrum og kallaði:
„Kevin, Kevin, hvar ertu?"
Hann kom út úr hlöðunni og
var að þurrka sér um hend-
urnar á slrigapoka „Já, ung-
frú," sagöi hann og bar hönd
fyrir augu.
Abbie bikaði og valdi orðin
af nákvæmni. „Eg var að
hugsa um það, sem þú varst
að tala um í gærkveldi, að þig
languöi að breytu til. Nú hef-
ur mér boðizt annar kaupamaö-
ur og mig langar til að hann
byrji sern allra fyrst.“ Hún dró
peningana upp úr svuntuvasan-
um. „Hérna er kaupið þitt og
einnar viku kaup aö auki, sem
mér fannst þú yrðir að fá.
vegna þess að þú heíur ekki
haft tímg til að líta í kring-
um þig eftir annarri vinnu.
Svo er líka dálítil viðbót."
Hún rétti peningana að hon-
um, en hann íór að andmæla.
„Nei, nei, taktu við þeim, þetta
hei'ur verið gott sumar, hvað
uppskeruna snertir . . . og allt.
Það er sanngjarnt að ég láti
þig njóta þess." Hún sneri sér
undan. „Þetta hjálpar þér til
að komast til þessa staðar í
Karabíahafinu, þangað sem
þig langaði svo mikið til að
fara."
„Þetta er ekki nauðsynlegt,
ungfrú Abbie," sagði hann.
„ég get ekki tekið við þessu."
„Hvers vegna ekki? Þú hef-
ur unnið fyrir peningunum."
Hún var andstutt. „Ég borga
vinnumönnum mínum alltaf
dálítinn „bónus", ef ég get, og
þetta hefur verið gott ár.“ Og
við sjálfa sig sagði hún þann-
ig að aðeins hugur hennar og
hjarta gátu heyrt það: „Bezta
árið af þeim ölium."
Kevin sá, að henni varð ekki
haggað. Hann stakk peningun-
um í vasann á vinnugallanum
sinum án þess að líta á þá.
„Hvenær byrjar nýi maður-
inn?" spurði hann rólega.
„í fyrramálið," laug hún,
„svo að bezt væri, að þú fær-
ir af bænum í kvöld, ef þú
getur. Eins fljótt og hægt er.“
Hann horfði á hana, síðan á
húsið og loks á ávaxtagarðinn.
Ekkert varð lesið úr augum
hans. „Þarftu að láta mig gera
eitthvað áður en ég fer?"
„Nei, það held ég ekki." Hún
fann tárin svíða að baki augn-
anna, og sorgin sat eins og
stór, þurr kökkur í hálsinum.
Gegnum þykkan vegg dapur-
leika heyrði Abbie sína eigin
rödd segja: „Vertu sæll, Kev-
in,“ og hún skammaðist sín,
þegar hún hljóp, hrasandi eins
og blindingi í áttina að húsinu.
Hún fór inn og þrýsti bak-
inu fast upp að hurðinni, þeg-
ar hún heyrði marrið í hlöðu-
dyrunum hálftíma seinna. Þá
heyrði hún rólegt fótatak Kev-
ins í rökkrinu fyrir utan. Hann
barði á lokaðar dyrnar.
„Ungfrú, Abbie." Rödd hans
var mjúk eins og í fugli á
júnídegi.
„Ungfrú Abbie," kallaði
hann aftur og það var eins og
férskur vestanblær strykist um
andlit hennar, blær, ilmandi af
hunangi og smára og júliregni,
s°m strykist yfir skrælnaða
jörð, sem grátbændi um vökv-
un.
Abbie stóð kyrr i sömu spor-
um, þögul uppi við hurðina
með lokuð augu. Afakiukkan
sló eitt högg og lét þannig ein
i ljósi vanþóknun sina, en hélt
síðan áfram að tifa. Hún heyrði.
að Kevin skipti um hönd á
slitnu töskunni sinni.
„Vertu sæl, Abbie, vertu
sæl.“ Hún heyrði rödd hans, i
þetta skipti var það hást kvísl,
sem barst til hennar gegnum
hurðina. Hún gat ekki svarað,
tárin vörnuðu henni máls.
siðan fjarlægðist fótatak hans,
unz það sameinaðist þögn næt-
urskugganna.
