Vikan


Vikan - 27.05.1971, Qupperneq 40

Vikan - 27.05.1971, Qupperneq 40
GULLNI PARDUSINN Framhald. af bls. 22. Alex í dyrunum, en fyrir fram- an húsið stóð hestasveinn með hest læknisins. Blair bauð góð- an dag og bætti svo við með svolítið skrítnu augnaráði: — „Good Hope“ lætur úr höfn á flóðinu, Kit. —■ Já. Rödd Kits var kulda- leg og Alex hikaði svolítið áð- ur en hann hélt áfram. — Á ég að bíða eftir þér, eða kemur þú á eftir til Port Royal? —- Hvorugt, sagði Kit, stutt- ur í spuna og hélt áfram inn í húsið. Alex sneri sér við og greip í arm hans. — Ætlarðu að láta hana fara án þess að kveðja hana? Það er grimmilegt, drengur minn! — Grimmilegt! Kit leit á hann. Hann var náfölur og rödd hans skalf. — Guð minn góður, Alex! Hvernig heldurðu að ég sé skapaður? Ég hélt að nú, þeg- ar jarlinn er dauður . . . en mér skjátlaðist, það getur ekk- ert stöðvað hana, ekki einu sinni morðið á móðurbróður hennar var þess megnugt og þú imvndar þér að ég geti komið í veg fyrir það? — Eg minntist ekki á að þú ættir að fá hana til að hætta við ferðina, drenfeur, svaraði Alex þurrlega. — Sú hugmynd kom frá þér. Kit greip andann á lofti. — Þú slærð fast, sagði hann. — Já, ég var svo heimskur að vilja halda henni, hvað sem það kostaði, en ég er það stolt- ur að ég ætla ekki að láta hana renna grun í þær hugsanir. Ég fer ekki til Port Royal. — Stolt! endurtók Alex lágt og hristi höfuðið. — Þarftu að nota þetta stolt þitt jafnvel núna? I nokkrar sekúndur þagði Kit og virti vin sinn fyrir sér. Svipur hans bar greinilega merki um taugaspennu og þreytu, en hann reyndi að dylja það með háskalegri ró. Það voru aðeins augu hans sem komu upp um hann og Alex þoldi ekki að horfast í augu við hann. — Leyfðu mér að halda stoltinu, vinur minn, sagði Kit og rödd hans var ótrúlega bit- ur. — Það er allt sem ég á eftir. Hann lagði hendurnar á axl- ir læknisins og þrýsti þær fast eitt andartak, en svo flýt.ti hann sér gegnum forsalinn inn i bókaherbergið. Þegar dyrnar lokuðust að baki hans, bölvaði Blair, yfirkominn af reiði og sorg. Svo gekk hann hægt nið- ur þrepin og steig á bak. Hann vissi að það var þýðingarlaust að segja meira. Hann lét hestinn tölta, hálf kveið fyrir að hitta Damaris, því að hánn var bæði undrandi og hryggur yfir þeirri breyt- ingu sem orðin var á henni, síðan hún hafði komizt undir áhrif gullna pardussins. Hann var hvað eftir annað kominn á fremsta hlunn með að snúa við og þegar hann kom loks til bæjarins var orðið svo fram- orðið að hann vonaði hálfpart- inn að þau væru komin um borð í „Good Hope“. En þegar hann kom að húsi landstjór- ans, þá sá hann að svo var ekki. Damaris var þar með frænda sínum, Jocelyn og Re- ginu Wade og Ingram Fletch- er, sem greinilega var að missa þolinmæðina. Damaris hafði gert unnusta sinn bálvondan með því að draga það fram á allra síðustu stund að fara um borð, því að í þetta sinn hlaut Kit að koma! Hún varð að sjá hann einu sinni ennþá, varð á einn eða annan hátt að láta hann vita að þrátt fyrir allt hafði hún engu gleymt og myndi aldrei gleyma þeim hamingjustund- um sem hún hafði átt með honum um ævina. En þegar tíminn leið varð hún hrædd og þegar hún loksins heyrði hina þekktu rödd Blairs lækn- is, varð hún svo fegin að hún varð alveg máttlaus og fór að skjálfa. Alex kom inn og kveðjuorð hennar dóu á vörunum, þegar hún sá að hann var einn á ferð. Þetta var angistarfull endur- tekning á fyrri atburðum, þegar hún hafði beðið og von- að árangurslaust. Hún vissi ekkert hvað hún hafði ætlað að segja við Kit, en það að hann lét ekki sjá sig var rot- högg. Það varð vandræðaleg þögn eftir að Blair hafði heilsað. Að