Nokkrum andartökum seinna
stóð hún við herbergisglugg-
ann sinn og heyrði það. í
fyrstu hikandi leit að tónum,
en síðan kom tónlistin, full-
þroskuð, blómstrandi eins og
gullin draumsóley, sem lýkst
upp fyrir sólinni. Frjálst og
fagnandi lag var blístrað, og
blíður kvöldblærinn bar það
til hennar. Þetta var lag um
fjallgöngu á tindum mánans,
líf í haustlitum dölum guðs og
sund í hlýju, svörtu stjarn-
djúpinu.
„Nú hlýtur Kevin að vera
að fara yfir brúna á læknum.
Ef ég hleyp, næ ég honum, áð-
ur en hann kemst út á þjóð-
veginn," sagði Abbie við kirsu-
berjatréð.
„Nú hlýtur hann að vera að
fara framhjá eikunum, ef ég
stytti mér leið . . .“
„Nú er hann næstum kom-
inn út á þjóðveginn, það er
ekki of seint, Abigail, það er
ekki of seint. Ó, farðu, Abi-
gail, ó, farðu," kallaði hún.
Söngurinn hljóðnaði, þangað
til hún vissi ekki, hvort hún
heyrði hann með eyrunum eða
ímynduninni. Brátt hljóðnaði
hann alveg, hann var farinn ...
Söngur hans er hljómlist
Töfrapíparans, hugsaði hún.
Hún greinir frá töfrum ljóm-
andi staða, og ég er fatlaði
drengurinn, sem gat ekki
fylgzt með og var skilinn eftir.
Abbie hallaði sér áfram. „Kev-
in,“ hvíslaði hún að trénu.
„Mig langar að fara með þér,
mig langar að fara með þér.“
Síðan hærra: „Kevin, ég er
orðin 39 ára. ó, enn get ég
fætt þér börn. Ég myndi elska
þig svo heitt. Ég elska þig svo
heitt.“ „Kevin, Kevin,"
æpti hún, „taktu mig með þér,
hvert sem þú ferð . . . Kevin
. . .“ Nú var hún farin að
snökkta. Hún var að drukkna
í öldum sárra tilfinninga, sem
streymdu fram úr djúpum,
ókyrrum lindum sálar hcnnar.
Brátt sagði hún: „Vertu sæll
Kevin rninn." Þetta voru
Ennþá á ég eftir að koma
þér á óvart!
blessunarorðin, sem hún sökkti
undir yfirborð örvæntingarhafs-
ins.
Abbie var að búa sig í hátt-
inn og hafði þegar slökkt ljós-
in, þegar hún heyrði i nætur-
galanum. Blíður og ljúfur var
söngur hans. Hann hafði grip-
ið stjörnu í nefið og lagði hana
á altari mánans. Tónarnir svifu
yfir ávaxtatrén, yfir kirkju-
turninn, hærra en fjöllin,
hærra en himinninn, tónar,
sem glitruðu, þyrluðust og
sveifluðust eins og haustlauf
á engjum himinsins. Aldrei
hafði fuglinn kvakað eins dill-
andi, skýrt og fallega eða eins
lengi í einu. Hún hugsaði, að
það væri eins og næturgalinn
yrði að koma henni og ávaxta-
garðinum í skilning um, hvers
vegna hann flygi um loftið.
Fuglinn lyfti sér yfir trén. Nú
gat hún séð hann, ofurlítinn
depil, sem dansaði næturball-
ett á andliti risavaxins haust-
mánans. Síðan sveif hann í
burtu. Söngurinn dvínaði smátt
og smátt.
Skrítinn tunglsgeisli brauzt
i gegnum greinar kirsuberja-
trésins og gægðist inn um
gluggann til Abbiear. Hún var
að ljúka bænum sínum . . .'
„og, Drottinn, vaktu yfir fugl-
inum mínum og Kevin mínúm,
hvert sem þá ber. Gerðu leið
þeirra greiða og gefðu þeim
báðum frjálsa og glaða lund.
Amen.“
Utan við gluggann hennar
fór vindurinn i eltingarleik við
þurr blöðin, sem fallið höfðu
af vínviðnum, sem vafðist um
laufskálann. Hún skalf og sagði
við sjálfa sig: „Haustið kemur.
bráðum.“
Rétt áður en svefninn sigr-
aði Abbie, heyrði hún blístur
í lest, langt í burtu eins og
ánægjuóp konu og fannst hún
heyra næturgalann í fjarska
syngja mansöng sinn til mán-
ans.
Anna Maria Þórisdóttir
þýddi.
21. TBL. VIKAN 39