lokum kom Ingram Fletcher með þá spurningu, sem allir biðu eftir og hann talaði mjög hátt: — Getum við þá fengið að vita hvort Brandon er með yð- ur, læknir, eða kemur hann á eftir? Damaris leit til hans og það var næstum því þakklæti í augnaráði hennar, en rödd læknisins var algerlega blæ- brigðalaus, þegar hann svar- aði: — Nei, herra Fletcher, sagði hann, — við báðum spurning- unum. — Og hann sendi ekki kveðju með yður? — Nei. Ingram sneri sér að Damaris og það var háðshreimur í rödd hans. — Heyrir þú þetta? Nú get- urðu kannske hugsað þér að hætta þessum kjánaskap og koma með mér um borð? Martin Farrancourt starði reiðilega á Fletcher, en Dama- ris reis hægt upp til að kveðja fólkið. Þannig varð það þá að vera, hún varð að fara án þess að hitta hann og láta Kit hafa minninguna um hana í þessu andstyggilega hlutverki, sem hún hafði leikið hans vegna. Hún gekk eitt skref í áttina til Ingrams, sem ekki gat stillt sig um að láta sjá á sér sigurbros. Svo nam hún staðar, eins og henni væri þröngvað til þess af einhverju sem var sterkara en stolt og afbrýðisemi, jafn- vel sterkara en hennar eigin vilji. — Ég get ekki, sagði hún al- veg yfirbuguð, — ég get ekki farið án þess að kveðja hann. Það varð dauðaþögn, en svo sagði Alex Blair snöggt: Hvers vegna, Damaris? Ertu ekki búin að kvelja hann nóg? Hún starði á hann, skilnings- vana, og greip um höfuðið. — Til þess að segja honum sannleikann! sagði hún æst. —- Ég get ekki látið hann halda eitthvað ljótt um mig! Skil- urðu það ekki, ég lét sem ég væri sammála jarlinum, svo hann gæti ekki gert Kit neitt illt! — Guð á himnum! sagði Al- ex undrandi. Hann gekk til hennar, greip um axlir henn- ar og virti fyrir sér svipinn á andlitinu. — Damaris, er þetta satt? — Auðvitað, svaraði hún með áherzlu. — Ég lét Kit halda það, það var það eina sem ég gat gert fyrir hann. Ég hélt að ég væri nógu sterk til að framkvæma það, en Alex, ég get það ekki! Ég vil heldur að hann aumki mig heldur en að hann fyrirlíti mig. Martin gekk nú fram en svipur hans bar vott um að hann skildi hvorki upp né niður. — Já, en nú er Ralph dá- inn, hann getur ekki gert nein- um mein úr þessu. Hvers vegna lá þér svona á að komast til Englands? Fölt andlitið varð blóðrjótt og þegar hún svaraði var rödd hennar hljómlaus. Vegna þess að ég er svo afbrýðisöm út í Oliviu. Eg vildi koma mér í burtu áður en þau giftu sig. Þessi skýring kom öllum á óvart. Regina fálmaði eins og í blindni. — Olivia ætlar að giftast Prestyn ofursta í næsta mán- uði. — Prestyn ofursta! Dama- ris varð náföl. — En hún var trúlofuð Kit. Hún sagði mér það sjálf. Blair læknir hrópaði upp yf- ir sig, en af virðingu fyrir systur Oliviu sagði hann ekk- ert meira. Martin sneri sér snögglega að glugganum og sneri bakinu í hitt fólkið. En eftir að hafa horft í skelfingu til mannsins síns, sagði Regina rólega: — Það er nú samt alveg ábyggilegt að hún ætlar að giftast Prestyn. Reyndar er það eftir skipun frá pabba. En ég get fullvissað þig um það að Brandon skipstjóri hefur aldrei beðið hennar, hvaða til- finningar sem Olivia kann að hafa borið í brjósti til hans. — Auðvitað bað hann henn- ar ekki! hrópaði Alex. Það er aðeins ein kona sem hann elskar og það er ekki ungfrú Olivia! Hann sneri sér að Damaris og sagði, mjög alvarlegur: — Trúðu mér, barnið mitt, hann er svo langt frá því að hugsa um hjúskap með ann- arri en þér að hann ætlar að selja Fallowmead og fleygja gullinu í þá mestu vitleysu sem ég hef heyrt nefnda, og sem hann aldrei kemst liíandi frá. Flýttu þér heim til hans, Damaris, þar áttu heima! 40 VIKAN 2I.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.